Morgunblaðið - 24.04.2015, Síða 19

Morgunblaðið - 24.04.2015, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2015 Sumardagurinn fyrsti Um margt er að ræða á Klambratúni. Kristinn Það mun hafa verið árið 1964 að út kom bók með minningum bandaríska rithöfundarins Ernst Hemingway, frá Parísarárum höfundarins. Heiti bókarinnar er A Moveable Feast. Heitið er tví- rætt, það kann að vísa til þeirra hátíða kirkjuársins, sem eiga sér ekki fastan dag, ellegar þá til veisluhalda sem eiga ekki fasta stund eða stað. Með því að handrit þessara minninga fannst í kofforti á hóteli í París taldi Halldór Kiljan Laxness eðlilegt að kalla bókina í þýðingu sinni „Veisla í farángr- inum“. Skáldinu var sjaldan tregt um tungu að hræra ellegar skáldinu í Eydölum sem orti kvæðið um þá „Ágætu nótt“ í „Kvæði af stall- inum Kristí“ en þar segir skáldið; „Með vísna- söng ég vögguna þína hræri“. Hræranlegar starfsstéttir eiga fátt sameig- inlegt með skyri, annað en að mjólkurfræð- ingar eru hræranleg starfstétt. Hvað eru hræranlegar starfsstéttir? Hræranlegar eru þær starfsstéttir, sem geta starfað hvar sem er í heiminum, og rétt- indi þeirra njóta viðurkenningar eftir að vott- orð um uppruna hafa verið staðfest. Þannig eru íslenskar heilbrigðisstéttir og verkfræðingar gjaldgeng til starfa á EES- svæðinu, og það gildir einnig um iðn- aðarmenn. Störf íslenskra iðnaðarmanna í Noregi grundvallast á slíkri starfaviðurkenn- ingu. Munurinn er þó sá, að heilbrigðisstéttir hafa sótt framhaldsmenntun til landa beggja vegna Atlantshafs, en það gerir slíkar stéttir enn eftirsóknarverðari til starfa utan heimalands en þær sem aðeins hafa lært hér heima. Verkfræð- ingar hafa gjarna sótt menntun sína til annarra landa. Réttindi flugmanna til starfa á al- þjóðavettvangi grundvallast á aðild Íslands að EASA (Flug- öryggisstofnun Evrópu), svo og tegundaréttindum einstakra flugmanna. Störf stjórnmála- manna eru yfirleitt ekki hrær- anleg nema þegar þeir verða sendiherrar. Sumir þeirra hafa heldur aldrei kynnst störf- um eða námi erlendis og jafnvel ekki farið út fyrir sína sveit eða heimabyggð. Kjaramál Því verða þessar starfsstéttir að umtalsefni hér að kjaramál eru í brennidepli. Umfjöllunin byggist á nokkrum öfgum. Einar öfgar eru þær að laun eigi sér réttlætingu í fram- færslukostnaði. Aðrar öfgar eru þær að starfs- fólk í fjármálafyrirtækjum eigi rétt á sér- stökum kaupaukum vegna afkomu fjármálafyrirtækja í vernduðu umhverfi fjár- málamarkaðar í höftum. Fyrirtæki yfir ákveð- inni stærð eiga möguleika á að nýta hrær- anleika fjármagns og afþakka þjónustu fjármálakerfis í höftum og ofurskattlagningu. Þeir sem minna mega sín, eins og almenn- ingur, sitja þá eftir með dýru þjónustuna í höftum. Laun eru afgjald fyrir veitta þjónustu. Þau eru ekki velferðarbætur og geta aldrei orðið. Há laun grundvallast á samkeppnishæfni í samkeppnisumhverfi. Það er hægt að viðhalda lágum launum með því að draga úr samkeppn- ishæfni eða að festa í sessi lítt samkeppn- ishæfar atvinnugreinar. Þannig eru greiðslur ríkissjóðs til landbúnaðarkerfisins að fjárhæð u.þ.b. 12 milljarðar til að festa kerfi í fjötrum, kerfi sem getur ekki skapað velferð. Sjávarútvegur er ekki óseðjandi peningahít Þegar höfundur þessarar greinar kom fyrst á vinnumarkað voru 25 togarar í Reykjavík og fimm stór frystihús. Þá voru í rekstri átta tog- arar undir merki BÚR. Nú eru gerðir út fimm togarar frá Reykjavík án þess það beri sér- staklega á atvinnuleysi og verðmætasköpun mun meiri. Það var eitt sinn borgarstjóri í Reykjavík sem taldi að ekki væri verjandi að BÚR væri óseðjandi peningahít. Starfsemi BÚR var færð undir merki Granda hf. Sami borgarstjóri taldi rétt að Reykjavíkurborg ætti ráðhús. Ein röksemd borgarstjóra um ráðhúsbyggingu var sú að kostnaður við bygg- ingu ráðhúss væri minni en framlög til BÚR á byggingartíma. Því væri í raun sparnaður af þessum tveimur aðgerðum. Ef til vill er þetta fært í stíl en stenst þó hagfræði því sam- keppnishæfni í sjávarútvegi jókst! Sjávar- útvegur er ekki lengur á forsjá ríkisins með afkomu ákveðna af Þjóðhagsstofnun og þar hefur orðið meiri framleiðniaukning en í flest- um öðrum greinum. Nú er deilt um arð af Granda hf., en ekki óseðjandi peningahít BÚR á sínum tíma! Kjarasamningar lækna og heilbrigðisstétta Það kann að vera að kjarasamningar við lækna og heilbrigðisstéttir hafi verið umfram einhver viðmið. Á móti stendur að markaður fyrir störf þeirra er stærri en Ísland. Mark- aðurinn er í það minnsta Norðurlönd og ein- hver hluti Evrópu. Launamunur endurspeglar að einhverju leyti mun á samkeppnishæfni milli landa, en ekki aðeins snjalla samninga- menn í röðum lækna. Sama á við um kjara- samninga flugfólks. Það þarf þó að hafa í huga að samkeppni í atvinnugreininni nær yfir landamæri. Bændur og stjórnmálamenn sækja síður vinnu erlendis. Kjaradeilur, eins og sú sem nú er komin upp, munu ávallt verða undirliggjandi ef ráða- menn telja að stefna beri að uppbygginu og verndun þjóðlegra atvinnugreina, en sam- keppnishæft atvinnulíf þarf að halda hinu lítt samkeppnishæfa uppi. Útganga hræranlegra Hræranlegar starfsstéttir munu leita út- göngu ef starfsgreinar þeirra hér í landi eru ekki samkeppnishæfar við það sem gerist í Evrópulöndum. Þeir sem eftir sitja eru börn, aldraðir og þeir sem ekki eru hræranlegir og ekki samkeppnisfærir á alþjóðamarkaði. Lífs- kjör batna ekki á Íslandi við það. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Sumir þeirra hafa heldur aldrei kynnst störfum eða námi erlendis og jafnvel ekki farið út fyrir sína sveit eða heimabyggð. Vilhjálmur Bjarnason Hræranlegar starfsstéttir Höfundur er alþingismaður. Það er fagnaðarefni að Már Guðmundsson seðla- bankastjóri skuli fást til að skýra hér í blaðinu með- ferð sína haustið 2010 á veðinu sem Seðlabankinn tók haustið 2008, undir annarri stjórn, fyrir 500 milljóna neyðarláni til Kaupþings. Þetta var alls- herjarveð í hinum danska FIH-banka sem var í eigu Kaupþings og var þá met- inn á rösklega einn milljarð evra sem var því meira en tvöfalt lánið sem Seðlabank- inn veitti Kaupþingi. Áður en Seðlabank- inn ákvað að veita veðið hafði Davíð Odds- son seðlabankastjóri snúið sér til danska seðlabankans og fjármálaeftirlitsins sem fullvissuðu hann um að veðið væri traust og virði þess langt umfram lánið. Vilji rík- isstjórnarinnar stóð líka til þess að Seðla- bankinn veitti Kaupþingi þetta lán. Það veldur hins vegar vonbrigðum að svör seðlabankastjórans eru óskýr og lausleg. Nú segir Már Guðmundsson að ekki megi miða við bókfært virði banka, hvorki við veðtöku né sölu, því að úrslitum ráði greiðslugeta þegar að kreppi. Ábend- ingin er í sjálfri sér rétt og hefur oft verið nefnd en hér er aðalatriðið að dönsk stjórnvöld höfðu tryggt greiðslugetu FIH banka enda var hann gamalgróinn dansk- ur banki. Már segir nú að dönsk stjórn- völd hafi hótað því skyndilega haustið 2010 að hætta að veita bankanum fyr- irgreiðslu ef Seðlabankinn seldi hann ekki. Hvar kemur það fram í skjölum? Við eigum kröfu á því að Már leggi fram gögn um slíkar hótanir danskra stjórnvalda. Og hefðu þau framkvæmt þessa hótun hefðu íslenskir ráðamenn beitt sér af ein- hverri alvöru? Af hverju ákvað rík- isstjórnin ekki að taka þetta brýna hags- munamál upp af fullum þunga? Og af hverju sagði Már þá opinberlega þrátt fyrir þessa hótun að salan væri „ágæt“ niðurstaða? Auðvitað var FIH banki ekki nálægt gjaldþroti haustið 2010. Hann átti hins vegar í greiðslufjárvanda eins og aðrir danskir bankar. Stjórnendur bankans beittu í samráði við dönsk stjórnvöld elstu brellunni í bókinni, eins og þrautþjálfaður bankamaður hefur sagt mér: Þeir gerðu allt of mikið úr erfiðleikum bankans svo að Seðlabankinn ókyrrðist og seldi hann á allt of lágu verði. Már lét leika á sig eins og margir bankamenn áttuðu sig þá þeg- ar á. Og hvað gerðist eftir að Seðlabank- inn seldi hópi fjármálamanna undir forystu hins snjalla og auðsæla Christians Dyvigs FIH banka? Þá hætti bank- inn skyndilega að vera „á barmi gjaldþrots“, og stjórn- endurnir tveir keyptu um tíu milljón danskra króna hlut í honum og einum helsta fjár- málamanni Dana, Fritz Schur, stjórnarformanni SAS, var boðið í veisluna með kaupendunum: hann keypti hlut fyrir röskar tíu milljónir danskra króna. Þessir menn vissu hvað þeir voru að gera. Síðan gerðist það sem ég rakti í grein minni hér í Morgunblaðinu 21. apríl: Hin- ir nýju kaupendur færðu allt tap, sem þeir gátu, á tímabilið, þegar það gat verið til frádráttar eftirstöðvum kaupverðsins til Seðlabankans. Þeir endurskipulögðu bankann, sögðu upp lánasamningum (við háværa gagnrýni viðskiptavina) og seldu lánabækur til danska ríkisins og tveggja einkaaðila. Danskir fjölmiðlar fylgdust vel með þessu og spurðu íslenska ráðamenn hvað þeir segðu um þetta en enginn þeirra var fáanlegur til að láta hafa neitt eftir sér. Það var að vonum: Leikið hafði verið illilega á þá. Nú standa kaupend- urnir uppi með banka sem er hættur rekstri en á eigið fé að upphæð 5,7 millj- arðar danskra króna eða um 118 millj- arðar íslenskra króna sem þeir skipta væntanlega með sér næstu árin. Þá verð- ur kátt í höllinni – dönsku. Fritz Schur, einkavinur konungsfjölskyldunnar, græð- ir væntanlega um 400-500 milljónir ís- lenskra króna á þessum viðskiptum og aðrir miklu meira. Seðlabankinn átti ýmsa kosti. Eins og ég nefndi var ákvörðun danskra stjórn- valda auðvitað ekki óhagganleg fremur en aðrar slíkar ákvarðanir: Reynt hefði átt að fá þau til að endurskoða hana, sér- staklega í ljósi þess að danski seðlabank- inn og fjármálaeftirlitið höfðu fullvissað Seðlabankann um að veðið væri traust. Það var ekki gert. Í öðru lagi hefði Seðla- bankinn átt að setja það ófrávíkjanlega skilyrði að frá honum væri maður eða menn í stjórn til að fylgjast með hvað yrði um eftirstöðvar kaupverðsins til hans. Það var ekki gert. Í þriðja lagi hefði Seðlabankinn hugsanlega átt að eiga hluta bankans áfram með stærsta lífeyr- issjóðnum í kaupendahópnum og þá hefði hann eignast hluta af þeim stórgróða sem myndast hefur hjá eigendunum og þeir leysa nú út á næstu árum. Það var ekki gert. Því má ekki gleyma að Seðlabank- inn hafði aðgang að gjaldeyri sem lá óhreyfður en á háum vöxtum í banka í New York. Í fjórða lagi hefði Seðlabank- inn átt að fylgjast grannt með þeim óbeinu ríkisstyrkjum sem bankinn fékk eftir söluna en þeir hefðu átt að minnka reiknað tap og auka með því eftirstöðv- arnar sem kaupendur skulduðu Seðla- bankanum. Það var ekki gert. Már Guðmundsson játar nú að vegna meðferðar veðsins hafi Seðlabankinn tap- að um helmingi neyðarlánsins til Kaup- þings. En Seðlabankinn hefði ekki þurft að tapa einni einustu krónu af því láni hefði hann vakað röggsamlega yfir hags- munum Íslendinga og haldið skyn- samlega á veðinu. Og minna verður á að þetta var allsherjarveð: Hefði meira feng- ist fyrir bankann en 500 milljónir þá hefði það getað gengið upp í aðrar skuldir Kaupþings við bankann. Það er því ekk- ert ofsagt um það að 60 milljarðar ís- lenskra króna hafi tapast fyrir handvömm Más Guðmundssonar. Nú segist hann ætla að rannsaka málið í bankanum! Er þá ekki eðlilegt að Ólafur Ólafsson rann- saki Al Thani-málið frekar en sérstakur saksóknari? Þegar ég sat í bankaráði Seðlabankans 2001-2009 hefði ekkert af þessu sem frést hefur af bankanum undir stjórn Más Guð- mundssonar getað gerst. Samviskusemi og vandvirkni starfsfólksins nýttist vel undir forystu gamalreyndra og hygginna bankastjóra, og vann starfsfólkið til dæm- is kraftaverk í bankahruninu þegar tókst að reka áfram greiðslumiðlun við útlönd þótt öll spjót stæðu á okkur. Það hefði líka verið óhugsandi að einhver þáverandi seðlabankastjóri hefði höfðað mál gegn bankanum til að knýja fram kauphækkun og jafnvel gengið svo langt að láta í laumi bankann greiða málskostnað sinn (og ekki aðeins bankans eins) af málshöfð- uninni. Sá furðulegi málarekstur snýst hins vegar um smámuni miðað við tapið af sölu FIH banka sem ég hef rakið og var óþarft með öllu. Már Guðmundsson verð- ur að birta allar upplýsingar um meðferð veðsins, sem Seðlabankinn tók í FIH banka, og sölu þess. Óháðir aðilar þurfa síðan að fara yfir þær upplýsingar. Eftir Hannes Hólm- stein Gissurarson »Það er því ekkert ofsagt um það að 60 milljarðar íslenskra króna hafi tapast fyrir handvömm Más Guð- mundssonar. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Már geri hreint fyrir sínum dyrum Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði og sat í bankaráði Seðlabankans 2001- 2009.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.