Morgunblaðið - 24.04.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.04.2015, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2015 Sumardagurinn fyrsti var haldinn hátíðlegur um allt land í gær. Á höf- uðborgarsvæðinu var víða sum- arlegt um að litast enda skein sólin. Nokkuð hlýtt var við suðurströndina en kaldara um landið norðanvert. Hlýjast var í Skaftafelli þar sem hiti mældist 6,7 gráður en kaldast í Húsafelli eða -7,3 stig. Vetur og sumar frusu saman um stóran hluta lands í fyrrinótt, en frostlaust var með ströndum sunnanlands. Örlítið frost mældist í innsveitum sunnan heiða. Samkvæmt þjóðtrú boðar það gott ef vetur og sumar frjósa saman. Sumardagurinn fyrsti er ávallt á næsta fimmtudegi eftir 18. apríl. Hann er almennur frídagur og einn af íslensku fánadögunum. Á Vís- indavef Háskóla Íslands segir að dagurinn sé hluti af misseristalinu sem tíðkast hefur hér á landi frá landnámi. Árinu er þar skipt í tvo nærri jafnlanga helminga: Sum- arhelming og vetrarhelming. Morgunblaðið/Hafþór Blómleg hestaferðamennska Hressilegur gustur og hvít jörð mættu reiðmönnum nærri Húsavík að sögn Bjarna Páls Vilhjálmssonar hjá Hestamiðstöðinni í Saltvík sem hér er í far- arbroddi fjögurra reiðmanna. Að sögn hans hefur hestaferðamennskan verið með blómlegra móti í vetur. Að auki eru allar ferðir sumarsins uppseldar. „Ég verð með 15 ferðir í sumar sem eru frá þremur og upp í tíu daga. Ég verð því í hnakknum í allt sumar,“ segir Bjarni. Morgunblaðiði/Skapti Sumar á Akureyri Í fyrrinótt snjóaði aðeins, þannig að jörð var hvít og kalt í veðri. Þetta hlý- lega og skemmtilega spjald er í garðinum við Minjasafnið á Akureyri þar sem gjarnan er tekin mynd af börnum sem bæta sér í veisluna. Þessi brostu í kuldanum. Sumar og vetur frusu víða saman Gott veður var á höfuðborgarsvæðinu á fyrsta sumardegi Morgunblaðið/Sigurjón Vetrarlegt Ísfirðingum brá í brún í gærmorgun, en 12 sentmetra jafnfallinn jólasnjór lá þá yfir bænum. Á bílastæðunum við flugvöllinn á Ísafirði voru bílar með snjóhettu um miðjan dag og Dash-flugvél Flugfélags Íslands var veðurteppt þar í nokkrar klukkustundir í gær. Morgunblaðið/Ómar Sumarlegt Þessir hressu strákar nutu blíð- viðris í Vestmannaeyjum og fóru í sund. Morgunblaðið/Kristinn Spenna í loftinu Mettþátttaka var í Víðavangshlaupi ÍR sem fór fram í 100. skipti í gær. Veður var ágætt og ný hlaupaleiðin þótti skemmtileg. Morgunblaðið/Kristinn Á Klambratúni Andlitsmálun tilheyrir á hátíðisdögum eins og fyrsta sumardegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.