Morgunblaðið - 24.04.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.04.2015, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2015 ✝ Unnur ErnaHauksdóttir fæddist í Reykjavík 31. janúar 1955. Hún andaðist á Krabbameinsdeild Landspítalans 14. apríl 2015. Foreldrar henn- ar voru Haukur Pálsson, f. 23. nóv- ember 1919, d. 12. febrúar 2012, og Guðríður Þórhallsdóttir, f. 17. júlí 1925, d. 25. apríl 1989. Systkini Unnar eru Guðrún Helga, Gunnar Haraldur, Sig- urjón Páll, Kristín Hulda, Hauk- ur, Jónas Guðgeir, Júlíana og Guðfinna. Unnur giftist Ólafi Erni Valdimarssyni 26. nóvember 1977. Foreldrar hans eru Valdi- mar Magnússon, f. 7. júlí 1925, d. 12. júlí 1972, og Bergþóra Gísladóttir, f. 10. september 1931. Unnur og Ólafur eignuðust þrjú börn: 1. Berg- þóra Hrund, f. 23. mars 1972, eig- inmaður hennar er Guðmundur Kon- ráðsson og dætur þeirra eru Rebekka og Elísa, fyrir á Guðmundur soninn Fannar Þey. 2. Valdimar Grétar, f. 15. janúar 1977, eiginkona hans er Kristbjörg Kona Kristjáns- dóttir og börn þeirra eru Sólrún og Hlynur. 3. Sunneva, f. 28. febrúar 1989, unnusti hennar er Jósef Hermann Albertsson. Unnur ólst upp í Akurgerði 33 og bjó í Reykjavík alla sína ævi, hún starfaði við verslunar- og skrifstofustörf. Útför hennar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag, 24. apr- íl 2015, kl. 13. „Heilbrigði hálftíminn.“ Það kallaðir þú tímann sem fór í versl- unarferð til að kaupa afmælis- og fermingargjafir handa meðlimum stórfjölskyldunnar nú í lok mars. Já, húmorinn var aldrei langt undan og þú sást gjarnan skop- legu hliðar tilverunnar. Það lýsir þér vel að jafnvel þó þú værir orð- in mjög veik og þróttlítil taldir þú það ekki eftir þér að skreppa í verslunarleiðangur til að gleðja þá sem þér þótti vænt um. Þau eru mörg lýsingarorðin sem koma upp í hugann þegar maður hugsar til þín; traust, hnyttin, falleg og lífsglöð. Þú hafðir þann hæfileika að laða að þér fólk með skemmtilegri og hlý- legri framkomu. Það var ekki síst unga fólkið í fjölskyldunni sem naut þess að vera í félagsskap þín- um þar sem þú gantaðist við það um lífið og tilveruna og hafðir ávallt einlægan áhuga á því sem það var að fást við. Þú varst að eigin sögn týpískt miðjubarn en í okkar huga varstu sannkallað miðgildi. Þú áttir auðvelt með samskipti bæði við yngri og eldri fjölskyldumeðlimi og segja má að þú hafir tengt saman kynslóðir þar sem öllum fannst gaman að umgangast þig. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til ykkar Óla þar sem við ræddum iðulega allt milli him- ins og jarðar og oft voru umræður fjörlegar. Stundum fannst þér Óli full-frekur til orðsins og þá hnipptir þú í hann á þinn gletti- lega hátt. Þið Óli voruð alltaf svo flott saman og kunnuð að njóta lífsins. Það var ósjaldan sem þið tókuð snúning saman og voru glæsileg á dansgólfinu sem end- urspeglaði hve samstiga þið voru á lífsleiðinni. Við höfum brallað margt sam- an í gegnum tíðina og alið börnin okkar upp eins og systkini. Þær eru margar stundirnar sem við áttum saman og ofarlega í huga eru gagnkvæmar heimsóknir, ferðir í sumarbústaði og nú síð- ustu árin samvera á golfvellinum. Þú varst mjög áhugasöm í golfinu og átti það hug þinn allan síðustu árin og hvattir þú okkur einnig til þess að skella okkur í golfið. Þar naustu þín best í góðum fé- lagsskap og fannst skemmtileg- ast þegar þú varst umkringd vin- um og fjölskyldu hvort sem það var á golfvellinum eða á heima- velli. Þú varst raungóð og við nutum umhyggju þinnar og velvilja. Í leik og starfi fylgdist þú með öll- um í fjölskyldunni af miklum áhuga og í þér áttum við tryggan vin. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að samverustundirnar verði ekki fleiri. Þín verður sárt saknað og stórt skarð er nú komið í systkinahópinn sem erfitt er að sætta sig við. Hugur okkar mun ávallt verða hjá þér og minningin um þig er okkur afar kær. Það er huggun harmi gegn að vita til þess að mamma og pabbi taki á móti þér. Þið pabbi eigið örugglega eftir að taka lagið sam- an og svífa saman í dansi um sali himnaríkis. Elsku Óli, Begga, Valdi, Sunn- eva og fjölskyldur, guð gefi ykkur styrk og frið til að takast á við missinn. Þín systkini Haukur, Júlíana og Guðfinna. „Ég man fyrst eftir Unni þegar hún var 16 ára, þá kærastan hans Óla bróður, en hún varð fljótt ein af fjölskyldunni. Það var ætíð mikill samgangur á milli, enda alltaf glatt á hjalla hjá þeim og mikill gestagangur. Þau eignuð- ust börnin snemma og fór það aldrei á milli mála að Unnur væri barngóð, hlý og hugsaði vel um sig og sína. Það var alltaf stutt í brosið og hláturinn hjá henni og hefur það einkennt hana alla tíð. Þessi vísa var samin fyrir barn sem upplifir missi í fyrsta skipti og fannst mér hún eiga við hér: Í hjarta mínu geymi ég fjársjóð, minningu um fugl sem nú er farinn, á litlum vængjum hóf hann flugið, flaug hann yfir móðuna miklu. Það er með söknuði í hjarta sem ég kveð elskulega mágkonu mína. Hvíldu í friði. Hrafnhildur Valdimarsdóttir. Hún stóð við eldhúsbekkinn, með eldhúsinnréttinguna á bak við sig í allri sinni litadýrð sjö- unda áratugarins og hló. Þetta var í fyrstu íbúðinni okkar á Rétt- arholtsveginum en þær systurn- ar, hún og Hulda sem var þremur árum eldri en hún, höfðu keypt hana saman ásamt mökum. Þá eins og nú var erfitt fyrir ungt fólk að stíga sín fyrstu skref á húsnæðismarkaðnum, lánamögu- leikar litlir og fáir gátu staðgreitt íbúðarhúsnæði. Hún var ekki nema 17 ára en hafði þegar eign- ast Bergþóru Hrund ásamt hon- um Óla sínum. Kannski var hún að hlæja með honum, þau áttu einstakt samband, kærleiksríkt og fjörugt. Því þannig var Unnur Erna. Það var alltaf fjör þar sem hún var, enda einstaklega skemmtileg, fyndin og hnyttinn. Sem gat sett fólk út af laginu – en þeir sem þekktu hana vissu að hárbeitt skotin voru ekki illa meint, þau voru bara fyndin enda hló fólk mikið í kringum hana frænku mína og sótti í návist hennar. Við bjuggum þrjú ár í risíbúð- inni á Réttarholtsveginum. Við Begga deildum barnaherbergi, fjölskyldurnar litríka eldhúsinu og svo hafði hvor fjölskylda stofu og svefnherbergi. Sambúðin gekk ótrúlega vel enda þær systur Hulda og Unnur nánar. Það var líka eins og þær hefðu ekki hug- myndaflug til að flytja mikið fjær hvor annarri í næsta skipti sem þær fluttu en þá fluttum við í Bakkahverfið í Breiðholtið, Unn- ur og fjölskylda í Írabakkann og við í Dvergabakkann. Það var að- eins spölur á milli. Og mikið var indælt að geta leitað til Unnar frænku þegar mamma var að vinna. Líf okkar var og hefur allt- af verið samtvinnað Unnar og Óla. Svo kom Guðgeir bróðir til sögunnar og ári seinna eignuðust Unnur og Óli Valdimar og loks mörgum árum seinna Sunnevu sólargeisla. Hulda móðursystir hafði afskaplega gaman af sam- verunni við Sunnevu en börnin hennar hafa haft það í flimtingum og það sést það best á því að hún á fleiri myndir af henni en börnun- um sínum. Við urðum tvenndir, Begga og Valdi, Unnur og Guðgeir – og svo Sunneva. Við frændsystkin höf- um alla tíð verið náin og haldið góðum tengslum. Við vorum líka af Akurgerðarfjölskyldunni og vorum ekkert svo lítið stolt af því, fjölskyldu níu samheldinna systk- ina og ömmu og afa, Guðríðar Þórhallsdóttir og Hauks Pálsson- ar, sem nú eru bæði látin. Ekkert þeirra er eða varð ríkt af verald- legum gæðum en kærleikurinn og samheldnin á milli systkinanna hefur gefið okkur börnunum þeirra mikinn styrk, að upplifa sig hluta af svo sterkri heild. Unnur Erna var þar hryggjarstykkið eftir formóðirin, Guðríður lést, eins og Unnur, alltof snemma úr krabbameini en þær voru taldar mjög líkar í útliti og í sér, fallegar, með stórt skap og voru ekkert að skafa utan af skilaboðum ef sú var raunin. Allir sóttu samt í þeirra félagsskap og kunnu að meta hreinskilni þeirra og gleði Unnar Ernu. Hún var ein af þeim sem héldu fjölskyldunni saman enda mikil fjölskyldumanneskja. Það var oftar en ekki gestkvæmt á heimili hennar þrátt fyrir að væri ekkert að bjóða í heimsókn enda Unnur líka vinamörg. Það fóru bara alltaf allir glaðari frá Unni Ernu og Óla, þetta var skemmti- legt heimili. Elsku Unnur Erna, minning þín er alltaf geymd, sál okkar þú alltaf gladdir. Þó stóðst með okk- ur í tilverunni, við erum afar þakklátar fyrir það. Það er sárt að kveðja en hvar sem þú ert þá ertu með okkur í huga og hjarta.Takk fyrir allt og allt. Kristín Hulda Hauksdóttir og Unnur H. Jóhannsdóttir. Að fæðast inn í stóra fjölskyldu eru forréttindi, en ég er svo lán- söm að vera hluti hinnar sam- heldnu „Akurgerðisættar“. Afi og amma í Akó eignuðust níu börn og var Unnur frænka mín sú sjötta í röðinni. Akurgerðið var mið- punktur stórfjölskyldunnar. Ef mig langaði að hitta frændfólkið þá fór ég þangað. Ég man eftir tónlist og hlátrasköllum úr kjall- aranum þegar Palli bjó þar, ég man eftir skvísunum sem fylgdu Júllu, Guffu og Jónasi, ég man eftir nágrannakonunum í litla eld- húsinu hennar ömmu. Ég man eftir okkur Beggu og Unni Hrefnu sitja í glugganum við stig- ann að spjalla um allskonar leynd- armál. Ég man að jólaboðið á jóla- dag var ævintýralegt og allt þetta skemmtilega fólk var frændfólk mitt. Unnur var ein helsta driffjöður frænkuklúbbsins Haukalínurnar þar sem við frænkurnar hittumst einu sinni á ári og eyddum sólar- hring saman við góða samveru, mat og drykk. Þegar ég hugsa um Unni þá kemur alltaf upp mynd af henni þar sem hún segir eitthvað, skellihlær svo sjálf, jafnvel hærra en allir hinir, en án allrar sjálf- umgleði því hún var ekki til hjá henni frænku minni. Það kom berlega í ljós þegar erfiðleikar steðjuðu að hjá mér því þá opnaði hún stóra faðminn sinn og veitti mér huggun, ég þurfti ekki að leita til hennar, hún kom til mín. Sú minning er dýrmæt að hafa setið hjá henni fimm dögum áður en hún kvaddi þar sem við töluð- um saman á krabbameinsdeild- inni og náðum að hlæja og gleyma okkur í smá stund. Þó svo að Unnur frænka mín hafi greinst með krabbamein fyr- ir tíu árum og sé fallin frá rétt orðin sextug, þá finnst mér hún samt hafa verið gæfumanneskja. Hún hitti Óla sinn þegar hún var unglingur, eignaðist með honum þrjú velheppnuð börn og síðan hafa bæst við tengdabörn og fjög- ur yndisleg barnabörn. Svo ekki sé minnst á samheldin systkini og góðan vinkvennahóp. Unnur var með öðrum orðum afskaplega rík þegar kom að fjölskyldu og vin- um. Elsku Óli, Begga, Valdi, Sunn- eva, tengdabörn, barnabörn og stórfjölskylda. Við Gunni, Guðjón og Sólrún sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur. Elsa Dögg. Hún Unnur frænka mín var glaðlynd og falleg kona. Við Sunn- eva dóttir hennar höfum verið nánar alla tíð og þegar við vorum yngri gistum við oft saman um helgar. Við frænkurnar brölluð- um ýmislegt skemmtilegt saman og var Unnur oft dregin inn í leik- inn. Við héldum ýmsar leiksýn- ingar, sungum og dönsuðum, allt- af var Unnur tilbúin að setjast niður og vera áhorfandi á þessum sýningum okkar þó að hún þyrfti að horfa aftur og aftur á sömu sýningarnar. Alltaf brosti hún út að eyrum, klappaði og fagnaði okkur að loknum sýningum. Unni þótti vænt um fólkið í kringum sig og var alltaf tilbúin að hjálpa ef við þurftum. Nýlega sagði hún við mömmu að það væri ómögulegt fyrir mig að vera endalaust í þess- ari sundlaug og nú skyldum við finna starf við hæfi fyrir hana „Auju Gauj“ og lýsir það því vel hversu umhugað henni var um velferð okkar systkinabarnanna. Ég mun sakna Unnar frænku minnar mikið og hugsa til hennar þegar ég labba framhjá Friis & Company og þegar fjölskyldan spilar saman Alias, í sumarbú- staðaferðum og á hátíðardögum þegar fjölskyldan hittist. Unnur var með stórt hjarta og átti þar stað fyrir alla þá sem henni þótti vænt um. Elsku Unnur, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu og minning þín lifir með mér. Þín, Auður Guðríður Hafliðadóttir. Elsku, yndislega frænka mín. Ég á erfitt með að gera mér grein fyrir því að þú sért farin frá okk- ur. Þú varst svo stór hluti af okk- ar fjölskyldu og munt alltaf verða. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að alast upp í kringum þig og fjölskyldu þína. Þú hafðir svo einstaklega góða nærveru og ég naut þess svo mikið að vera í kringum þig. Algjör skvísa, alltaf í góðu skapi og með húmorinn í lagi. Ég man eftir þér taka létt dansspor inn á milli í hversdags- leikanum með góða tónlist í bak- grunni í Frostafoldinni þegar ég var yngri. Já, það var sko alltaf gaman að vera í pössun hjá Unni frænku. Mér þótti svo vænt um hvað þú varst áhugasöm um líf mitt og hvað ég var að bralla. Ég man t.d. þegar ég var í reisu í Suður-Am- eríku og ef engar fréttir höfðu borist á facebook af ferðalaginu þá birtust oft skilaboð frá þér. „Er ekki örugglega allt í gúddí, Magga mín, hvar ertu stödd núna?“ Þetta sýnir hvað þú varst umhyggjusöm og passaðir vel upp á fólkið í kringum þig. Ég á svo margar góðar minn- ingar af þér og líka bara notaleg- ar stundir. Mér þykir sérstaklega vænt um öll gamlárskvöldin sem ég átti með þér og þinni fjöl- skyldu. Þar standa upp úr þarsíð- ustu áramótin okkar, það var dansað og sungið og í minning- unni brosir þú svo einlægt og fal- lega með glampa í augunum og dáist að fólkinu þínu. Ég man svo vel eftir því þegar ég var lítil eitt gamlárskvöld, óhljóð og drunur í eyrunum á mér, svo hrædd og lítil í mér. Þá tókstu mig í fangið og vafðir mig í fína frúarpelsinn þinn og þerraðir tárin mín. Mér leið svo vel í frænku fangi og vildi helst vera þar allt kvöldið. Ég vona að Sunneva sé búin að fyr- irgefa mér fyrir að stela mömmu sinni þetta kvöld. Þú varst svo sannarlega ofur- kona og skilur eftir þig stórt skarð sem er erfitt að fylla. Dýrk- uð af barnabörnunum og börnum þínum og öllum í kringum þig. Þú varst svo skemmtilega hreinskilin og sást svo skemmtilegar hliðar á tilverunni. Mikið á ég eftir að sakna nærveru þinnar. Hugur minn er hjá elsku fólkinu þínu. Nú ylja ég mér við það að nú ertu komin til elsku afa Hauks og ömmu Gauju. Ég sé ykkur fyrir mér sitja saman á hvítu skýi, horf- andi niður til okkar þar sem þið fylgist með okkur og passið upp á fólkið ykkar. Orð fá ekki lýst hvað þín verð- ur sárt saknað, elsku frænka mín. Þín systurdóttir, Margrét Loftsdóttir. Með söknuð í hjarta kveðjum við nú elsku Unni frænku okkar, en sú tilhugsun að við eigum ekki eftir að njóta samveru hennar aft- ur er óraunveruleg. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann á svona tímamótum. Hún var okkur sem stóra systir sem við dáðum og litum upp til. Okkar fyrstu minningar eru frá Stórgerði þegar hún fór að passa okkur fyrst. Það var bara spenn- andi þegar mamma og pabbi ætl- uðu út á kvöldin og Unnur frænka átti að passa, þá yrði örugglega gert eitthvað skemmtilegt og sagðar sögur. Hún lét sér ekki nægja að lesa sögurnar, heldur lék hún þær fyrir okkur og leik- hæfileikarnir voru það miklir að við fórum að gráta þegar hún lék fyrir okkur „Litlu stúlkuna með eldspýturnar“. Einhvern tíma læstist ein okkar inni á baðher- bergi en Unnur dó ekki ráðalaus og sat fyrir framan baðherbergið og las sögur og söng til að róa hana þar til aðstoð barst. Einnig var alltaf gaman og gott að borða þegar Unnur passaði okkur, þá fengum við alltaf uppáhaldsmat- inn okkar, pylsur og Royal-búð- ing. Oft og iðulega var Kristrún vinkona Unnar með í för og þær voru snillingar í að búa til kara- mellu á pönnu sem laugardags- nammi. Þegar heimurinn var óréttlátur í huga okkar sem barns og foreldrarnir leyfðu ekki allt, þá var gott að geta grátið með nafnið hennar Unnar frænku á vörunum til huggunar. Það var nú ekki laust við að við værum svolítið abbó þegar Óli kom til sögunnar því þá varð Unn- ur svo upptekin af þessum síð- hærða hippa. Við vorum ægilega stilltar og feimnar við unga mann- inn og fórum að sofa um leið og Unnur sagði. Mamma var nú svo- lítið gamaldags og vonaði kannski að það væri einhver fyrirferð á okkur svo að unga parið fengi ekki of mikið næði. Unnur var 17 ára þegar Begga dóttir hennar kom í heiminn en okkur fannst hún ekkert endilega svo ung heldur var mamma held- ur gömul í okkar huga þegar hún eignaðist Gumma yngsta bróður okkar það sama ár, þá 29 ára. Þegar Gummi bróðir var um fimm ára spurði hann hvort mamma hennar Beggu væri stelpa eða kona, en barnauppeldið vafðist ekki fyrir Unni þrátt fyrir ungan aldur. Við dönsuðum með henni við Bítlalög í kringum Beggu í barnastólnum, fyrst í Kúrlandi og síðar á Réttarholts- vegi. Við fengum stundum að gista hjá Unni á Réttatholtsveg- inum þegar mamma og pabbi fóru utan. Seinna snerist það svo við og við systurnar fórum að passa fyrir hana í Breiðholtinu. Það var ekki leiðinlegt þegar uppáhaldsfrænka og sætasta skvísan í bænum fór að vinna í Buxnaklaufinni og Popphúsinu. Þá fylgdumst við með tískunni í gegnum frænku og það var ekk- ert smá flott að fara að kaupa fyrstu gallabuxurnar og frænka var að afgreiða í aðaltískubúðinni í bænum. Það var alltaf líf og fjör í kring- um Unni bæði í einkalífi, tóm- stundum og vinnu. Ein okkar vann á tímabili á sama vinnustað og Unnur þar sem hlátrasköllin frá deildinni hennar ómuðu langt fram á gang. Þar voru greinilega góðir vinnufélagar. Unnur stund- aði golfið af miklum áhuga og á „nítjándu“ holu var hlegið mikið og farið yfir leik dagsins. Alltaf var gott að leita til Unn- ar ef á þurfti að halda, hún var alltaf til staðar. Við þökkum elsku Unni frænku fyrir allar frábæru stund- irnar, hún mun alltaf eiga stað í hjarta okkar. Elsku Óli, Begga, Valdi, Sunn- eva og fjölskyldur, einlægar sam- úðarkveðjur til ykkar allra. Guðríður, Kristjana, Vigdís og Guðmundur. Ég kynntist bestu vinkonu minni í gegnum leynilegar bréfa- skriftir í Réttó fyrir nærri hálfri öld síðan. Þær voru upphafið að ómetanlegri vináttu sem átti eftir að færa okkur margar góðar stundir. Nú streyma fram yndis- legar, skemmtilegar og fallegar minningar er ég skrifa mitt síð- asta bréf til hennar. Við kynntumst mökum okkar ungar og urðum við öll fjögur perluvinir. Þetta voru skemmti- legir tímar, við unnum saman í Buxnaklaufinni, sem var vinsæl tískuverslun, sinntum börnum okkar, fórum í ferðalög, veiðiferð- ir og kíktum á böllin á Broadway. Við vinkonurnar áttum svo okkar einstöku stundir yfir sam- eiginlegum áhugamálum. Það var fastur liður að vakna snemma á laugardagsmorgnum, grípa kaffi og Moggakrossgátuna og það voru ófá símtölin þessa morgna þar sem við hjálpuðumst að og rökræddum fram og tilbaka blessaða krossgátuna, meðan aðr- ir fjölskyldumeðlimir hristu haus- inn yfir okkur. Skrafl var líka eitt- hvað sem okkur þótti gaman að grípa í og gátum við setið yfir því í marga klukkutíma. Spánarferðir voru líka eitt af okkar helstu áhugamálum og fór- um við í þær allnokkrar. Stundum leyfðum við strákunum okkar að koma með en oftast vorum við bara tvær að dúlla okkur. Í sólinni nutum við okkar og áttum dýrmætar stundir. Þó stendur upp úr okkar fimm vikna svokallaða námsferð þar sem við fórum í spænskuskóla, ferðuð- umst um með strætó, drukkum cerveza og plönuðum elliárin sem við ætluðum svo sannarlega að eyða í hitanum á Spáni. Unnur var frábær ferðafélagi. Alltaf hress og skemmtileg, ein- staklega orðheppin og hnyttin með sinn smitandi hlátur. Hún átti það nú reyndar til að gleyma lyklunum, gleraugunum, síman- um, pössunum eða jafnvel áttum, en það var bara eins og ég, svo við gátum nú alltaf hlegið að því Síðustu ár höfum við eytt mikl- um og góðum tíma saman, bæði við tvær og einnig með Óla og Pétri. Þau voru ófá matarboðin, ísbíltúrarnir, heimsóknirnar og hlátrasköllin. Við hjónin kveðjum okkar fal- legu og kæru vinkonu með mikl- um söknuði og sendum Óla, Beggu, Valda, Sunnevu og fjöl- skyldum okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Minning hennar mun lifa í hjörtum okkar. Anna og Pétur. Unnur Erna Hauksdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.