Morgunblaðið - 24.04.2015, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 24.04.2015, Qupperneq 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2015 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Gyrðir Elíasson, ljóðskáld, rithöf- undur og þýðandi, tók í gær við Ís- lensku þýðingarverðlaununum úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini. Verðlaunin hlaut Gyrðir fyrir bókina Listin að vera einn, með þýðingum á ljóðum jap- anska skáldsins Shuntaro Tanikawa. Forlagið Dimma gaf bókina út. Í umsögn dómnefndar segir að með þýðingu sinni á ljóðum Tani- kawa, kynni Gyrðir okkur eitt helsta núlifandi skáld Japana: „Tanikawa [sé] meðal annars þekktur fyrir glímu sína við tungumálið og það hvernig hann teygir það og togar, en þó þykir texti hans tær og virðist áreynslulaus líkt og skilar sér í þýð- ingum Gyrðis á ljóðunum.“ Önnur tilnefnd verk voru Út í vit- ann eftir Virginiu Woolf, Herdís Hreiðarsdóttir þýddi; Lífið að leysa eftir Alice Munro, Silja Aðalsteins- dóttir þýddi; Náðarstund eftir Hön- nuh Kent, Jón St. Kristjánsson þýddi, og Uppfinning Morels eftir Adolfo Bioy Casares í þýðingu Her- manns Stefánssonar. Tanikawa fæddist í Tókýó árið 1931. Í áhugaverðum formála Gyrðis að þýðingunum segir hann það vera sitt álit að Tanikawa sé eitt af stór- skáldum heimsins, og annað af tveimur mestu núlifandi skáldum Asíu, ásamt Ko Un frá Suður-Kóreu. „Einhverra hluta vegna hefur nób- elsnefndin í hvorugan hringt enn sem komið er, enda virðist sú ágæta samkoma eiga í töluverðum erf- iðleikum með svæðisnúmer utan Evrópu,“ skrifar hann. Sérkennilega samsett skáld „Jú, það er skemmtilegt að fá þessa viðurkenningu, ég átti ekki von á því,“ segir Gyrðir en þess má geta að hann hlaut viðurkenninguna einnig fyrir þremur árum, fyrir ljóðaþýðingarnar Tunglið braust inn í húsið. „En það er alltaf ánægjulegt þeg- ar starf þýðandans er metið og við- urkennt,“ bætir hann við. Þegar spurt er hvort hann hafi þekkt lengi til verka Tanikawa, seg- ist Gyrðir hafa farið að gefa honum gaum fyrir nokkrum árum. „Áður þekkti ég hann meira úr kjölfræðinni, var frekar að velta fyrir mér öðrum japönskum sam- tímaskáldum. En svo kom að því að ég tók að sökkva mér í verk hans og fljótlega eftir að ég fór að kynnast þeim að einhverju ráði varð ekkert aftur snúið með það. Ljóðin gripu mig fljótt.“ – Hvers vegna? „Hann er sérkennilega samsett skáld. Inniheldur að hluta gildi eldri japanskrar ljóðagerðar, en svo er líka í honum strengur sem tengist yf- ir í vestræna hugsun og heimspeki. Hvernig hann blandar þessu tvennu saman finnst mér í raun einstakt og gerir hans sérstæðan, að minnsta kosti meðal þeirra japönsku skálda sem ég þekki.“ Gyrðir segir ljóðaúr- valið í Listin að vera einn koma úr nokkuð mörgum bókum Tanikawa. „Ég varð að styðjast við millimál en það eru yfirleitt þýðingar sem hann hefur haft hönd í bagga með eða lagt blessun sína yfir; hann mun vera ágætur enskumaður. Ég reyndi að taka sýnishorn sem spanna nokkurn veginn þennan langa feril. Eins og gengur gripu sumar bóka hans mig meira en aðr- ar og þá fór ég nokkuð eftir því hvert eðlisávísunin leiddi mig.“ Gyrðir skiptir ljóðunum í bókinni upp í fimm flokka eða kafla, sem hver hefur sinn svip, enda er Tani- kawa býsna fjölbreytt skáld. „Hann virðist geta farið áreynslulaust úr tiltölulega opnu og mælsku ljóði yfir í nánast inn- hverfan og myndrænan kveðskap, að mínu mati með jafngóðum ár- angri. Hann birtir á sér margar hliðar og þessi ljóð lýsa fjölbreyti- legum persónuleika og sýn hans á heiminn,“ segir hann. Útgefendur fá hjartaflökt Gyrðir segir Tankawa vera í mikl- um metum í Japan, eitt af þekktustu skáldunum þar. „Hann hefur verið að í ein sextíu ár, hefur komið jafnt og þétt með bækur, og náði snemma hinu fræga hárfína jafnvægi: að verða vinsæll meðal almennings, en höfða jafnframt til svokallaðra „vandlátra gagnrýnenda“. Til- tölulega snemma var farið að þýða ljóð hans á önnur mál, þó að hér á Ís- landi sé hann dálítið seint á ferð!“ Þegar Gyrðir er spurður að því hvort vinnubrögð hans við ljóðaþýð- ingar séu ólík því þegar hann þýðir prósa, segir hann svo vera. „Öll vinna sem tengist ljóðum er töluvert öðruvísi. Þetta eru meiri tarnir með hléum inn á milli. Í sæmi- legum fasa nær maður stundum að þýða svolitla syrpu af ljóðum, svo liggja þau þar til maður tekur aftur til við þau, þegar það kallar, og svo kemur kannski annað tímabil þar sem ný ljóð kalla, sjaldnast eftir neinu fyrirfram ákveðnu mynstri. Prósaþýðingar eru meira eins og skrifstofuvinna. Þá sest maður við hvern dag og vinnur hefðbundnari vinnutíma. Ljóðagerð er frekar óborgaraleg starfsemi yfirleitt, hvað vinnutíma varðar, og því ágætt að halda þeirri aðferð þegar ljóð ann- arra eru þýdd! Ég held að þannig nái maður betur sambandi við anda ljóðanna. Tanikawa er líka skáld inn- blásturs og andartaks innsæis.“ – Bækur Tanikawa virðast seljast afar vel í Japan en það virðist heyra til undantekninga hvað ljóð varðar. – Er mikilvægt að koma vönduðum ljóðaþýðingum á prent? „Það er rétt að ljóðaþýðingar hafa átt undir högg að sækja hjá útgáfum og það er miður. Flestir bókaútgef- endur fá alvarlegt hjartaflökt þegar minnst er á þær!“ segir Gyrðir og brosir. „En ég bý svo vel með útgef- anda minn, Aðalstein Ásberg hjá Dimmu, að hann er sjálfur ljóðaþýð- andi og var strax áhugasamur um Tanikawa. En ég held að ljóðaþýðingar séu í fullu gildi. Það er svo mikilvægt að fjölbreytni haldist í bókaflórunni og margt annað en „meginstraumsefni“ fái að vera með. Í nútímanum virðist vera viss tilhneiging til einsleitni, að ýta út af borðinu öðrum hlutum, eins og sjá má í þessu gífurlega yf- irstreymi glæpasagna um allan heim, á kostnað annarra bókmennta- greina verður að segjast. Einsleitnin er ekkert séríslenskt fyrirbrigði heldur er vandamálið líka til staðar hjá stærri þjóðum. Þetta sést bara betur hjá okkur í fámenn- inu, en lögmálin eru alls staðar eins. Öll alvörubókaútgáfa ætti að byggj- ast á fjölbreytni. Ljóðaþýðingar hafa kannski aldrei verið mikilvægari en í nú, í fjölmenningarsamfélaginu, þeg- ar þarf að styrkja tengsl milli þjóða og auka skilning á ólíkum viðhorfum og menningarheimum. Þá koma þær sterkar inn, eins og sagt er.“ Ljóðaþýðingar í fullu gildi  Gyrðir Elíasson hlaut Íslensku þýðingarverðlaunin fyrir Listin að vera einn, þýðingar hans á ljóðum japanska skáldsins Shuntaro Tanikawa  „Ánægjulegt þegar starf þýðandans er metið“ Morgunblaðið/Kristinn Verðlaunahafinn Ólafur Ragnar Grímsson afhenti Gyrði Elíassyni þýðingarverðlaunin á Gljúfrasteini í gær. Ég er gamall maður, lágvaxinn og sköllóttur í meira en hálfa öld hef ég sóað ævinni í að takast á við orð: nafnorð, sagnir, forsetningar, spurningarmerki og þess háttar nú kýs ég helst þögnina Mér líkar ekki illa við tæknina þótt mér þyki vænt um tré, og runnana líka ég er ekki góður í að muna heiti þeirra ég læt mig ártöl úr fortíðinni litlu skipta ég hef andúð á því sem kallað er vald Ég er rangeygður, með sjónskekkju og ellifjarsýni í húsi mínu er ekkert Búdda-altari eða Shinto-helgiskrín, en ég er með rísastóran póstkassa sem er opnanlegur innan úr húsinu svefninn er einskonar dægradvöl fyrir mér ef mig dreymir man ég það ekki þegar ég vakna Allt ofangreint telst vera staðreynd, en þegar ég er búinn að koma því í orð einsog þessi, þá hljómar það ekki rétt ég á tvö mjög sjálfstæð börn og fjögur barnabörn, er hvorki með hund né kött Gyrðir Elíasson þýddi. Úr bókinni Listin að vera einn. Útgefandi: Dimma. Ljóð eftir Shuntaro Tanikawa Sjálfsmynd

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.