Morgunblaðið - 24.04.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.04.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2015 SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Golfklúbbur Reykjavíkur, GR, stendur fyrir kynningarfundi í golf- skálanum í Grafarholti nk. þriðju- dagskvöld. Fundarefnið er framtíð Grafarholtsvallar en fyrir liggur skýrsla skosks arkitekts, Tom Mac- kenzie, um hvernig beri að end- urbæta völlinn á næstu árum. Í skýrslunni eru lagðar til miklar breytingar á vellinum en stjórn og félagsmenn GR þurfa að gera upp við sig hvaða leið á að fara, m.a. hvort loka eigi vellinum alfarið meðan á fram- kvæmdum stend- ur eða að taka verkið í áföngum yfir lengri tíma. Niðurstaða gæti legið fyrir á aðal- fundi klúbbsins í lok þessa árs. Garðar Eyland Bárðarson, fram- kvæmdastjóri GR, segir könnun hafa farið fram á afstöðu félags- manna og hún verði birt á næstunni og mögulega kynnt á félagsfund- inum 28. apríl nk. Samskonar fundur var haldinn fyrir um ári, þar sem Tom Macken- zie mætti og kynnti skýrsluna. Hún hefur nú verið þýdd á íslensku og birt á vef GR. Grafarholtið barn síns tíma „Það er alveg ljóst að á sínum tíma var völlurinn lagður af van- efnum. Miðað við kröfur nútímans til golfvalla sem vilja vera í fremstu röð þá þarf að betrumbæta völlinn. Við fengum Mackenzie til verksins en hann er vel þekktur fyrir endur- hönnun á gömlum golfvöllum. Hann skoðaði völlinn ítarlega og kom í framhaldinu með hugmyndir um endurbætur. Með fundinum núna viljum við rifja málið upp og gera okkar félagsmenn meðvitaða um hver staðan er og hvað þarf að gera,“ segir Garðar. Hann telur góðan hljómgrunn vera meðal félagsmanna fyrir nauð- syn þess að laga Grafarholtsvöll. „Völlurinn er barn síns tíma. Við höfum mörg undanfarin ár verið að berjast við grjót í brautunum, flat- irnar eru ekki allar eins, þannig að hægt sé að meðhöndla þær eins. Við þurfum að endurnýja vökvunar- kerfið, laga staðsetningu á teigum brautum og flötum og í raun að taka völlinn algjörlega í gegn, eins og Mackenzie leggur til,“ segir Garðar. Af einstökum tillögum skoska arkitektsins þá yrðu mestar breyt- ingar á legu 17. og 18. brautar. Á 17. braut yrði leikið yfir aðra og stærri tjörn og mikil færsla gerð á byrjun 18. brautar. Á öðrum brautum er í flestum tilvikum gerð tillaga um nýjar flatir og teiga. Mikilvægt er talið að koma upp nýju vökv- unarkerfi og grjóthreinsa allar brautir. Tillögur um nýjar útlínur brauta sjást nánar á meðfylgjandi korti. Þá myndi völlurinn lengjast um tæpa 200 metra ef tillögurnar ná fram að ganga. Lokað í tvö og hálft ár? Samkvæmt skýrslunni telur Skot- inn tvo kosti í stöðunni. Fljótasta og ódýrasta leiðin sé að loka vellinum í tvö og hálft ár og opna hann aftur þegar hann sé tilbúinn. Hinn mögu- leikinn sé að hafa 9 holur opnar allan framkvæmdatímann en þá geti verkefnið dregist í meira en fimm ár. Spurður hvort skiptar skoðanir séu meðal félagsmanna um breyt- ingarnar segir Garðar engan ágrein- ing vera um hvort ráðast eigi í þær. Allir vilji endurbætur en spurn- ingin sé fyrst og fremst á hve löngum tíma eigi að vinna þetta. Bendir Garðar á að gróðurtími hér á landi sé stuttur og af þeim sökum geti reynst erfitt að klára allt verkið á tveimur og hálfu ári. „Mín tilfinn- ing er sú að þetta muni taka lengri tíma en styttri en tek fram að engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvernig að þessu verður staðið,“ segir hann. Grafarholtsvelli verði gerbylt  Félagar í Golfklúbbi Reykjavíkur ræða skýrslu um breytingar á Grafarholtsvelli  Annar kynn- ingarfundur næsta þriðjudag  Spurning um framkvæmdatíma  Mestu breytt á 17. og 18. braut Grafarholtsvöllur Tillögur um breytingar Nýjar útlínur brauta Stefna á braut af hvítum teig Heimild Mackenzie & Ebert/Golfklúbbur Reykjavíkur 16 15 18 1 2 3 4 8 7 6 5 9 17 10 12 14 13 11 Morgunblaðið/Brynjar Gauti Golf Grafarholtsvöllur var tekinn í notkun fyrir rúmri hálfri öld. Urð og grjóti var breytt í grasi vaxinn golfvöll. Garðar Eyland Bárðarson Golf í rúm 80 ár » Golf á Íslandi á sér yfir 80 ára gamla sögu, sem rakin er til stofnunar Golfklúbbs Ís- lands í desember árið 1934. » Síðar var nafni klúbbsins breytt í Golfklúbb Reykjavíkur, þegar fleiri klúbbar höfðu bæst við hérlendis. » Fyrsta golfmótið fór fram sumarið 1935 í Laugardal. » Árið 1963 var Grafarholts- völlur tekinn í notkun. » Nærri 3.000 félagsmenn eru í GR og í Grafarholti eru spilaðir 33 þúsund hringir á ári á brautunum 18. Nánari upplýsingar á www.heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum Oft er talað umMagnesíum sem„anti –stress“ steinefni því það róar taugarnar og hjálpar okkur að slaka á. Magnesíum stjórnar og virkir um 300 ensím sem gegna mikilvægum hlutverkum í eðlilegri virkni líkamans. Það er nauðsynlegt fyrir frumumyndun, efnaskipti og til að koma á jafnvægi á kalkmyndun líkamans og fyrir heilbrigða hjartastarfsemi. Magnesíum er líka afar hjálplegt við fótaóeirð út af vöðvaslakandi eiginleikum þess. Mjög gott er að taka magnesíum í vökvaformi fyrir svefn til að ná góðri slökun og vakna úthvíldur. Magnesium vökvi • Til að auka gæði svefns • Til slökunar og afstressunar • Hröð upptaka í líkamanum • Gott til að halda vöðvunummjúkum Virkar strax

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.