Morgunblaðið - 24.04.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.04.2015, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2015 ✝ Valgarð Run-ólfsson fæddist 24. apríl 1927 í Reykjavík. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvegi 14. apríl 2015. Foreldrar hans voru Lára Guð- mundsdóttir frá Lómatjörn í Höfða- hverfi, S-Þing., f. á Hlöðum í Grenivík 31.10. 1896, d. 10.1. 1968, og Runólfur Kjartansson, kaup- maður í Parísarbúðinni, f. að Skál á Síðu 30.11. 1889, d. 23.4. 1961. Systkini Valgarðs eru 1) Guðmundur Kjartan, vélstjóri í Bandaríkjunum, f. 20.6. 1920, d. 27.10. 2002, 2) Ingi Sverrir, vegagerðar- og versl- unarmaður, f. 3.12. 1921, d. 7.9. 1996, og 3) Guðbjörg Svanfríður (Svana) skrifstofustjóri, f. 6.3. 1940. Fyrri kona Valgarðs var El- ísabet Knudsen, f. 12.6. 1930, d. 1996. Þeirra sonur var Valgarð Árni, f. 16.1. 1949, d. 28.10. 1986. Valgarð kvæntist Ásdísi G. Kjartansdóttur kennara, f. 8.6. 1930, d. 1.7. 1999, þann 22.8. 1952. Þau eignuðust fjögur í Austurbæjarskóla og lauk stúdentsprófi frá MR 1948. Val- garð lauk kennaraprófi 1952 og kenndi að því loknu við Lang- holtsskóla til 1958 er hann gerð- ist skólastjóri í Hveragerði. Því starfi gegndi hann til 1988, utan að hann var námsstjóri Suður- lands á árunum 1971-73. Val- garð stofnaði og rak ásamt eig- inkonu sinni Námsflokka Hveragerðis og síðar Öld- ungadeildina í Hveragerði í samvinnu við MH, á árunum 1967-1981. Hann var stunda- kennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands 1981-1996. Hann var leiðsögumaður á hverju sumri allt frá árinu 1972. Að loknu starfi sem skólastjóri stofnaði hann og rak Ferðaþjón- ustu Suðurlands á árunum 1988- 98. Hann var um árabil í ferða- nefnd Félags eldri borgara í Reykjavík og fór í sína síðustu ferð sem leiðsögumaður sum- arið 2014, m.a í Veiðivötn og að Fonti á Langanesi. Valgarð var virkur félagi í Leikfélagi Hvera- gerðis í áratugi, var framleið- andi, handritshöfundur og leik- ari í kvikmyndunum Tunglið, tunglið taktu mig, og Gilitrutt, sem hann vann ásamt Ásgeiri Long. Valgarð var hagyrðingur góður og samdi lög sem píanó- leikarinn og tónsmiðurinn Árni Ísleifsson hefur m.a. útsett. Útför Valgarðs verður gerð frá Áskirkju í Reykjavík í dag, á afmælisdegi hans, 24. apríl 2015, og hefst athöfnin kl. 14. börn. 1. Vera Ósk, f. 3.2. 1953, frönskukennari og skólastjóri Höfð- askóla á Skaga- strönd; maki Guð- jón Sigurðsson, fv. skólastjóri í Hvera- gerði. Börn þeirra eru a) Júlía, maki Gunnar Guðmunds- son, b) Þórhildur Rún, maki Sveinn Líndal Jóhannsson, c) Sigurður Gísli, maki Halla Karen Gunn- arsdóttir. Vera á sjö barnabörn; 2. Kjartan Valgarð, f. 13.7. 1957, framkvæmdastjóri í Reykjavík, maki Nína Helgadóttir, verk- efnastjóri hjá Rauða krossi Ís- lands. Börn þeirra eru a) Hall- grímur og b) Ásdís; 3. Lára, lést við fæðingu 1958; 4. Bolli Run- ólfur, ráðgjafi í almanna- tengslum, f. 18.12. 1961, maki Hrafnhildur Hauksdóttir, starfsmanna- og gæðastjóri hjá BL ehf. Börn þeirra eru a) Eyja Eydal og b) Egill Logi. Samferðakona og besti vinur Valgarðs síðustu ár var Ragn- hildur G. Guðmundsdóttir, for- maður Mæðrastyrksnefndar. Valgarð ólst upp í Reykjavík, lengst af á Hringbraut 87, gekk Ég var að hugsa það áðan hverjar væru elstu minningar mínar um pabba. Þrjár koma í hugann og þær eiga það sameig- inlegt að það er fjör hjá okkur pabba. Sú fyrsta er úr Hverahlíð 24 þar sem fjölskyldan bjó um árabil. Ég stend á eldhúsgólfinu og amma Lára situr við eldhús- borðið. Þá heyrist þegar gengið er inn um aðaldyrnar, pabbi er kominn og ég hleyp fram í for- stofu. Hann tekur mig upp og sveiflar hátt á loft. Það skríkir í krakkanum. Í næstu sit ég aftur í langa rauða Willysnum. Það er drepið á bílnum og pabbi teygir sig aftur í til að taka mig út. Þá var reglan sú að ég fékk að flauta um leið og ég sveif framhjá stýr- inu á leið út úr bílnum. Næst er ég orðinn talsvert eldri. Ég dreg á eftir mér magasleða á leið yfir Reykjatúnið og tek stefnu á skól- ann við Varmá. Ég geng niður Laugaskarðsbrekkuna í átt að brúnni og sleðinn vill fram úr. Um leið og ég kem yfir brúna sé ég pabba á hlaðinu við skólann. Hann er á leið heim og býður mér í ökuferð. Hann tekur spotta úr skottinu og setur fastan í Sin- gerinn og bindur hinn endann í sleðann. Svo ökum við heim á leið, ég ligg á sleðanum og við brunum upp Gossabrekkuna þar sem húsið stóð á brúninni. Ég man ekki hvort við sögðum öðr- um í fjölskyldunni frá ökuferð- inni, ég held ekki. Pabbi fylgdi mér náið alla tíð, var innan seilingar og ætíð til staðar ef á þurfti að halda. Við hringdum hvor í annan án þess endilega að tilefni væri til. Við vorum að rifja það upp um dag- inn, við Hrafnhildur, að einhvern tímann vorum við í miðbænum á leið heim af skralli og höfðum farið á bílnum í bæinn. Ég gat ekki hugsað mér að skilja Lúxa eftir í sollinum og hringdi í pabba. Tíu mínútum síðar voru þau Ragnhildur mætt til að aka bílnum heim í Mosfellsbæ. Þau töldu það ekki eftir sér þá frekar en við önnur tilefni. Þegar við hjóluðum til Hveragerðis kom pabbi austur að sækja okkur og reiðhjólin. Þau komu líka hvenær sem óskað var heim til að passa. Pabbi þekkti landið eins og fingurna á sér og ekkert var hon- um eins hugleikið og hálendið. Hann elskaði Kjöl og Sprengi- sand. Þess vegna er svo furðu- legt að hann skyldi ekki vera á jeppa alla tíð, þessi fjallageit sem hann var. Í seinni tíð fóru þau oft með mér í fjallaferðir, hann og Ragnhildur. Við ókum Fjallabak og Faxasund, yfir jökul að gos- stöðvunum við Fimmvörðuháls, með Skógasandi og svona mætti lengi telja. Alla tíð hringdi hann ákafur til að spyrja frétta af síð- ustu ferð og bað mig endilega að senda sér myndir. Pabbi var með lítið ljóða- og lagakver í undirbúningi. Það kemur í okkar hlut að ganga frá því verki. Undanfarnar vikur fylgdi ég pabba og Ragnhildi á spítala þar sem hann var í rann- sóknum. Hann fór í geisla þar sem þess var freistað að stöðva framgang krabbameins í lunga. Þegar ég virti fyrir mér líkama þessa dauðvona manns, því auð- vitað vissi maður hvert förinni var heitið, þá var ég svo hissa á hvað hann leit vel út. Pabbi lifði hratt og fór aldrei varlega þegar heilsan átti í hlut. Hann reykti eins og strompur þangað til hann gat ekki reykt meira. Samt var líkaminn eins og á unglingi. Hefði hann hætt fyrr að reykja hefði hann örugglega lifað í mörg ár enn. Á lokametrunum keypti hann nýja rakvél. Hann var langt frá því tilbúinn til að fara, enda svo margt eftir. Því miður fer hann ekki á gosstöðvarnar í Holuhrauni eins og hann ætlaði sér að gera í sumar. Allavega ekki hérna megin heims. En kannski verður hann samt með okkur. Ég vil að lokum þakka Ragn- hildi Guðmundsdóttur, ástvini og besta vini pabba í tæpa tvo ára- tugi, fyrir alúðina við pabba. Það fór ekki framhjá neinum hversu vænt þeim þótti um hvort annað. Bolli Valgarðsson. „Já, ég hefði bara gaman af því.“ Þessi setning lýsir vel hon- um Valgarði, tengdaföður mín- um. Valgarð hafði nefnilega af- skaplega gaman af lífinu og var bóngóður maður. Sama hvort bónin snérist um að skutlast með bílinn hans Bolla eða aðstoða barnabörnin við íslenskuverk- efni. Einhverjir á níræðisaldri hefðu sett það fyrir sig að aka fullvöxnum jeppa milli sveitarfé- laga, en ekki Valgarð. Við þær aðstæður var hann í essinu sínu. Hann fagnaði hverju símtali frá krökkunum þegar íslenskuverk- efnin urðu fullflókin. Nei, því flóknara, því skemmtilegra fannst honum verkefnið. Enda nýtti hann sér og tileinkaði alla nútíma tækni, sífellt eitthvað að sýsla í tölvunni og þau voru ófá símtölin sem þeir feðgar, hann og Bolli, áttu um það hvernig eitt og annað virkaði í þessu eða hinu forritinu. „Bolli, það er bara allt farið af skjánum!“ Það eru að verða tuttugu ár síðan ég kynnist þeim hjónum, Valgarði og Ásdísi. Minnisstæð- ast frá þeim tíma er hversu vel hann hugsaði um fárveika eigin- konu sína. Hann setti ekki fyrir sig dag- legar ferðir milli Hveragerðis og Reykjavíkur allt árið um kring, í öllum veðum, til að vera hjá henni á daginn. Eftir að Ásdís féll frá urðu Ragnhildur Guð- mundsdóttir og tengdapabbi lífs- förunautar. Það var svo sannar- lega gæfa fyrir Valgarð því hún Dúna, eins og hann kallaði hana, var stoð hans og stytta og besti vinur allt til lokadags. Ekki er hægt að minnast Val- garðs án þess að nefna áhuga hans á náttúru landsins. Hálend- ið skipaði sérstakan sess og þrátt fyrir súrefnisvél síðustu ár lét hann það ekki stoppa sig. Val- garð var virkur alveg fram á síð- asta dag. Jafnvel daginn fyrir andlátið, með stóra súrefnis- grímu yfir andlitið, gat hann ekki staðist þá freistingu að segja æv- intýri af Háuþóru og Láguþóru í Fjörðum. Þannig var tengda- pabbi. Hrafnhildur Hauksdóttir. Tengdafaðir minn, Valgarð Runólfsson, er farinn í sína hinstu ferð. Hann var ekki tilbú- inn í þessa ferð þó aldurinn væri býsna hár. Hann var í ástríku sambandi og samdi lög og ljóð til hinstu stundar. Síðustu daga lagði hann lokahönd á útgáfu ljóðabókar og lagasafns sem koma mun út innan tíðar. Í einu af okkar síðustu sam- tölum vorum við að ræða hvenær veður og færð yrði þannig að þau Ragnhildur gætu komið til okkar á Skagaströnd. Hann hlakkaði til þeirrar ferðar. Kynni okkar Valgarðs eru orð- in æði löng. Ég gekk í skóla hjá honum sem unglingur í Hvera- gerði. Þar lét hann mig m.a. syngja og leika bæjarfógetann Bastían á árshátíð skólans. Haustið 1973 varð ég svo kennari hjá honum í fimm ár að undan- skildum þremur mánuðum. Það leyfi má rekja til þess að einn góðan veðurdag, haustið 1974, kallaði Valgarð mig til sín inn á skrifstofu og tilkynnti mér að ég væri kominn í launalaust leyfi til áramóta og ætti að klára B.S. rit- gerðina mína. Hann hefði búið til nýja stundaskrá vegna þessa, enda sérfræðingur í gerð stunda- skráa. Ég maldaði eitthvað í mó- inn en þá færðist hann allur í aukana og sagði að ég myndi ella aldrei ljúka þessu prófi. Þeir sem til þekkja hafa grun um að Val- garð hafi ekki einn staðið að ákvörðuninni og er ég ævarandi þakklátur fyrir þessa afskipta- semi þeirra hjóna. Valgarð var farsæll skólastjóri í Hveragerði í þrjá áratugi. Þar komu persónutöfrar hans sér vel enda næmur á að finna lausnir og ná til barna og unglinga, hvort heldur var í persónulegum við- tölum eða í leik og söng. Sam- hliða skólastjórastarfi var Val- garð í leiðsögn á sumrin og sneri sér síðan alfarið að ferðaþjónustu eftir að hann hætti sem skóla- stjóri. Valgarð var glæsimenni á velli og var honum margt til lista lagt. Hann var góður leikari og söngv- ari auk annarra hæfileika sem áður eru nefndir. Það er gaman að minnast þess að þegar reikni- tölvurnar komu til sögunnar hafði Valgarð ekki mikið álit á þeim, treysti þeim alls ekki. Við kennarar Gagnfræðaskólans reiknuðum út meðaleinkunnir með aðstoð reiknitölvanna og færðum inn í einkunnabækur. Valgarð fór síðan að kvöldi dags þegar allir voru farnir heim og endurreiknaði allar einkunnir á blaði og í huganum … og fann villur, eins og hann margendur- tók þegar þessa var minnst. Það var með aðdáunarverðri natni, þolinmæði og umhyggju sem hann sinnti Ásdísi konu sinni í langvarandi veikindum hennar sem stóðu yfir í áratug. Hin síðari ár hefur Valgarð verið í ástríku sambandi við Ragnhildi G. Guðmundsdóttur. Þau hafa laðað fram það besta hvort í öðru og verið einkar sam- rýmd, hvort heldur var á ferða- lögum um landið eða bara heima í stofu. Við, börn og tengdabörn Valgarðs, erum Ragnhildi ævar- andi þakklát fyrir umhyggju hennar við Valgarð í veikindum hans hin síðari ár. Valgarð skilur eftir sig stórt skarð í fjölskyldunni. Blessuð sé minning hans. Guðjón Sigurðsson. Í dag kveðjum við mætan mann, hann afa okkar. Afi var gæddur mörgum kostum og einn þeirra var áhuginn sem hann sýndi okkur. Hann spurði okkur frétta og hlustaði gaumgæfilega á það sem við höfðum að segja. Alltaf vildi hann vita meira. Afi var mikill nákvæmnismað- ur, allt sem hann gerði var mjög vel unnið og af mikilli alúð. Það kom sér vel þegar þurfti að lesa yfir ritgerðir, enginn gerði það betur en afi. Mottóið hjá honum var þá gjarnan: „first you check, then you re-check“. Einu sinni var elsta barnabarnið að gera verkefni í skólanum, ásamt vin- konu sinni, um hvernig lífið var áður fyrr. Þá var afi tekinn tali og sagði hann margar sögur af sveitinni sinni, Lómatjörn, þar sem hann dvaldi mikið sem barn. Talið barst að einhverjum ákveðnum skóm sem hann hafði klæðst. Þeir voru bláir … eða svartir. Hann velti litnum lengi fyrir sér og ekkert gekk með frá- sögnina, tautaði fyrir munni sér: „voru þeir bláir… eða voru þeir svartir?“ Þetta varð að vera ná- kvæmt svo við fengjum sem skýrasta mynd af lífinu hér áður fyrr. Enn er setningin notuð í vinahópnum þegar einhverjum finnst frásögn vera komin út í smáatriði. Afi var leiðsögumaður af lífi og sál. Hin síðari ár einbeitti hann sér að ferðum eldri borgara. Hann skipulagði og fór ferðir í fyrrasumar og var byrjaður að skipuleggja ferðir næsta sumar. Það lýsir honum mjög vel að í hvert sinn sem hann skipulagði ferð á nýjar slóðir, þá fór hann alltaf á alla staðina fyrst, keyrði landshorna á milli og tók út að- stæður svo allt yrði nú tipptopp. Afi var mikill hæfileikamaður. Hann samdi ljóð og lög sem eru okkur mikill fjársjóður. Afi var mjög víðlesinn og vissi allt milli himins og jarðar, s.s. um staði, kennileiti, sögu og skáldskap. Það var unun að hlusta á hann segja frá. Hann var mikill ís- lenskumaður og fátt fór meira í taugarnar á honum en íslensk fyrirtæki sem báru erlend nöfn. Afi þreyttist seint á því að lesa og læra og lét ekki nýjustu tækni aftra sér á því sviði. Fjölskyldu- meðlimir fengu óspart að finna fyrir því og heimsóknir og símtöl snérust gjarnan um hvernig senda ætti sms, tölvupósta eða fara inn á Fésbókina. Við eigum eftir að sakna afa okkar mikið, minningarnar ylja og í þær höldum við fast. Elsku Ragnhildur okkar, megi guð styrkja þig í þinni miklu sorg. Júlía, Þórhildur Rún og Sig- urður Gísli. Mér finnst ég vera mjög hepp- in stelpa að hafa fengið að hafa langafa minn með mér í lífinu í 17 ár og það er sárt að sjá á eftir honum. Þegar ég var yngri fannst mér gaman að spreyta mig á að semja ljóð og þá var stundum hringt í langafa og hann beðinn um að gefa lítilli snót góð ráð. Þau ráð voru alls ekki af verri endanum. Við afi Valgarð áttum það til að spjalla lengi saman í síma, síðast ræddum við saman í klukkutíma þar sem hann las upp úr ljóðabókinni sinni fyrir mig. Mér fannst alltaf gaman að hitta afa og segja honum frá því sem ég var að gera þá stundina, því áhuginn sem hann sýndi öllu því sem ég sagði og gerði var ómetanlegur. Mikið sem mér þótti vænt um afa. Mig langar að deila ljóði sem hann gaf mér í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum. Þetta ljóð á ég handskrifað og er mér mikils virði. Guð úr Adam eitt tók rif, aldrei það hefur verið bætt. Fegurst rifja er Fanney Sif, frægri af Lómatjarnarætt. Ég veit að langafi minn er kominn á betri stað þar sem langamma Ásdís og Kolur taka vel á móti honum. Fanney Sif Torfadóttir. Fallinn er einn af ágætis- mönnum úr hópi skólastjóra, Valgarð Runólfsson, sem lengi stýrði grunnskólanum í Hvera- gerði. Við vorum systrasynir að frændsemi og höfðum allmikið samneyti, þótt aldursmunur væri talsverður. Valgarð var fæddur árið 1927 og hefði orðið 88 ára í dag, 24. apríl. Hann var vel gerð- ur maður og vel metinn í starfi sínu. Valgarð var fæddur í Reykja- vík. Foreldrar hans voru hjónin Lára Guðmundsdóttir, fædd á Grenivík austan Eyjafjarðar, og Runólfur Kjartansson, kaupmað- ur, Skaftfellingur að uppruna. Foreldrar Láru, Guðmundur og Valgerður, voru fyrstu landnem- ar hins verðandi þéttbýlis á Grenivík og bjuggu síðar á Lómatjörn. Valgerður amma okkar var fædd á Þönglabakka í Þorgeirsfirði. Þaðan erfði Val- garð músíkgáfu sem ættarfylgju og á Lómatjörn var hann ungur drengur í sveit. Valgarð hlaut í vöggugjöf list- ræna hæfileika, bæði á sviði leik- listar og tónlistar. Hann starfaði lengi með leikfélagi Hveragerðis. Hann lék m.a. í kvikmyndinni Gilitrutt. Hann hefði getað náð langt á þessu sviði, þessi glæsi- legi maður. Valgarð lék vel á pí- anó, hafði fallega söngrödd, og hann samdi talsvert af sönglög- um. Valgarð vann á sumrin við leiðsögu ferðamanna um langt skeið við miklar vinsældir. Í langvarandi veikindum Ás- dísar þáverandi konu sinnar reyndist Valgarð henni vel til loka. Á seinasta kafla æviskeiðsins var Ragnhildur Guðmundsdóttir sambýliskona Valgarðs. Henni færi ég samúðarkveðjur, svo og afkomendum Valgarðs. Með þeim orðum kveð ég góðan frænda. Valgarður Egilsson. Við vorum svo lánsöm að kynnast Valgarði. Okkar kynni af honum voru í gegnum samferð hans með ömmu / Dúnu. Tíminn er þess eðlis, eins og flest annað, að það eru gæðin en ekki magnið sem gefa mest og lengst. Okkar samverustundir með Valgarði verða ekki taldar í árum heldur frekar dögum og klukkustundum yfir þann tíma sem Valgarð og amma / Dúna nutu saman. Þessar stundir skilja þó eftir afar góðar minn- ingar og mannbætandi hugarfar hjá okkur. Valgarð sýndi ávallt virðingu, hlýju og áhuga í öllum samskipt- um og við munum sakna þess að geta ekki spjallað við hann í heimsóknum, boðum eða við önn- ur tilefni sem fjölskyldur koma saman. „Takk fyrir stundirnar sem við áttum saman, Valgarð. Þú skilur eftir eitthvað gott hjá okk- ur og við minnumst þín með virð- ingu og vináttu.“ Eftirfarandi ljóð settum við saman í tilefni 85 ára afmælis Valgarðs. Það lýsir vel okkar hug til hans: Ef velja ætti ég mér garð þá valið yrði býsna létt. Garð ég veldi sem gleði gæfi og hamingju til lok af ævi. Hún amma valdi afar vel ég ofan fyrir Valgarð tek. Ragnhildur, Halldór, Halla, Øyvind, Auður, Skúli. Vin sínum skal maður vinur vera, þeim og þess vin. (Háva- mál). Maður hittir mann og nokkur samskipti verða en vin- átta er of dýrt orð til að eiga við nema örsjaldan. Þörf mannsins fyrir vináttu, að eiga vin, er mik- il. Sérstaklega er sálin er á sínum Valgarð Runólfsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóð- ina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.