Morgunblaðið - 24.04.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.04.2015, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2015 Geir Þorsteinsson er byggingameistari á Höfn í Hornafirði, enhann er fæddur og uppalinn á Reyðará í Lóni. „Ég er meðsex starfsmenn og við erum núna í ýmsum viðhaldsverk- efnum en engar stórar framkvæmdir eru í gangi núna.“ Geir hefur starfað í Kiwanisklúbbnum Ós í meir en 20 ár, hefur tvisvar verið forseti klúbbsins og einnig verið svæðisstjóri hjá Kiw- anisumdæminu. Hann er gjaldkeri í karlakórnum Jökli og hefur starfað í honum í 20 ár en kórinn hélt vortónleika í Hafnarkirkju í gær, á sumardaginn fyrsta. „Af öðrum áhugamálum þá er það hestamennskan, á þónokkra hesta og hef aðeins verið að fikta við ræktun. Ég á eina meri af Hornafjarðarkyni, en það er mjög sérstakt kyn. Svo hef ég áhuga á mótorsporti, átti alltaf stór bifhjól á mínum yngri árum og draum- urinn er að eignast aftur slíkt, en núna á ég crosshjól. Ég tók mikinn þátt í ungmennafélaginu á mínum yngri árum og keppti í hlaupum og stökkum en líkamsræktin mín í dag er aðallega sú að ég labba til hreindýra á haustin sem burðardýr og hef gaman af.“ Eiginkona Geirs er Björk Pálsdóttir, viðurkenndur bókari. Börn þeirra eru Þorsteinn og Vigdís en Geir átti fyrir Stefán Mitchell. Hvað á að gera í tilefni afmælisins? „Konan ætlar að fara með mig í óvissuferð, þetta er gríðarlegt leyndó og ég veit ekki sinni hversu lengi hún stendur yfir. Hvort hún er bara í dag eða yfir alla helgina.“ Geir Þorsteinsson er fimmtugur í dag Burðardýr á haustin Á Höfn Geir Þorsteinsson með Almannaskarð í baksýn. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Nýr borgari Kópavogur Valur Ari Viggósson fæddist 10. september 2014. Hann vó 17 merkur og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Elín Jóhannesdóttir og Viggó Einar Hilmarsson. A rndís fæddist í torfbæ í Lækjarkoti í Þverárhlíð 24.4. 1945 en ólst upp á Lundi í sömu sveit við mikið frjálsræði. Hún lauk landsprófi og gagnfræðaprófi frá Héraðsskólanum í Reykholti 1962, stundaði nám við Jærens Meieriskole í Bryne Noregi 1966, sótti dagskrárgerðarnámskeið hjá RÚV 1987 og námskeið í svæð- isleiðsögn. Arndís starfaði við Kaupfélag Borgfirðinga 1963-1964, en flutti á Egilsstaði 1967 og hefur búið þar síð- an. Þar starfaði hún fyrst hjá Mjólk- urstöð Kaupfélags Héraðsbúa, var talsímakona hjá Símanum í fimm ár, móttökuritari á Heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum 1976-90, blaðamaður hjá Austra 1990-98 og hefur síðan sinnt skjalaskráninu og séð um Ljós- myndasafn Austurlands hjá Héraðs- skjalasafni Austfirðinga. Arndís sinnti dagsskrárgerð fyrir RÚV, sá m.a. um kvöldvökur um ára- bil, og vann ýmsa þætti um þjóðlegt efni. Þá hefur hún verið annar rit- stjóri Byggðasöguritsins Múlaþings í nokkur ár. Hún hefur sinnt leiðsögn og skipulagningu ferða þegar eftir því hefur verið leitað, hefur samið nokkrar smásögu og skrifað greinar og viðtöl í bækur, blöð og tímarit. Arndís tók þátt í starfi Leikfélags Fljótsdalshéraðs um árabil, var for- maður þess um skeið og sá um upp- setningu á tveimur sýningum í rev- íustíl fyrir félagið, þar sem fluttir voru stuttir frumsamdir leikþættir í tengslum við vinsæl lög frá fyrri ár- Arndís Þorvaldsdóttir skjalavörður – 70 ára Á bókavöku Arndís, Vilhjálmur Hjálmarsson frá Brekku og Jóhanna Hafliðadóttir forstöðumaður, í Safnahúsinu. Í leiðsögn og leiklistinni Í fríi Hér eru Arndís og Sæbjörn í Frakklandi og auðvitað með eðalvín. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. MOSFELLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is Ert þú búin að prófa nýja súrdeigsbrauðið okkar? Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.