Morgunblaðið - 24.04.2015, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 24.04.2015, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2015 Frá og með haustönn 2015 verður boðið upp á fjarnám í öllum áföngum stúdentsbrauta. Framhaldsskólinn á Húsavík býður upp á nám til stúdentsprófs af félags- og hugvísindabraut, náttúruvísindabraut og opinni námsbraut. Námið er 200 framhaldsskólaeiningar og unnt er að ljúka því á 3 árum. Skólinn leggur áherslu á góðan undirbúning fyrir háskólanám og persónulega þjónustu við alla nemendur. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans, http://www.fsh.is einnig í s. 464-1344 eða með því að senda aðstoðarskólameistara póst á netfangið herdis@fsh.is Viltu taka stúdentspróf í fjarnámi? BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kaupsamningum vegna fasteigna- viðskipta hefur ekki verið þinglýst hjá sýslumanninum á höfuðborgar- svæðinu síðan skrifstofunni var lok- að miðvikudaginn 1. apríl. Næsta starfsdag, þriðjudaginn 7. apríl, hófst verkfall félagsmanna hjá BHM hjá embættinu og bíða nú hátt í þrjú þúsund þinglýsingar af- greiðslu, meirihluti vegna fast- eignaviðskipta. Um 4.500 mál bíða óafgreidd hjá embættinu og eru þau flokkuð í hnotskurn hér til hlið- ar. Þuríður Árnadóttir, lögfræðingur og staðgengill sýslumanns á höfuð- borgarsvæðinu, segir þinglýsingu tryggja rétt kaupanda. „Seljandinn er þinglýstur eigandi eignarinnar og kaupandi tryggir sinn rétt til eignarinnar með þinglýsingu kaup- samnings/afsals. Þegar kaupsamn- ingur er gerður er yfirleitt farið með hann í þinglýsingu sem allra fyrst. Á meðan ástandið er svona er seljandinn áfram þinglýstur eigandi eignarinnar. Þá greiða bankarnir væntanlega ekki út lán fyrr en búið er að þinglýsa lánaskjölunum, veð- skuldabréfunum. Þannig að upp- gjörið milli kaupanda og seljanda getur ekki átt sér stað,“ segir hún. Uppboð auglýst eftir sem áður Athygli vakti að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu auglýsti upp- boð í Morgunblaðinu í gær. Þuríður segir að uppboðin gætu frestast. „Uppboð eru auglýst eins og vanalega enda er ferillinn langur frá því að mál kemur inn og fram að sölu. Ef verkfallið stendur hins vegar enn þegar að söludegi kemur verður ekki af henni að sinni en ákveða verður nýjan dag til sölu, eða fyrirtöku, innan fjögurra vikna frá því verkfall leysist,“ segir Þur- íður. Grétar Jónasson, lögmaður og framkvæmdastjóri Félags fast- eignasala, segir hætt við að ef verk- fallið dregst á langinn geti það hægt á fasteignamarkaðnum. „Undanfarnir mánuðir hafa verið mjög góðir. Brátt kann að koma upp að fólk velti því fyrir sér hvort það eigi að fresta viðskiptum. Öll óvissa er vond. Við það bætist að kjaraviðræður eru í uppnámi og óljóst hvert framhald þeirra verður. Fasteignaviðskipti geta vitaskuld átt sér stað en vandinn er að skjöl- um er ekki þinglýst og það getur haft áhrif á efndir samninga,“ segir Grétar sem boðar kollega sína til fundar. „Við hjá félaginu höfum boðað til fundar meðal okkar félagsmanna á þriðjudag. Þar ætlum við að fara yfir málin. Staðan er orðin graf- alvarleg. Við munum kortleggja ýmislegt sem fólk er að lenda í þessa dagana. Auk þess ætlum við að reyna að huga að þeirri stöðu sem fólk verður í þegar verkfall leysist. Þá kunna kaupendur eða seljendur að telja sig eiga rétt á bótum vegna þeirra tafa sem hafa orðið. Fólk getur til dæmis ekki greitt greiðslur á réttum tíma þar sem lánsskjöl fást ekki þinglýst, eða geta ekki af- hent eignir á réttum tíma. Það geta komið upp marg- háttuð tilvik þar sem fólk telur sig hafa orðið fyrir tjóni. Þá vaknar sú spurning hver beri ábyrgð á tjóni sem fólk verður augljóslega víða fyrir. Þetta er það sem við ætlum að fara yfir á fundinum … en fasteignasalar hafa ríkar skyldur að gæta réttmætra hagsmuna fólks og á það mun reyna,“ segir Grétar. Sala fasteignasafna ófrágengin Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir að vegna verkfallsins sé ekki hægt að þing- lýsa kaupsamningum vegna sölu sjóðsins á fullnustueignum og fast- eignasöfnum sem sjóðurinn er með í söluferli. Kristján Kristjánsson, upplýs- ingafulltrúi Landsbankans, segir útlán hjá bankanum hafa haldið áfram að aukast það sem af er ári. „Við finnum hins vegar þó nokkuð fyrir þessu verkfalli, þótt eftirspurn eða áhugi á lánum hafi ekki minnk- að.“ Már Másson, upplýsingafulltrúi hjá Íslandsbanka, tók í sama streng. „Verkfallið er þegar farið að hafa afgerandi áhrif þar sem mikilvægir þættir í fasteignaviðskiptum á borð við þinglýsingar lána- og veðskjala sem og veðflutningar eru í bið hjá sýslumanni meðan á verkfalli stendur. Við finnum hinsvegar ekki fyrir því að verkfallið sé farið að hafa almenn áhrif á fasteignamark- aðinn enn sem komið er, en dragist verkfallsaðgerðir á langinn getur það fljótlega breyst til verri vegar.“ Árið 1989 fóru starfsmenn borg- arfógeta í Reykjavík í verkfall í nokkrar vikur og olli það líkt og nú töfum á fasteignamarkaði. Emb- ætti borgarfógeta varð að embætti sýslumannsins í Reykjavík árið 1992. Þinglýsingar og önnur af- greiðsla opinberra skjala var því hjá borgarfógeta og voru starfsmenn sem þeim sinntu félagar í BHMR, Bandalagi háskólamenntaðra rík- isstarfsmanna. Arftakar þeirra eru nú félagsmenn í BHM. Páll Halldórsson, formaður BHM, segir verkfallið árið 1989 hafa staðið yfir í sex vik- ur. „Úr þessu varð samningur sem þáverandi fjármálaráð- herra og núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, kall- aði tímamótasamning. Það var kannski ekki alveg út í hött vegna þess að þar var samið um veigamiklar breyt- ingar inn í framtíðina um launaþró- un og annað slíkt hjá háskóla- mönnum. Þannig að þetta var um margt merkur samningur. Síðan gerist það á árinu 1990, þegar þjóð- arsáttarmálið er komið í gang, að mönnum fannst þessi samningur trufla það. Þannig að í júní 1990 ákvað ríkisstjórnin að nema samn- inginn úr gildi með ríkisstjórnar- ákvörðun. Við sættum okkur ekki við það og fórum með málið fyrir félagsdóm sem komst að þeirri nið- urstöðu að ákvörðunin stæðist ekki, að samningurinn væri í raun í gildi. Það gerðist hins vegar 3. ágúst 1990 að sett voru bráða- birgðalög og samningurinn numinn úr gildi … En samningurinn sem við gerðum þá var ekki endurlífgaður. Sú skammsýni sem réð þegar bráðabirgðalögin voru sett hefur staðið eðlilegri launaþróun há- skólamanna hjá ríkinu fyrir þrifum síðan.“ Verkfall hafði sömu áhrif 1989 STARFSMENN HJÁ BORGARFÓGETA LÖGÐU NIÐUR STÖRF Gæti skaðað fasteignamarkaðinn  Félag fasteignasala fundar vegna verkfalls hjá sýslumanni á höfuðborgarsvæðinu  Þinglýsingar hafa ekki verið afgreiddar frá mánaðamótum og þar með engin ný lán  Kaupendur kanna rétt sinn Morgunblaðið/Ómar Skólavörðustígur Verkfall félagsmanna hjá BHM hefur truflað fasteignamarkaðinn á síðustu vikum. Listinn lengist stöðugt » Alls biðu 2.853 þinglýsingar óafgreiddar í gær, meirihluti vegna fasteignalána, og 200 fyrirtökum hafði verið frestað. » Það sama gildir um 38 mál er varða dánarbú, þau bíða af- greiðslu líkt og 100 sifjamál. » 216 nauðungarsölum á fasteignum hefur verið frest- að. » Þá hefur 1.081 fyrirtöku vegna fyrirhugaðs fjárnáms verið frestað. » Alls eru þetta 4.488 mál. Landssamband smábátaeigenda hefur ítrekað kröfu sína um auknar strandveiðar á komandi vertíð. Krafa LS er að aflaviðmið verði hækkað um tvö þúsund tonn og fari í 10.600 tonn. Fjallað er um málið á heimasíðu LS og þar segir: „Gjarnan er spurt hvar á að taka aflann þegar aukning er annars vegar. Því er ein- falt að svara: Hann kæmi frá útilegu- bátum sem þegið hafa byggðakvóta, þorskeldi og skel- og rækjuuppbót- um.“ LS hefur lagt til að aukningunni verði deilt niður á svæði með tilliti til fjölda báta. Hún yrði til þess að fjölga veiðidögum á vestur- og norð- ursvæði, en bátar þaðan hafa fengið mun færri veiðidaga heldur en bátar á austur- og suðursvæði. Á bilinu 650-750 bátar hafa verið á strand- veiðum síðustu ár. „Aðgerðin er afar mikilvæg fyrir þróun veiðanna, að þær sitji ekki eft- ir þegar fyrirsjáanleg aukning verð- ur á þorskafla og endurskipulagning „pottana“. Með aukningu yrði komið til móts við kröfur hinna dreifðu byggða um aukna atvinnu og umsvif. Einnig yrði svarað kalli ferskfisk- sútflytjenda um aukið framboð yfir sumarið, þegar stærri bátar taka sér gjarnan frí. Samanlagt taka þessir þættir til fiskvinnslu, sjó- mennsku og þjónustu sem skilar sér í auknum tekjum viðkomandi staða,“ segir á heimasíðu Lands- sambands smábátaeigenda. Vilja að strand- veiðar verði auknar  Veiðidögum myndi fjölga á vestur- og norðursvæði Við Snæfellsnes Tímabil strandveiða byrjar um mánaðmótin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.