Morgunblaðið - 24.04.2015, Side 21

Morgunblaðið - 24.04.2015, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2015 ✝ Guðrún Sig-urðardóttir fæddist á Litlu- Giljá í í Sveinsstaðahreppi í Austur-Húnavatns- sýslu 31. október 1939. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 14. apríl 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Þur- íður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 9. september 1894, d. 16. júlí 1968, og Sigurður Jónsson bóndi, f. 1. júlí 1885, d. 14. apríl 1955. Guðrún var yngst tíu systk- ina. Látin eru Magnús, Haf- steinn, Vigdís, Einar, Stefán, El- ín Anna og Ingi Garðar. Eftirlifandi systkini hennar eru hennar er Guðný Sigurð- ardóttir. 2. Ingimar Ársæll Ein- arsson, f. 10. apríl 1976. 3. Elín Björk Einarsdóttir, f. 17. ágúst 1977. Börn hennar eru Soffía Sif Baldursdóttir, f. 26. september 1997, og Kjartan Aðalsteinsson, f. 18. október 2010. Guðrún bjó á Litlu-Giljá til ársins 1977 og sá um búskapinn ásamt bróður sínum, Magnúsi, eftir andlát föður þeirra og síð- ar móður. Guðrún stundaði nám í Kvennaskólanum á Blönduósi, söng um árabil í kirkjukór Þing- eyrarkirkju og tók þátt í marg- háttuðu félagsstarfi. Eftir að Guðrún og Einar fluttu á Blönduós vann hún lengst af á Heilbrigðisstofnun Blönduóss við hin ýmsu störf. Árið 1998 flutti hún til Reykjavíkur og starfaði á Borgarspítalanum til ársins 2007. Frá árinu 2008 vann hún í hlutastarfi í kjöt- borði Nóatúns í Austurveri til janúarloka 2015. Útför hennar fer fram frá Ár- bæjarkirkju í dag, 24. apríl 2015, og hefst athöfnin kl. 13. Sigþrúður og Guð- mundur Magnús. Guðrún giftist 8. október 1987 Ein- ari Jóhannessyni vélstjóra, frá Gauksstöðum í Garði, f. 28. maí 1937, d. 8. nóv- ember 1995. Þau eignuðust tvö börn en fyrir átti Guðrún einn son og Einar þrjú börn úr fyrra hjónabandi. Börn Guðrúnar eru: 1. Gunn- ar Þór, f. 7. október 1961. Sam- býliskona hans er Gígja Heiðrún Óskarsdóttir, f. 8. ágúst 1973. Börn þeirra eru Birkir Freyr, f. 30. mars 1999, og Andri Már, f. 17. desember 2004. Fyrir átti Gunnar dótturina Lindu Björk, f. 10. nóvember 1986, en móðir Við minnumst Dúnu frænku, hörkuduglegrar og alltaf vinn- andi. Hér áður fyrr það voru sveitastörfin á Litlu-Giljá, og vann hún jafnt innan- sem utandyra. Í minningunni hjá okkur systkinum stóð hún glaðbeitt í fjósinu ásamt aðstoðarfólki, sem varð síðan hennar bestu vinir í gegnum tíð- ina. Þegar pabbi lagði af stað með okkur fjölskylduna norður á Litlu- Giljá þótti okkur krökkunum til- komumikið að gista í þessu stóra og fallega húsi hjá þeim systkin- um, Dúnu, Magga og ömmu. Og þegar við renndum í hlað voru auðvitað tíndar fram fínustu kræsingar fyrir svanga gesti að sunnan. Dúna fékk þá bón frá litlum gesti hvort hún ætti nokkuð rúgbrauð með kæfu. Það var sjálf- gefið að verða við þeirri bón og útbjó Dúna það svo eftirminnilega og yljar það hjartanu enn í dag. Hræringurinn hennar var líka góður. Gamla bæinn á Litlja-Giljá var ævintýralega gaman að skoða þar sem þau systkinin, tíu talsins, áttu sína barnæsku. Dúna var ein- staklega minnug og átti ógrynni sagna frá þessum tíma sem gam- an var að hlusta á og hennar vitn- eskja kom oft að góðum notum. Dúna lá ekki á skoðunum sínum og hafði sterka réttlætiskennd. Hún var stríðin og gat alveg látið mann heyra það en svo var stutt í góðlátlegan hláturinn. Dúna hafði gaman af að spjalla við unga fólk- ið, hún var góður hlustandi og fylgdist vel með sínu fólki. Hafsins brún og himintjöld hæstu rúnum glóa. Oft eru júní indæl kvöld út við Húnaflóa. (Helgi Tryggvason) Elsku Gunnar, Ingimar og Ella, við sendum ykkar dýpstu samúðarkveðjur. Mundabörn, Sigrún, Markús, Harpa og Bjarki. Það gekk á ýmsu hjá okkur Dúnu frænku þegar ég var í sveit á Litlu-Giljá forðum daga. Hún gat verið ör í skapi en ég líklega kjaftfor og frekur. Dúna stjórnaði öllu innanhúss og ýmsu utanhúss og eftir á að hyggja var það líklega ekkert klókt að hafa mig í fjósinu með henni. Okkur kom bara ekk- ert of vel saman. Þetta átti samt eftir að breytast og eftir að ég var tekinn úr fjósinu þróaðist sam- band okkar í einlæga frændsemi og vináttu. Dúna frænka hélt áfram að vera ör í skapi en ég lærði að meta mannkosti hennar, hlýtt hjartalag og naut þeirrar elsku og umhyggju sem hún átti í svo ríkum mæli og átti svo auðvelt með að veita, þó ekki féllu öllum þau gæði í skaut. Í áratugi átti ég hana að náfrænku og vinkonu og fyrir það er ég forsjóninni eilíflega þakklátur. Dúna frænka hlaut í vöggugjöf lífsgleði og lífskraft og það kom henni vel í lífinu. Sem ung stúlka mun hún hafa haft löngun til að mennta sig og víst er að hún hafði alla burði til þess. Ung að árum fór hún á Kvennaskólann á Blönduósi og alla tíð minntist hún skólans og skólasystra með mikilli hlýju. Aðstæður og ábyrgðartil- finning urðu þó til þess að ekki varð að frekara námi. En Dúna frænka var bæði skarpgreind og stálminnug, víða vel að sér og hún var örugglega ein af þessum manneskjum sem hefði getað orð- ið hvað sem var. Það var óskaplega gaman þeg- ar hún spáði í bolla. Í gamla daga voru alltaf stelpur, hringir, pakkar og ferðalög í bollunum, en stund- um líka ógnvekjandi tengdapabb- ar og mömmur. Sumt fór eftir en flest ekki, en alltaf var þetta jafn gaman. Hún var einstaklega myndarleg hannyrðakona og nokkrar af flottustu lopapeysun- um sem ég hef eignast voru frá henni. Hún var mikil ræktunar- kona og í mörg ár ræktuðum við saman kartöflur þar sem hún var sjálfsagður ræktunarstjóri. Það þurfti ýmis trix til að uppskeran yrði bæði mikil og góð og í rækt- uninni voru möndlukartöflurnar frá Litlu-Giljá okkar flaggskip. Svo var hún rammpólitísk og var ekkert að liggja á hlutunum ef svo bar undir. Þegar henni tókst best upp hafði maður ekki roð við henni og var eiginlega bara kveð- inn í kútinn. Dúna frænka var afar ættræk- in, hún var vinföst og trygglyndi hennar og vinátta áttu engan endi. Hún fylgdist vel með sínu fólki, var annt um það og gladdist með því í hvert sinn sem tilefni gafst til. Hún var líka vel að sér um fyrri tíma og farið fólk og eiginlega haf- sjór fróðleiks um okkar fólk fyrr og síðar. Annað mál var svo að Dúna frænka var ekki allra og henni fannst hún vel komast af án þeirra sem hún taldi hvorki vin- áttu né virðingar verðir. Nú er Dúna frænka horfin á þá braut sem okkur er öllum ætluð. Hennar er víða saknað og það munar um hana og það er kannski sá minnisvarði dýrmætastur sem nokkur manneskja getur sjálfri sér reist. Við Hafdís færum börn- um hennar og fjölskyldum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ég ætla svo að reyna að sjá til þess að möndlurnar okkar Dúnu spretti líka í sumar. Guð blessi minningu Dúnu frænku. Guðmundur Stefánsson. Guðrún Sigurðardóttir ✝ Ljósbjörg Guð-laugsdóttir fæddist á Skaga- strönd 7. nóvember 1924. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði 11. apríl 2015. Foreldrar henn- ar voru Guðlaugur Bjarnason, f. 5. maí 1878, d. 5. feb. 1963, og Elín Sölvadóttir, f. 2. apríl 1888, d. 22. maí 1934. Ljósbjörg var yngst sex systk- ina. Alsystkini hennar voru Þór- ey, f. 25. apríl 1912, d. 26. nóv. 1978, Sigursteinn, f. 15. mars 1914, d. 20. okt. 1988, Þor- móður, f. 15. mars 1916, d. 5. maí 1989, og Snorri, f. 8. maí 1920, d. 6. des. 1980, fyrir átti Guðlaugur dótturina Bjarn- veigu, f. 16. sept. 1903, d. 11. nóv. 1986. ur, 13 barnabörn og tvö barna- barnabörn, Jóhönnu Sigríði, f. 12. maí 1950, gift Aðalbergi Snorra Árnasyni, f. 29. nóv. 1954, d. 20. maí 2014, eiga þau einn son, fyrir á Jóhanna þrjú börn og 10 barnabörn, Rann- veigu Sigrúnu, f. 30. jan. 1956, gift Ragnari Eymundssyni, f. 4. apríl 1952, þau eiga þrjú börn og fjögur barnabörn, Lúðvík, f. 13. ágúst 1958, hann á þrjá syni og fimm barnabörn, Sveinbjörn, f. 10. mars 1960, kvæntur Ann Tagubase Apale, f. 12. sept. 1969, þau eiga eina dóttur. Af- komendur þeirra Ljósbjargar og Sverris eru 74 talsins. Ljósbjörg og Sverrir hófu bú- skap í Bræðraborg á Stöðv- arfirði 1944 og bjuggu þar öll sín búskaparár. Eftir að Sverrir lést, tók Ljósbjörg saman við Kristján Jakobsson, f. 14. mars 1925 og bjuggu þau í Hólalandi 2, Stöðvarfirði, þar til Ljósbjörg veiktist og flutti á Hjúkr- unarheimilið Uppsali á Fá- skrúðsfirði árið 2013. Útför Ljósbjargar fer fram frá Stöðvarfjarðarkirkju í dag, 24. apríl 2015, og hefst athöfnin kl. 14. Ljósbjörg var tökubarn á Fjalli, A.-Hún. Faðir hennar greiddi meðlag með henni líkt og hinum börn- um sínum, forðaði þeim með því frá að verða hreppsó- magar. Fjórtán ára flyst Ljósbjörg til föður síns í Hvera- gerði, bjó um tíma í Reykjavík. 18. ágúst 1944 giftist Ljós- björg Sverri Ingimundarsyni, f. 27. ágúst 1918, d. 6. jan. 1993. Eignuðust þau sjö börn, Dag- nýju, f. 15. mars 1945, gift Jóni Björgólfssyni, f. 13. júlí 1947, þau eiga fimm börn og 13 barnabörn, Ingimund, f. 24. apríl 1946, d. 19. maí 1965, Áróru Maríu, f. 5. jan. 1948, gift Sigurbirni Stefánssyni, f. 6. sept. 1941, þau eiga fjórar dæt- Ljósbjörg amma mín var part- ur af mínu lífi frá fæðingu, kona sem var alltaf vinnandi, hafði samt alltaf tíma fyrir fólkið sitt og þá ekki síst smáfólkið. Það besta sem hægt var að gera fyrir ömmu var að borða og borða vel, hún var hrifnust af barnabörnunum sem fengust til að borða og ekki spillti fyrir ef hún kom ofan í þau eft- irrétti, þá helst ís eða frosnu Lindu-buffi sem var ótrúlega gott, amma bakaði heimsins bestu kleinur, yndislegt að koma til hennar snemma á sunnudags- morgnum og fá heitar kleinur og ískalda mjólk. Held líka að amma hafi verkað bestu skötu í heimi, steikti besta fisk í raspi, ávallt upp úr miklu smjörlíki, já hún miklaði ekkert fyrir sér sem viðkom mat- argerð, hún var algjör snillingur. Uppáhalds-bækurnar hennar voru matreiðslubækur. Man líka að ég var oft í „pöss- un“ hjá ömmu (var hjá henni) og hún passaði mann alveg einstak- lega vel, var alltaf með manni. Fjaran fyrir neðan Bræðraborg var full af bobbum og maður laumaði sér iðulega niður bakk- ann og í Hólskerið (sem nú er horfið undir uppfyllingu) til að tína bobba. Svo var amma óvænt mætt tilbúin með majonesdós undir gossið, þannig var amma, alltaf til staðar. Ótrúleg forrétt- indi að alast upp með ömmu sér við hlið. Einhverju sinn var reynt að stríða mér á því að amma mín væri skrítin, að sjálfsögðu var hún sérstök og einstök, ég man að mér þótti það hið minnsta tiltökumál, snéri mér að viðkomandi og svar- aði „Já ég veit það en veistu hvað hún er svakalega góð kona“ eftir þetta var ég jafnvel öfunduð af ömmu minni, enda ekki að ástæðulausu. Þegar ég var unglingur var voðalega gott að fara til ömmu og spila Rommý eða Kasínu, hún nennti alltaf að spila, það er að segja þegar hún var búin að gefa öllum að borða, maður þurfti ekki endalaust að tala í návist hennar, það var nægjanlegt að setjast nið- ur litla stund með henni og t.d. spila. Auðum höndum sat hún aldrei á sinni 90 ára ævi að undanskild- um tveimur síðustu árunum eftir að hún veiktist, held það hafi reynst henni afar erfitt að geta ekki notað hendurnar sínar til að prjóna, því ófáa vettlinga og sokka hefur hún prjónað í gegn- um tíðina á afkomendur sína. Elsku Ljósbjörg amma, góða ferð og takk fyrir samveruna. Valborg Jónsdóttir. Inn á öðru hundraðinu, sparka skónum utan í vegg og hlaupa upp stigann kallandi „ég er komin!“ . Svarið var ávallt vinalegt „ert þetta þú, litla budda?“. Síðan fylgdi faðmlag og svo var krásun- um raðað á borð svo sætindasv- angur barnsmaginn fengi fylli sína áður en haldið var aftur út í leik. Þetta er sú minning sem kemur hvað sterkust upp í hugann þegar ég hugsa til baka um tímann sem ég fékk með henni ömmu minni. Bræðraborg angaði yfirleitt af ný- bökuðu bakkelsi eða annars konar góðgæti sem barninu var frjálst að leita í þegar hinn hefðbundni heimilismatur heimafyrir heillaði ekki. Heima hjá ömmu voru fáar en skýrar reglur, hlýlegheitin alls ráðandi og það voru ófá spilin sem við tókum saman yfir gamla, bláa eldhúsborðinu. Reglunum var yf- irleitt hagað mér í vil en alltaf glotti amma bara og gaf í næsta spil. Rommý, þjóf, kasínu, veiði- mann o.fl., sem og endalaus þol- inmæði hjá henni að kenna mér eitthvað nýtt spil. Það var gott að koma í Bræðraborg, þar var eins og tíminn færi í smá pásu. Amstur dagsins var langt í burtu og nota- legt að koma og taka lífinu rólega. Amma var hlý kona og sú minning lifir áfram. Margt breyttist hin seinni ár, en alltaf tók amma hlýlega á móti manni og passaði einstaklega vel upp á að enginn færi svangur út frá henni. Vertu sæl, amma mín, við tök- um í spilin aftur síðar og hver veit nema við spilum eftir hefðbundn- um reglum þá. Sunna K. Jónsdóttir. Ljósbjörg Guðlaugsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BÁRA SIGURÐARDÓTTIR frá Bólstað í Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Áskirkju mánudaginn 27. apríl kl. 13. . Auðbjörg Pálsdóttir, Guðjón Norðdahl, Gísli Pálsson, Guðný Guðbjörnsdóttir, Karl Pálsson, Ólöf Sigurðardóttir, Lilja Pálsdóttir, Halldór Sighvatsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn og besti vinur, GUÐMUNDUR INGVI GESTSSON járnsmiður og trélistamaður, Seljahlíð 13c, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 8. apríl. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 27. apríl kl. 10.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Heimahlynningu á Akureyri njóta þess. . Júlíana Helga Tryggvadóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, KRISTJÁN KARL REIMARSSON pípulagningameistari, til heimilis að Boðaþingi 22, Kópavogi, lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudaginn 19. apríl. Útförin fer fram frá Garðakirkju þriðjudaginn 28. apríl kl. 13. . Birna Guðrún Einarsdóttir, Einar Karl Kristjánsson, Kristín Karólína Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangaamma, MARÍA FRIÐRIKSDÓTTIR, Sólvöllum 13, Selfossi, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir að morgni þriðjudagsins 21. apríl. Útförin auglýst síðar. . Fyrir hönd fjölskyldunnar Hafþór Magnússon, Sólveig Höskuldsdóttir, Einar Baldvin Sveinsson, Jóna Sólmundsdóttir, Guðný María Hauksdóttir, Kristín Fjóla Guðmundur Örn Bergþórsdóttir, Böðvarsson og ömmubörnin öll. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNS INDRIÐASONAR rafmagnsverkfræðings, Suðurlandsbraut 58, sem lést 2. apríl. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítala og Landakotsspítala fyrir góða umönnun í veikindum hans. Einnig þakkir til stúkubræðra í Þormóði goða fyrir veitta aðstoð og virðingu við útför hans. . Helga Jónasdóttir, Sylvía Jóhannsdóttir, Laufey Jóhannsdóttir, Gunnar Jóhannesson, Indriði Jóhannsson, Sigurlaug B. Guðnadóttir, Helga Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.