Morgunblaðið - 24.04.2015, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 24.04.2015, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2015 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Hnepptar peysur 5.900 kr. M-XXXL Str: 6 litir Lífrænt Valið besta heilsuefnið www.thebeautyshortlist.com Best Health Supplement - Overall Wellbeing Grænni heilsu, Heilsuhúsinu og Fjarðarkaup. Hreinsar líkamann, bætir andadrátt og líkamslykt, fegrar og frískar húðina Bætir meltingu, gerir líkamann basískan, kemur á réttu pH gildi Yfir 100 lífræn næringarefni sem gefa orku, einbeitingu og vellíðan Spirulina, Chlorella&Barleygrass Lifestream framkvæmir þrefaldar næringarprófanir; við uppskeru, eftir framleiðslu og að lokummeð vottun frá óháðri prófunarstofu. Dagleg græn upplyfting. Heilnæmt fæði, hámarks upptaka og nýting á næringarefnum. 120 hylki . 2 ferðir í ár til Kína 5.–24. júní og 13. ágúst – 1. september Verð kr. 660 þúsund á mann, sama verð í báðar ferðirnar ALLT innifalið Tekið á móti þátttökubeiðni í júníferðina t.o.m. 5. maí Takmarkaður farþegafjöldi Skipuleggjandi og fararstjóri er Unnur Guðjónsdóttir Kínaklúbbur Unnar Njálsgötu 33, 101 Reykjavík sími: 551 2596, farsími: 868 2726 Vefsíða: www.simnet.is/kinaklubbur Netfang: kinaklubbur@simnet.is KÍNAKLÚBBUR UNNAR Nú um helgina verður haldinn í húsnæði Bókmenntafélagsins, Skeifunni 3b, markaður á bókum úr einkasafni frá síðustu öld. Mikið og fjölbreytt úrval íslenskra bóka frá ýmsum tímum, sumt mjög sjaldséð og einkar fallega frá gengið. Opið laugardag og sunnudag frá 11 til 16, Skeifunni 3b. BÓKASAFNARAR EINSTAKT TÆKIFÆRI Gallerí Fold býður þér að koma með listaverk, bækur og silfur til verðmats, laugardaginn 25. apríl kl. 13-16. Verðmatsdagur í Gallerí Fold Átt þú verðmæti sem þú vilt selja? Sérfræðingar frá Gallerí Fold og Bókinni verða á staðnum til að verðmeta listaverk, bækur og silfur með sölu í huga. Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Fyrst búið er að loka því frábæra samkomuhúsi okkar Akureyringa sem Sjallinn var er ekki annað í stöðunni en reyna að skapa sömu stemningum á nýjum stað. Þess vegna komum við suður,“ segir Hel- ena Eyjólfsdóttir söngkona. Á laug- ardagskvöld verður dansleikur í Súlnasal Hótel Sögu þar sem Helena syngur nokkur af sínum vinsælustu lögum – og fleiri til – og hefur sér til fulltingis hljómsveit þar sem er val- inn maður í hverju rúmi. Sungið frá árinu 1959 Það var fyrst árið 1959 sem Hel- ena hóf feril sinn sem söngkona og söng inn á plötu og hefur ferill sá staðið óslitið síðan. Í margra vitund er Akureyringurinn Helena, sem reyndar er fædd og uppalin fyrir sunnan, ein af táknmyndum Ak- ureyrar. Því er saga til næsta bæjar að hún syngi fyrir sunnan, sem þó hefur átt sér talsverðan aðdraganda. „Þegar bókin um mig, Gullin ský sem Óskar Þór Halldórsson skrifaði, kom út haustið 2013 fylgdum við því eftir með tónleikum og balli á Hótel Sögu. Það tókst vel og því stakk Hörður Sigurjónsson veitingastjóri upp á að við endurtækjum leikinn. Þetta hefur tafist þar sem Súlnasal- urinn hefur verið bókaður öll laug- ardagskvöld í vetur fyrir árshátíðir og aðrar skemmtanir. En nú er loks- ins svigrúm og þá býðst frábært tækifæri fyrir fólk sem vill taka snúning á gólfinu,“ segir Helena sem síðast var munstruð í hljómsveit fyrir um tíu árum. Kemur þó fram mjög reglulega, til dæmis í einka- samkvæmum. „Meðan áhugi fólks er til staðar og ég hef gaman af söngnum langar mig að halda áfram,“ segir Helena sem á Hótel Sögu syngur lög eins og Hvítir mávar, María Ísabell, Á skíð- um skemmti ég mér, Vor Akureyri, Vor í Vaglaskógi og svo mætti áfram telja. „Nei, við erum ekkert búin að æfa, tökum kannski eitt rennsli áður og svo verður talið í,“ segir Helena um dansleikinn næstkomandi laug- ardagskvöld. Tökum rennsli og teljum í  Akureyrarsöngkonan Helena Eyj- ólfsdóttir syngur Sjallalögin á Sögu Ljósm/Óskar Þór Halldórsson Sjallalögin Helena Eyjólfsdóttir með stokkinn góða. Hvítir mávar og María Ísabell munu hljóma í Súlnasalnum. Lögreglu var tilkynnt um líkams- árás á Seltjarnarnesi í fyrrakvöld, en maður hafði þá veist að bílstjóra Strætó. Bílstjórinn hafði verið að vísa manni úr vagninum, þar sem hann var að reykja sígarettu í vagninum. Maðurinn brást illa við og lamdi hann bílstjórann einu höggi í andlitið, með krepptum hnefa, segir í frétt frá lögreglunni. Sjá mátti áverka á andliti bíl- stjórans, efri vör hans var talsvert bólgin og talsvert blóð á vörum hans. Bílstjórinn kvartaði einnig undan höfuðverk og svima og var hann fluttur í lögreglubifreið á slysadeild til frekari aðhlynningar. Annar strætisvagn kom á vett- vang og tók við farþegum úr vagn- inum og nýr bílstjóri flutti stræt- isvagninn af vettvangi. Árásaraðilinn var handtekinn á göngustíg skammt frá og vistaður í fangageymslu. Reykti í strætó og sló vagnstjóra

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.