Morgunblaðið - 24.04.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.04.2015, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 4. A P R Í L 2 0 1 5 Stofnað 1913  95. tölublað  103. árgangur  ǴYRÐIR HLAUT ÞÝÐINGAR- VERÐLAUNIN RANNSAKA HÆGARI HUGSUN HERRAMENNSKA Í HÁVEGUM HÖFÐ Á ÝMSUM SVIÐUM VÍSINDAMENN 12 16 SÍÐNA SÉRBLAÐLISTIN AÐ VERA EINN 30 Sumardagurinn fyrsti stóð undir nafni í Vest- manneyjum sem sumardagur. Heilsaði með norðan golu og sól. Vestmannaeyjabær bauð bæjarbúum af því tilefni frítt í sundlaugina og frítt á öll söfn bæjarins. Margir nýttu sér það, ekki síst að fara í sund og sóla sig á útisvæðinu. Í Reykjavík var Víðavangshlaup ÍR hlaupið í 100. skipti og var metþátttaka. Á norðurhluta lands- ins var hins vegar kalt og víða snjór yfir. »13 Sumardagurinn fyrsti bauð upp á ýmsar útgáfur í veðrinu Morgunblaðið/Ómar Garðarsson Stóð undir nafni í Vestmannaeyjum Baldur Arnarson Guðni Einarsson Verkfall dýralækna í BHM er farið að bitna á velferð dýra, einkum kjúk- linga, að mati Steinþórs Skúlasonar, forstjóra Sláturfélags Suðurlands. Hann sagði verkfall dýralækna hafa komið verst við kjúklingafyrirtækin. „Þetta er sannarlega farið að bitna á saklausum dýrum og koma niður á dýravelferð. Þegar þrengslin í eldis- húsunum eru komin yfir ákveðin mörk eins og nú þá kemur það niður á líðan fuglanna,“ sagði Steinþór. „Þetta er komið að þeim mörkum að ég tel að þetta sé brot á lögum um dýravelferð.“ Hann sagði dýrin líða fyrir að ekki væru veittar undanþágur til slátrun- ar. Nauðsynlegt væri að fá þær svo hægt væri að slátra úr eldishúsun- um. Steinþór sagði það vera gegn nútímasjónarmiðum að lóga kjúk- lingunum með gasi til þess eins að urða þá. Standi verkfallið áfram verða brátt einnig orðin of mikil þrengsli á svínabúunum. Verkfall félagsmanna BHM hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæð- inu kemur þungt niður á verktökum og viðskiptavinum þeirra, ef það dregst á langinn gæti það sett strik í nýframkvæmdir. Fyrir vikið gæti uppbygging íbúðarhúsnæðis á höf- uðborgarsvæðinu tafist. Þetta segir Svanur Karl Grjetars- son, framkvæmdastjóri verktakafyr- irtækisins MótX, og bendir á að bankarnir afgreiði ekki ný útlán til nýframkvæmda ef ekki er hægt að þinglýsa samningum. Greiðslur berast ekki „Verkfallið hefur gífurleg áhrif. Öll vinnsla hjá sýslumanninum er stopp. Áhrifin eru þau að greiðslur sem okkur eiga að berast gera það ekki. Kaupsamningar eru aðeins dagbókarfærðir en fara ekki í þing- lýsingu. Allt ferlið verður þyngra og kostnaðarsamara fyrir alla, sérstak- lega viðskiptavini. Við þurfum að leita nýrra leiða til að finna fjármagn. Verkfallið hefur því keðjuverkandi áhrif. Það kemur til með að hægja á framkvæmdum og á öllu flæði fjármagns inn í geirann. Það er ekki þinglýst lánum á ný verkefni, enda lán ekki greidd út fyrr en búið er að þinglýsa verkun- um. Lánalínur sem fyrirtækin draga á lokast. Þetta á við ný verkefni sem áttu að hefjast eftir að verkfallið hófst,“ segir Svanur Karl. Brotið gegn dýravelferð  Verkfall BHM hefur áhrif á dýr og menn  Verkfall hjá sýslumanni gæti tafið framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu MGæti skaðað »6 Morgunblaðið/Sverrir Þrengsli Verkfall stoppar slátrun. Fundur er boðaður í kjaradeilu BHM og ríkisins klukkan 16.00 í dag, að sögn Páls Halldórs- sonar, formanns samninga- nefndar BHM. Hann segir að nokkuð berist af undanþágu- beiðnum. Í heilbrigðiskerfinu sé horft til þess að þjónustan skerðist ekki svo að lífi eða heilsu fólks sé ógnað. Félagar í Félagi háskóla- menntaðra starfsmanna stjórn- arráðsins (FHSS), sem starfa hjá Fjársýslu ríkisins, sam- þykktu í fyrradag boðun ótíma- bundins verkfalls frá 11. maí nk. þegar núverandi tímabundnu verkfalli lýkur. FHSS veitti und- anþágu til að greiða út barna- bætur um næstu mánaðamót. Fundað í BHM-deilunni NOKKUÐ UM UNDANÞÁGUBEIÐNIR „Það er daglega verið að afbóka, er- lendir ferðamenn koma ekki. Þeir vilja ekki koma úr Þorlákshöfn,“ seg- ir Magnús Bragason, hótelstjóri á Hótel Vestmannaeyjum. Hann segir áhrif þess að Landeyjahöfn hafi verið lokuð í vetur og í vor slæm fyrir rekstur fyrirtækja í ferðaþjónustu í Eyjum og að hótelið hafi orðið af tug- milljóna króna tekjum vegna lok- unarinnar. „Það verður að fara að opna Landeyjahöfn,“ segir hann en höfnin hefur nú verið lokuð í 152 daga. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru Eyjamenn bjartsýnir á að það takist að opna höfnina um miðja næstu viku. Reiknað er með að Perla, dæluskip Björgunar ehf., hefji dælingu í dag. Gunnlaugur Krist- jánsson, forstjóri Björgunar, segir að útlit sé fyrir góðar aðstæður til dýpk- unar á næstu dögum. Því er spáð að ölduhæð fari undir einn metra í dag og haldist þannig næstu daga. Mikið verkefni Þá var sanddæluskipið Sóley lagt af stað frá Reykjavík til Land- eyjahafnar seint í gærkvöldi og átti að vera komið þangað með morgni. Dæla þarf yfir 100 þúsund rúmmetr- um af sandi úr höfninni. »4 Hafa orðið af tugum milljóna  „Verður að opna Landeyjahöfn“  Eftir nokkrar vikur hefjast jarðvegsfram- kvæmdir við byggingu sjúkra- hótels við nýja Landspítalann við Hringbraut. Sjúkrahótelið verður á norður- hluta lóðarinnar þar sem bílastæði við kvennadeild Landspítalans er. Aðkomunni að spítalanum verður breytt og verður hún norðan við Barónsstíginn. »18 Vinna við sjúkrahótel hefst fljótlega  Þúsundir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldgoss í eldfjall- inu Calbuco í suðurhluta Síle. Páll Einarsson jarðeðlisfræð- ingur segir að skyndilegu gos- inu svipi til gosa í Heklu. Hann bætir auk þess við að enn eigi eftir að afgreiða ýmis mál er varða Heklugos til að fyr- irbyggja hættu fyrir ferðamenn og flugumferð. »17 Gos Askan frá fjall- inu er mjög mikil. Þúsundir flúið heimili vegna sprengigoss

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.