Morgunblaðið - 24.04.2015, Síða 31

Morgunblaðið - 24.04.2015, Síða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2015 Vatnsberinn eftir ÁsmundSveinsson rataði á vegg-spjald í tilefni afKvennafrídeginum 1975, enda áhrifamikil táknmynd hinnar sterku og vinnandi konu. Eitt slíkt veggspjald er nú til sýnis í Ás- mundarsafni í tengslum við sýn- inguna Vatnsberinn – Fjall+kona í sýningarstjórn Hörpu Björnsdóttur myndlistarmanns. Á sýninguni er þess minnst að 100 ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosn- ingarétt til Alþingis. Vatnsberarnir í Reykjavík 19. aldar voru mik- ilvægir; konur og karlar sem fluttu sjálfan grundvöll lífsins til fólksins, allan daginn og í alls kyns veðrum. Þó var þetta ein lægst launaða stéttin – en jafnframt eina starfið þar sem jafnrétti ríkti í launa- málum. Á sýningunni eru valin verk eftir Ásmund Sveinsson sem mörg hver sýna iðjusamar konur við dagleg störf, þ. á m. Vatnsber- ann mótaðan í gifs. Þá getur einnig að líta nýleg verk eftir samtíma- listamennina Örnu Valsdóttur, Daníel Magnússon, Kristínu Gunn- laugsdóttur, Níels Hafstein, Ólöfu Nordal, Ragnhildi Stefánsdóttir og Sigurð Guðmundsson. Þá getur að líta ýmsar áhugaverðar upplýsingar og athugasemdir um líf og störf vatnsberanna í Reykjavík, um „vatnsberamálið“ (deilur um stað- setningu á verki Ásmundar á 5. áratugnum) og þátt Fegr- unarfélagsins í því. Verk samtímalistamannanna fjalla flest um vatn eða kvenlíkam- ann. Daníel sýnir t.d. verkið Brunnur-offset, hringlaga mold- arreit sem í hafa verið mótaðar „vatnsbylgjur“. Fyrir tilstilli vökv- unar er reiturinn grasi gróinn. Verk Ragnhildar, Kona – himinn og jörð, skírskotar einnig til hring- rásar en þar breytast sneiðmyndir úr kvenskúlptúr í ský. Mannslík- aminn samanstendur að miklu leyti af vatni og það gerir Kristín einnig að yrkisefni sínu í klippiverkum; í öðru nærir lífsins vatn fóstur í móðurkviði en tár flóa úr augum í hinu. Verk hennar Einstæð móðir myndar einnig áleitna hliðstæðu við gamla ljósmynd af Guðmundi vatnsbera. Heimspeki Sigurðar flæðir út um víðan völl í vatns- kenndu formi í verkinu Ice- Philosophy, útsaumsmynstur mynda umgjörð um stíliseraðan foss og spúandi vatn í verki Ólafar Nordal, Hver og foss. Níels Haf- stein skapar Jafnræðisbrú með formum í frumlitunum. Arna Vals- dóttir á tvö vídeóverk sem setja angurværan, tilfinningaþrungin blæ á sýninguna – tregatónar berast of- an úr Kúlunni þar sem sjá má fal- lega og flæðandi myndbands- innsetningu í verkinu Vatnið syngur. Konuhendur leika þar við vatnið og í öðru myndbandsverki Örnu við inngang safnins er það hinn jarðbundni kvenlíkami – eins konar fjallkona – sem kallar fram söng kynslóðanna. Harpa sýningarstjóri beitir einn- ig listrænu innsæi sínu á sýning- unni, bæði með innsetningu plantna og höggmynda eftir Ásmund, og með því að bregða ljósi á hendur listamannanna í samspili við þau sögubrot og sem lesa má á texta- spjöldum. Þessi þáttur sýning- arinnar ljær henni skemmtilegan og persónulegan svip. Í heild er sýningin unnin af mikilli alúð og næmni sem gerir hana bæði fróð- lega og sjónrænt áhugaverða, og hún hreyfir við áhorfandanum. Undirtónninn í Vatnsberinn – Fjall+kona er réttindabarátta í margháttuðum skilningi; kvenna, verkafólks eða undirmálshópa, og fyrir listrænu frelsi – frelsis sem við njótum nú í Ásmundarsafni. Morgunblaðið/Eggert Alúð „Í heild er sýningin unnin af mikilli alúð og næmni sem gerir hana bæði fróðlega og sjónrænt áhugaverða, og hún hreyfir við áhorfandanum,“ segir m.a. í gagnrýni um sýninguna Vatnsberinn – Fjall+kona. Flæðir kona af fjalli Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn v/Sigtún Vatnsberinn – Fjall+kona / Arna Vals- dóttir, Daníel Magnússon, Kristín Gunnlaugsdóttir, Níels Hafstein, Ólöf Nordal, Ragnhildur Stefánsdóttir, Sigurður Guðmundsson ásamt úrvali verka eftir Ásmund Sveinsson. bbbbn Til 26. apríl 2015. Opið alla daga kl. 13- 17. Aðgangur kr. 1.400, árskort kr. 3.300, námsmenn 25 ára og yngri kr. 800, hópar 10+ kr. 800, öryrkjar, eldri borgarar og börn 18 ára og yngri: ókeypis. Sýningarstjóri: Harpa Björns- dóttir. ANNA JÓA MYNDLIST Hádegisfyrir- lestur á vegum Listar án landa- mæra verður haldinn í dag kl. 12 í Norræna húsinu. Gerður Leifsdóttir, Kristinn G. Harðarson og Margrét M. Norðdahl halda kynningu á ferð sem þau fóru til San Francisco og nágrennis í byrjun árs og heim- sóttu vinnustofur listafólks og listakonan Nina Zurier frá Berke- ley mun fjalla um samstarf sitt við listamiðstöðina NIAD í Kaliforníu. Ný námsbraut við Myndlistaskól- ann í Reykjavík verður kynnt, tveggja ára diplómanám í mynd- list fyrir nemendur með þroska- hömlun. Hádegisfyrirlestur á vegum Listar án landamæra Kristinn G. Harðarson Tónleikar í röðinni Andrými í litum og tónum verða haldnir í dag kl. 12.10 í Listasafni Íslands og bera þeir yfirskriftina „Hugleiðing“. Á þeim munu fjórir flautuleikarar úr Íslenska flautukórnum, Berglind Stefánsdóttir, Dagný Marinósdóttir, Emilía Rós Sigfúsdóttir og Karen Erla Karólínudóttir, flytja verk eftir Georg Philipp Telemann, Martín José Rodríguez Peris, Paul Koepke og Jacques Castéréde. Hugleiðing í hádegi Andrými Flautu- leikararnir fjórir. Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 24/4 kl. 19:00 Lau 9/5 kl. 19:00 Mán 25/5 kl. 13:00 ATH kl 13 Sun 26/4 kl. 19:00 Sun 10/5 kl. 19:00 Mið 27/5 kl. 19:00 Mið 29/4 kl. 19:00 Mið 13/5 kl. 19:00 Fös 29/5 kl. 19:00 Fim 30/4 kl. 19:00 Fim 14/5 kl. 19:00 Lau 30/5 kl. 19:00 Sun 3/5 kl. 19:00 Fös 15/5 kl. 19:00 Sun 31/5 kl. 19:00 Þri 5/5 kl. 19:00 Sun 17/5 kl. 19:00 Mið 3/6 kl. 19:00 Mið 6/5 kl. 19:00 Mið 20/5 kl. 19:00 Fim 4/6 kl. 19:00 Fim 7/5 kl. 19:00 Fim 21/5 kl. 19:00 Fös 8/5 kl. 19:00 Fös 22/5 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 25/4 kl. 13:00 Sun 3/5 kl. 13:00 Sun 17/5 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00 Sun 10/5 kl. 13:00 Síðustu sýningar leikársins Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið) Fös 24/4 kl. 20:00 aukas. Mið 6/5 kl. 20:00 aukas. Þri 12/5 kl. 20:00 aukas. Sun 26/4 kl. 20:00 14.k Fim 7/5 kl. 20:00 18.k Mið 13/5 kl. 20:00 22.k. Mið 29/4 kl. 20:00 15.k Fös 8/5 kl. 20:00 19.k Fim 14/5 kl. 20:00 23.k. Fim 30/4 kl. 20:00 16.k Lau 9/5 kl. 20:00 20.k. Fös 15/5 kl. 20:00 aukas. Sun 3/5 kl. 20:00 17.k Sun 10/5 kl. 20:00 21.k Fim 21/5 kl. 20:00 Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Beint í æð (Stóra sviðið) Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00 Sýningum fer fækkandi Peggy Pickit sér andlit guðs (Litla sviðið) Sun 26/4 kl. 20:00 3.k. Fim 7/5 kl. 20:00 6.k. Sun 17/5 kl. 20:00 Fim 30/4 kl. 20:00 4.k. Lau 9/5 kl. 20:00 Fim 21/5 kl. 20:00 Sun 3/5 kl. 20:00 5.k. Sun 10/5 kl. 20:00 Urrandi fersk háðsádeila frá einu umtalaðasta leikskáldi Evrópu Hystory (Litla sviðið) Fös 24/4 kl. 20:00 5.k. Fös 8/5 kl. 20:00 auka. Fös 15/5 kl. 20:00 Mið 29/4 kl. 20:00 6.k. Fim 14/5 kl. 20:00 Mið 20/5 kl. 20:00 auka. Nýtt íslenskt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið) Mán 27/4 kl. 10:00 Mán 27/4 kl. 13:00 Mið 29/4 kl. 10:00 Uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í. Beint í æð! –★★★★ , S.J. F.bl. leikhusid.is Segulsvið – ★★★★ „Mikill galdur“ – AV, DV HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS Fjalla - Eyvindur og Halla (Stóra sviðið) Fös 24/4 kl. 19:30 10.sýn Lau 2/5 kl. 19:30 12.sýn Lau 25/4 kl. 19:30 11.sýn Sun 3/5 kl. 19:30 13.sýn Síðustu sýningar. Segulsvið (Kassinn) Lau 25/4 kl. 19:30 11.sýn Lau 2/5 kl. 19:30 12.sýn Hefur hlotið frábærar viðtökur - síðustu sýningar. Sjálfstætt fólk - hetjusaga (Stóra sviðið) Sun 26/4 kl. 19:30 Lokas. Allra síðasta aukasýning! Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan) Sun 26/4 kl. 13:30 Sun 26/4 kl. 15:00 Kuggur og félagar geysast nú upp á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn! Svartar fjaðrir (Stóra sviðið) Mið 13/5 kl. 19:30 Frums. Mið 20/5 kl. 19:30 3.sýn Sun 31/5 kl. 19:30 6.sýn Fös 15/5 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/5 kl. 19:30 5.sýn Leitin að Jörundi (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 3/5 kl. 20:00 Sun 10/5 kl. 20:00 Sun 17/5 kl. 20:00 Sápuópera um hundadagakonung Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Macho Man Saving History (Salurinn) Sun 3/5 kl. 20:00 Sviðslistahátíð Assitej (Salurinn) Fös 24/4 kl. 9:00 Lau 25/4 kl. 16:00 Lau 25/4 kl. 13:00 Lau 25/4 kl. 18:00 Síðbúin rannsókn (Aðalsalur) Mán 11/5 kl. 20:00 Þri 12/5 kl. 20:00 Fös 15/5 kl. 20:00 Both Sitting Duet og Body Not Fit For Purpose (Salurinn) Lau 30/5 kl. 20:00 The Border (Salurinn) Mán 18/5 kl. 20:00 Þri 19/5 kl. 20:00 Endatafl (Salurinn) Fös 1/5 kl. 20:00 Fim 14/5 kl. 20:00 Fim 28/5 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Fim 7/5 kl. 20:00 Sun 17/5 kl. 20:00 Fös 8/5 kl. 20:00 Sun 24/5 kl. 20:00 Hávamál (Salurinn) Mið 27/5 kl. 20:00 Sun 31/5 kl. 20:00 Lau 6/6 kl. 20:00

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.