Morgunblaðið - 24.04.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.04.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2015 Gæði og þægindi síðan 1926 Við tökum svefninn alvarlega. Hjá DUX® byggist góður svefn á háþróaðri tækni, góðu handverki, stöðugum prófunum og vandlega völdum efnum. Þegar þú sefur í DUX rúmi hvílir líkami þinn á meira en 85 ára rannsóknum og þróun. duxiana.com DUXIANA háþróaður svefnbúnaður / Ármúla 10 / 568 9950 D U X® ,D U XI AN A® an d Pa sc al ® ar e re gi st er ed tr ad em ar ks ow ne d by D U X D es ig n AB 20 12 . Andríki fjallar um „grænar“samgöngur og segir: „Á dög- unum gaf ríkisstofnun sem nefnd er Græna orkan út skýrslu um endurnýjanlegt eldsneyti í sam- göngum. Því mið- ur stað- festir skýrslan það sem hefur marg- sinnis komið fram á undanförnum misserum að lög um endurnýj- anlegt eldsneyti í samgöngum hafa haft skelfilegan kostnað í för með sér fyrir Íslendinga án nokkurs ávinnings fyrir umhverf- ið.    Í skýrslunni er sagt að notkun áendurnýjanlegu eldsneyti hafi tífaldast á Íslandi á undanförnum fimm árum. Þar er að mestu leyti um að ræða innflutta lífolíu. Þessi lífolía kostar í innkaupum um 550 dölum meira á hvert tonn en hefðbundin dísilolía. Aukakostn- aður Íslendinga vegna eldsneyt- isinnkaupa var því mörg hundruð milljónir króna á síðasta ári. Þetta er því stórtjón í erlendum gjaldeyri fyrir þjóðina. Á sama tíma er almenningi skammtaður gjaldeyrir.    Við útkomu skýrslunnar í síð-ustu viku sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra í viðtali við Morgunblaðið 15. apríl að hún væri „mjög ánægð með þann árangur sem náðst hefði í orkuskiptum í samgöngum“.“    Ríkið hefur verið á undarleguferðalagi á síðustu árum þegar kemur að orkumálum sam- gangna. Sjálfsagt er að nýta inn- lenda orku á hagkvæman hátt, en hér hefur verið fylgt stefnu sem kostað hefur háar fjárhæðir í er- lendum gjaldeyri.    Það getur ekki verið mark-miðið hjá stjórnvöldum. Á villigötum STAKSTEINAR Veður víða um heim 23.4., kl. 18.00 Reykjavík 1 skýjað Bolungarvík -3 snjóél Akureyri -1 skýjað Nuuk 0 skýjað Þórshöfn 7 skýjað Ósló 11 heiðskírt Kaupmannahöfn 12 léttskýjað Stokkhólmur 12 heiðskírt Helsinki 8 heiðskírt Lúxemborg 17 heiðskírt Brussel 17 heiðskírt Dublin 17 skýjað Glasgow 17 upplýsingar bárust ekki London 15 heiðskírt París 21 heiðskírt Amsterdam 12 léttskýjað Hamborg 13 heiðskírt Berlín 17 heiðskírt Vín 21 léttskýjað Moskva 7 alskýjað Algarve 18 léttskýjað Madríd 23 heiðskírt Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 18 léttskýjað Róm 17 léttskýjað Aþena 13 léttskýjað Winnipeg 2 léttskýjað Montreal 3 alskýjað New York 9 léttskýjað Chicago 9 léttskýjað Orlando 20 skúrir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 24. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:25 21:28 ÍSAFJÖRÐUR 5:17 21:46 SIGLUFJÖRÐUR 4:59 21:29 DJÚPIVOGUR 4:51 21:01 Dregið hefur úr veiði íslensku skipanna á kol- munnamiðum syðst í færeysku lögsögunni. Haft er eftir Steinþóri Hálfdanarsyni, skipstjóra á Birtingi NK á heimasíðu Síldarvinnslunnar að veiðin hafi verið miklu betri fyrstu dagana eftir að hún hófst. Mikill fjöldi af skipum er að veiðum syðst í lögsög- unni og flotinn dreifðari en áður. Rússnesku skipin hafa haldið sig austar en þau íslensku og norsku, en nú hafa einhver skip fært sig til rússnesku skip- anna, er haft eftir Steinþóri. Eitt og eitt skip hafi fengið þokkalegt hol, en flest hafi verið að fá lítið. Kolmunna hefur verið landað síðustu daga í fiski- mjölsverksmiðjur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Hákon EA og Vilhelm Þorsteins- son hafa komið með 1.200 og 2.400 tonn til Seyð- isfjarðar í vikunni. Börkur NK kom til Neskaup- staðar í fyrradag með 2.500 tonn og Beitir kom þangað með fullfermi á mánudag. Gunnar Sverrisson, rekstrarstjóri fiskimjöls- verksmiðja Síldarvinnslunnar og verksmiðjustjóri á Seyðisfirði, sagði í samtali við heimasíðuna að menn væru ánægðir með að kolmunnavertíðin væri hafin og vonandi gengju veiðar vel. Fyrir verk- smiðjuna á Seyðisfirði væri kolmunnavertíðin mik- ilvæg og það væri svo sannarlega gott að fá góðan kolmunnaafla. Mikil breyting í loðnunni Reikna má með að verðmæti loðnunnar sem veiddist á vertíðinni og var unnin hér á landi nemi um 27 milljörðum króna, að því er segir á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Alls var úthlutað 390 þúsund tonnum til íslenskra loðnuskipa á vertíðinni og var það mikil breyting frá síðasta ári þegar úthlutaður kvóti þeirra nam einungis rúmlega 127 þúsund tonnum. Dregið hefur úr kolmunnaafla  Verðmæti loðnuafurða á síðustu vertíð nam um 27 milljörðum króna Krabbameins- félag Íslands hef- ur ráðið dr. Sunnu Guðlaugsdóttur meltingarlækni til að leggja grunn að skipulegri leit að ristilkrabba- meini og til að undirbúa slíka leit í samvinnu við heilbrigðisyf- irvöld. Sunna hóf störf í byrjun apríl og er ráðin til eins árs. Hún lauk námi við læknadeild Háskóla Íslands árið 1989, er sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum og lauk doktorsprófi frá Erasmus-háskól- anum í Hollandi árið 2002. Í mars 2014 stóð Krabbameins- félagið ásamt ellefu fag- og sjúklinga- félögum að áskorun til heilbrigð- isráðherra og alþingismanna um að hefja skipulega leit að ristilkrabba- meini. Tryggingarfélagið Okkar líf veitti félaginu nýlega veglegan styrk til að vinna að undirbúningi slíkrar leitar. Undirbúningur felst m.a. í því að safna margvíslegum gögnum og vinna úr þeim til þess að leggja grunn að árangursríkri hópleit hér á landi, segir í frétt frá Krabbameinsfélaginu. Sunna Guðlaugsdóttir Leggja grunn að krabba- meinsleit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.