Morgunblaðið - 24.04.2015, Page 20

Morgunblaðið - 24.04.2015, Page 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2015 Forseti Katalón- íuhéraðs, Artur Mas, birti í Morgunblaðinu 17. mars síðastliðinn aðra grein sína þar sem hann fjallar um ætlaðan rétt Katalóníu til að ákvarða um sjálf- stæði sitt frá Spáni. Ég ætla að fá að gera nokkrar athugasemdir við grein hans, eins og ég gerði reyndar einnig við fyrri greinina sem hann birti í Morgunblaðinu um sama efni. Eins og ég sagði einnig í fyrra svari mínu þá hefði ég kosið að hafa ekki þurft að skrifa þessa grein þar sem ég tel að fjölmiðlar annarra landa séu ekki rétti vettvang- urinn til að fjalla um málefni sem varða spænsk innanrík- ismál eða leita lausna á þeim skoðanamun sem kann að vera. Engu að síður hefur við- horf herra Mas til þessa máls og það hvernig hann talar um ríkið, sem hann sjálfur er hluti af og er reyndar æðsti fulltrúi fyrir í Katalóníu, neytt mig til að svara. Mas forseti gagnrýnir dóm stjórnlagadómstóls Spánar sem hefur fellt úr gildi lögin um þjóðaratkvæði sem voru samþykkt á katalónska þinginu á síðasta ári. Að sjálf- sögðu má gagnrýna alla dóma, en það sem er ekki við- eigandi er að ábyrgðarfullur stjórnmálamaður reyni að brjóta leikreglurnar þegar lög sem hann talaði fyrir eru felld úr gildi af dómstólnum sem samkvæmt stjórn- arskránni hefur allan rétt til að gera það. Herra Mas ræðst einnig á stjórnlagadómstól Spánar vegna þeirra stjórnmálaafla sem standa að baki honum og leggur sérstaka áherslu á stjórnmálaskoðanir forseta dómstólsins sem á árum áður var meðlimur í Lýðræð- isflokknum. Hann gleymir hins vegar alveg að nefna að dómurinn stóð hvorki né féll með atkvæði forseta dóm- stólsins þar sem dómurinn var samþykktur einróma af öllum 12 dómurunum. Þessi lög þurftu því að vera í mikilli andstöðu við stjórnarskrána til þess að ekki einn einasti dómari, óháð stjórnmálaskoð- unum hvers og eins, gat talið þau ásættanleg. Herra Mas gleymir því líka að stjórn- mála- flokkur hans hef- ur ávallt tekið þátt í kosn- ingum til stjórn- lagadóm- stóls Spánar og þar hafa verið aðilar sem hafa augljóslega stutt sjálfstæði Katalóníu, eins og til dæmis var raunin með fyrrverandi varaforseta dómstólsins, sem nú er einmitt í forsæti fyrir stofnun sem var sett á lagg- irnar af Mas sjálfum og hefur það hlutverk að veita ráðgjöf varðandi hugsanlegan að- skilnað Katalóníu. Það virðist vera mat herra Mas að bæði dómstólarnir og dómar þeirra séu aðeins „lýðræðislegir“ þegar þeir eru í samræmi við hans eigin skoðanir og hags- muni. Mas notar meðal annars þennan dóm til að réttlæta ákvörðun sína um að boða til þingkosninga í Katalóníu þann 27. september næst- komandi, sem hann sjálfur kallar „þjóðaratkvæðiskosn- ingar“ um stofnun sjálfstæðs ríkis Katalóníu. Ég veit ekki hvað eru „þjóðaratkvæð- iskosningar“. Samkvæmt spænskum lögum þá eru til kosningar (til þings, forseta og í öðrum pólitískum stofn- unum) og svo er til þjóð- aratkvæðisgreiðsla. Að blanda þessu tvennu saman er alls ekki til fyrirmyndar, og ekki gott dæmi um það lýðræði sem Mas saknar svo í spænskum stjórnmálum. Ef Mas forseti ákveður að nýta þau völd sem spænska ríkið (sem hann vill meina að sé ólýðræðislegt) veitir hon- um og hann boðar til kosn- inga þann 27. september, munu það einfaldlega vera þingkosningar í sjálfstjórn- arhéraðinu Katalóníu. Þar mun Mas annaðhvort fá end- urnýjað umboð sitt sem for- seti sjálfstjórnarhéraðsins eða ekki. Að tala um eitthvað annað er aðeins til að villa um fyrir kjósendum og er ekki í samræmi við það þroskaða lýðræði sem hann talar fyrir og segist sakna. Að tala niður orðspor rík- isins sem Mas forseti er sjálf- ur hluti af, og gegnir meira að segja mjög mikilvægri stöðu í, og flokka það sem ólýðræð- islegt bara vegna þess að það leyfir ekki það sem næstum ekkert lýðræðisríki myndi leyfa (þ.e. aðskilnað hluta rík- isins í andstöðu við stjórn- arskrá þess) er ekki rétta leiðin til að ræða vandamálin af hreinskilni og virðingu. Ég sagði það í síðustu grein minni hér í Morgunblaðinu og segi það aftur; aðskilnaður Katalóníu er ekki mögulegur núna samkvæmt stjórnarskrá Spánar frá 1978, sem var samþykkt á sínum tíma af meirihluta Katalóníubúa og af stjórnamálaflokki Mas for- seta. En það er hægt að breyta stjórnarskránni og ef katalónska stjórnin og kata- lónska þingið vilja gera það þá þurfa þau að bera þá til- lögu upp til að hægt sé að ræða það af alvöru af öllum hlutaðeigandi aðilum, en það hefur ekki verið gert enn. Að reyna að stytta sér leið með dulbúnum þjóðaratkvæða- greiðslum leiðir ekkert annað af sér en að samskipti deilu- aðila versna og engin nið- urstaða næst í málið. Að lokum verð ég að við- urkenna undrun mína vegna síðustu málsgreinarinnar í seinni grein Mas sem birtist í Morgunblaðinu, þar sem hann neitar með öllu og telur ótækt að hann sé ásakaður um að vilja reisa ný landa- mæri. Að stofna nýtt ríki og skilja sig frá öðru, er það ekki að reisa ný landamæri? Eða er það kannski svo að ríki í Evrópu, þó svo þau séu í Evr- ópusambandinu, séu ekki með sín landamæri? Hvert er ann- ars markmið Mas með til- lögum sínum um sjálfstæði ef það er ekki að reisa ný landa- mæri innan Evrópu? Í ein- lægni sagt þá tel ég það frá- leitt að hægt sé að sjá þetta öðruvísi Svar við annarri grein Arturs Mas, forseta Katalóníuhéraðs Eftir Antonio López Martínez » Aðskilnaður Katalóníu er ekki mögulegur núna samkvæmt stjórnarskrá Spán- ar. Antonio López Martínez Höfundur er sendiherra Spánar á Íslandi með aðsetur í Ósló. ✝ Einar Gíslasonfæddist á Siglufirði 24. des- ember 1937. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 17. apríl 2015. Foreldrar hans voru Gísli Hall- dórsson, f. 14. feb. 1907, d. 24. ágúst 1966, og Sigríður Einarsdóttir, f. 24. ágúst 1913, d. 24. maí 1980. Einar átti fjögur systkini samfeðra, Halldór, f. 20.2. 1936, d. 3.11. 1990, Steindór, f. 1.3. 1944, d. 12.11. 1985, Guðfinnu, f. eftir fjögurra ára nám. Árið 1991 útskrifaðist hann frá Kennaraháskóla Íslands með kennsluréttindi. Þau hjónin fluttu til Íslands árið 1970 og störfuðu fyrir Hvítasunnukirkjuna á Akureyri. Leið þeirra lá til Hjalteyrar, þar sem þau stofnsettu og ráku æskulýðsheimili fyrir börn og unglinga, sem bjuggu við erf- iðar aðstæður. Eftir að Beverly lauk námi við Montessori-skólann í Banda- ríkjanum 2003 stofnsettu þau leikskóla í Garðabæ, sem byggði á þeirri stefnu og ráku hann í fimm ár, þar til Einar komst á eftirlaunaaldur. Útför Einars fer fram frá Lindakirkju í dag, 24. apríl 2015, og hefst athöfnin kl. 15. 1958, og Jón Eld- járn, f. 1960. Einar kvæntist núlifandi eiginkonu sinni Beverly Gísla- son 14. júní 1968. Þau voru farsæl- lega gift í 47 ár, eða þar til Einar lést. Einar útskrif- aðist frá Verslunar- skóla Íslands 1958. Árið 1965 urðu um- skipti í lífi Einars er hann flutti til Bandarkíkjanna, þar sem hann hóf nám í guðfræði við Bible College í Seattle, Wash- ington. Þaðan útskrifaðist hann Einar, þú fórst svo skyndi- lega. Við vorum að tala saman og svo varstu bara farinn. Elskan mín, besti vinur minn, lífsförunautur minn í 46 ár (17.096 dagar). Þessar tölur finnst mér ekki háar. Við vor- um svo lengi saman að við gát- um oft lesið hugsanir hvort annars, vissum hvað hitt var að hugsa án þess að spyrja. Stundum fórum við eilítið í taugarnar á hvort öðru, en eins og þú sagðir, það bætti kryddi í tilveruna. Ég hugsa hvað ég er auðug að hafa þekkt þig. Þú komst mér svo oft á óvart með hugmyndaflugi þínu og draum- um. Alltaf varst þú með eitthvað sem þú ætlaðir að gera. Þakka þér fyrir að elska mig og segja alltaf að ég væri sú besta og eina…og sýndir það svo í orði og verki. Þú varst verndari minn og bjargvættur. Ég skynja það núna að verndar- hringurinn sem var alltaf í kringum mig er horfinn. Aðeins trúin á Jesú Krist gerir það mögulegt að umbera þennan skilnað. Þú elskaðir Jesús eins og Matt.22:37 „af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, og öllum huga þínum, og náunga þinn eins og sjálfan þig“. Það var heiður minn að vera konan þín. Við hittumst aftur á himnum og ég veit að þú munt ávallt fylgj- ast með mér. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín einlæga, heittelskaða eiginkona, Beverly Gíslason. Mig langar að minnast Ein- ars Gíslasonar, sem oftast var kenndur við Hjalteyri, nokkr- um orðum. Þau hjónin Einar og Beverley ráku þar fjölskyldu- heimili á áttunda áratug síð- ustu aldar. Ég dvaldi hjá þeim á þessu heimili í fjögur ár og naut mikillar velvildar hjá þeim hjónum. Þau gerðu sitt bezta til að ala upp börn frá brotnum heim- ilum. Börnin kölluðu þau pabba og mömmu. Ég heyrði fyrst um heimilið frá Braga Jósepssyni, aðstoð- armanni menntamálaráðherra, og Ásmundi Eiríkssyni, for- stöðumanni Fíladelfíusafnaðar- ins. Báðir þessir menn mæltu með þessu heimili fyrir mig sem lausn á þessum tíma í mín- um vandamálum. Einar hafði heimaskóla fyrir mig og nokkra fleiri. Einnig var hann kennari í Hjalteyrarskóla. Síðasta veturinn minn á Hjalteyri rak Einar Biblíuskóla þar sem fólk víða af að landinu kom til að nema Guðs orð. Ein- ar hafði mikla kristniboðshug- sjón og hvatti fólk til að styrkja kristniboð. Ég man að hann fékk Önnu Höskuldsdóttur, sem hafði verið kristniboði í Swazilandi, til að fjalla um trú- boð. Einar hvatti mig til að læra ensku og fara á Biblíu- skóla í Englandi sem var mikil blessun fyrir mig. Einar var uppörvandi og hvetjandi og vildi öllum vel. Beverley mín, ég veit að söknuðurinn er sár hjá þér eftir 40 ára hjónaband en ég veit að Einar mun upp rísa á efsta degi. Þetta er sú huggun og von, sem þið hjónin kennduð öllum börnunum og mér. Það er að Jesús er okkar skjöldur og vígi þegar erfiðleikarnir koma. Drottinn blessi þig og styrki. Hér er fyrsta versið í uppá- haldssálmi Einars. Hörp- ustrengir, 288. Hvíta akra bylgjar blærinn, brenna öx í sólarglóð. Tökum gullvæg tækifærin, tökum akurlöndin góð. (H288) Kær kveðja. Helgi Borgfjörð Kárason. Hæglátur eldri maður kom við í Lindakirkju síðastliðið haust, færandi hendi. Meðferð- is hafði hann hefti sem hann hafði tekið saman, „Hugleiðing um trú og tilveru“. Þarna var Einar Gíslason á ferð, að sinna köllun sinni að breiða út kristna trú. Heftið hefur að geyma smásögur úr hversdags- leikanum ásamt bænum og til- vitnunum í bók bókanna, Biblí- una. Einar ásamt konu sinni Be- verly vandi upp frá þessu kom- ur sínar í Lindakirkju. Þau urðu virkir þátttakendur í kirkjustarfinu og fljótlega mik- ilvægur hluti bænahóps sem hittist á fimmtudagsmorgnum og biður fyrir þeim bænarefn- um sem kirkjunni berast. Í bænahópnum hófust kynni mín af Einari. Hann kom mér fyrir sjónir sem dagfarsprúður, vel- viljaður og hjartahlýr maður með djúpstæða trú á vin sinn Jesú Krist. Það var stutt í glað- værðina og húmorinn hjá Ein- ari. Hann átti auðvelt með að sjá broslegar hliðar á mannlífinu og trúnni, samanber frásögn hans af því, þegar hann átti í erfiðleikum með að ákveða hvaða buxum hann átti að klæðast einn morguninn. Jesú brást honum ekki, einar buxur féllu af herðatré og eftirleik- urinn var okkar manni auðveld- ur. Fráfall Einars bar að með stuttum fyrirvara, blóðtappi í heila og hann var farinn heim í Guðs ríki tveimur sólarhringum síðar. Eftir stendur Beverly og syrgir lífsförunaut sinn. Vinir hennar í Lindakirkju senda henni hjartans samúðarkveðjur og þeirra hjóna verður minnst í bænum okkar. Þessum fátæk- legu kveðjuorðum lýk ég með bæn úr heftinu hans Einars: Bæn er máttur í magnþrota hönd- um, sem ei megna af sjálfsvaldi neitt, er vér skjálfum og styrkvana stönd- um, fær Guðs styrkur þó vandanum breytt. (Benedikt Jasonarson) Fyrir hönd vina í Linda- kirkju, Guðbrandur Jónasson. Það fór ekki fram hjá nein- um þegar Einar og Beverly komu til Hjalteyrar og stofn- uðu þar barnaheimili. Einar var óhræddur við að fara ótroðnar slóðir, og ekki var hann að fela sína einlægu trú á Drottinn, sem hann byggði allt sitt líf og starf á. Ég var þá á mínum efri unglingsárum, og nánast farinn að heiman, en náði þó að kynn- ast þeim og tengjast lítillega. Leiðir okkar skilja síðan í mörg ár, eða þar til ég eignast lifandi trú, og erum við þá báðir bú- settir í Reykjavík. Það tekst með okkur góð vinátta sem hef- ur haldist alla tíð, og heimili þeirra hjóna ávallt verið mér opið, og vil ég þakka sérstak- lega fyrir það. Þau hjónin helg- uðu líf sitt störfum með börn, og höfðu mjög gott lag á þeim, og standa margir í þakkarskuld við þau hjón fyrir óeigingjarnt starf. Einar vann einnig við kennslu, og kenndi hann yngri bróður mínum að lesa á mjög stuttum tíma, en hann hafði átt í erfiðleikum með það, eða þar til Einar tók að kenna honum. Einar var mikið náttúrubarn, og eftir að ég flutti norður, þá kom hann nokkrum sinnum norður og fór á sjó með mér frá Hjalteyri. Eitt haustið, sem endranær, þá er Einar kominn norður til að fara á sjó með mér. Þessa helgi var hvöss sunnanátt og ekkert sjóveður. Ég tjái Einari að við kæmust ekki á sjóinn þessa helgi, en Einar brosti bara og sagði: „Við skulum biðja, treysta Guði, og leggja síðan í hann.“ Við gerðum það og siglum síð- an af stað, og eru mér enn í fersku minni gömlu sjómenn- irnir sem stóðu á ströndinni og horfðu á eftir okkur, og hristu höfuðið. Eftir að við komum á miðin, þá lægði fljótlega og í ca. 2 klst fengum við bærilegt veð- ur, við mokfiskuðum og komum til baka með góðan afla. Allt líf Einars var grundvall- að á bjargfastri trú á Drottinn, og hjarta hans brann fyrir Hann. Þar sem hann lagði hönd á plóginn, var ekki dregið af sér. Ég kveð í dag kæran vin og trúbróður, og bið Guð að blessa og styrkja eftirlifandi maka, Beverly, sem hefur stað- ið þétt með manni sínum í yfir 40 ár. Blessuð sé minning góðs drengs. Þórir P. Agnarsson. Einar Gíslason Stjórnarmenn VÍS hafa víst tekið ákvörðun um að afsala sér hækkun á stjórnarlaunum sem var samþykkt á aðalfundi um daginn. Batnandi manni er best að lifa. Borgari. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Stjórnarlaun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.