Morgunblaðið - 24.04.2015, Síða 2

Morgunblaðið - 24.04.2015, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Um síðustu áramót var tekin sú ákvörðun í Ljósinu, endurhæf- ingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein, og aðstandendur þeirra, að setja ákveðin mörk á hversu lengi fólk geti nýtt sér þjónustu Ljóssins. Brugðið var á það ráð að útskrifa fólk úr Ljósinu sem hafði nýtt sér þjónustuna í áraraðir og gat nýtt sér aðrar leiðir sem voru í boði í samfélaginu, að sögn Ernu Magn- úsdóttur, forstöðuiðjuþjálfa og eins af stofnendum Ljóssins. Síðustu ár hefur ásóknin í Ljósið aukist mikið og því þurfti að for- gangsraða í þágu þeirra sem þurfa mest á þjónustunni að halda, segir Erna. Í fyrra sóttu rúmlega 1.000 ein- staklingar þjónustu í Ljósið en heimsóknirnar eða komurnar voru alls um 14.000. Árið 2013 sóttu 970 einstaklingar þjónustu í Ljósið og árið 2012 voru þeir 934 talsins. Erna nefnir að oft sé fullbókað á þau námskeið sem Ljósið býður upp á og í auknum mæli hafi þeir aðilar sem mest þurfa á þjónust- unni að halda, þ.e. ný- og end- urgreindir ekki komist að. Sársaukafull aðgerð „Auðvitað er sársaukafullt að fara í svona aðgerðir, en hafa verð- ur í huga að við erum ekki að vísa neinum frá sem sannarlega þarf á stuðningi og endurhæfingu að halda. Við reynum eftir fremsta megni að reka Ljósið á hag- kvæman hátt og höfum til þess takmarkað fjármagn. Starfsemin er fjármögnuð að mestu leyti með styrkjum frá fyrirtækjum og ein- staklingum, en að hluta til með framlagi frá hinu opinbera. Við leggjum mikla áherslu á fag- mennsku í starfi þar sem meg- inmarkmiðið er að hjálpa fólki að komast aftur út á vinnumarkaðinn eða út í hið daglega líf. Ljósið er því fyrst og fremst viðkomu- staður,“ segir Erna. Miðað er við að fólk geti nýtt sér þjónustu Ljóssins í fimm ár frá greiningu, en Erna bendir á að það sé erfitt að miða við árafjölda í því sambandi og nauðsynlegt að skoða hvert tilvik fyrir sig. „Sumir nýta sér Ljósið í stuttan tíma, en aðrir lengur, t.d. ef þeir greinast aftur. En við reynum að hjálpa öðrum að komast í önnur úrræði. Auðvitað væri gott að geta þjónustað alla alltaf, en það gengur einfaldlega ekki upp.“ Nokkurrar óánægju gætti með þessa ákvörðun stjórnar um fyrr- greindan tímaramma. Ljósið slokknað Í Ljósinu er boðið upp á ýmis námskeið sem félagsmenn geta sótt gegn lágu gjaldi, t.d. í leirlist, myndlist, bútasaumi, o.fl. Um ára- bil hefur verið boðið upp á svokall- að prjónakaffi en það var ekki á dagskrá eftir áramótin. Þar hittust einstaklingar sem tóku m.a. þátt í stofnun Ljóssins fyrir um 10 árum. „Á kynningarfundinum á dag- skránni eftir áramót fengum við að vita að þetta væri ekki á dagskrá án þess að það væri útskýrt frek- ar. Stuttu síðar var okkur tilkynnt reglan um fimm árin. Þetta var eins og köld vatnsgusa,“ segir Ingibjörg J. Helgadóttir en hún hefur komið reglulega í Ljósið undanfarin ár þar sem hún er með ólæknandi blóðsjúkdóm en hún greindist með krabbameinsæxli fyrir sjö árum. „Þetta er mjög neikvætt fyrir starfsemina og allt það góða starf sem hefur farið þarna fram. Þetta er orðið eins og stofnun og í mín- um huga hefur ljósið slokknað eftir þessar breytingar,“ segir Ingi- björg. Ekki lengur en 5 ár í Ljósinu  Forgangsraðað í þágu þeirra sem þurfa mest á þjónustunni að halda Áhugi Síðustu ár hefur ásóknin í Ljósið aukist mikið. Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Rútufyrirtækið Gray Line, sem hefur á undanförnum árum haft aðstöðu á Kolaportsplaninu svonefnda, vinnur nú að því að finna nýja staðsetningu fyrir rútur fyrirtækisins. Fyrsta skóflustungan að fjölbýlis-, verslun- ar-, og skrifstofuhúsnæði var tekin í gær og hefur bílastæðinu við Tollhús- ið verið lokað, þar sem áður voru um 200 bílastæði. „Við getum verið þarna á svæðinu eitthvað örlítið lengur og erum að vinna að því að koma okkur fyrir ein- hvers staðar annars staðar,“ segir Sigurdór Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Gray Line. Fyrsta skóflustungan í gær Í gær tóku Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Gísli Steinar Gíslason og Guðni Rafn Eiríksson hjá Landstólp- um fasteignafélagi og Helgi S. Gunn- arsson, forstjóri Regins, fyrstu skóflustunguna að byggingum sem munu rísa á Hörpureitum 1 og 2, á Kolaportsplaninu við Tollhúsið við Austurbakka í miðborg Reykjavíkur. Gísli Steinar Gíslason hjá fast- eignaþróunarfélaginu Landstólpum, sem er framkvæmdaraðili verkefnis- ins, segir fornleifagröft hefjast á svæðinu á næstu dögum og fram- kvæmdirnar í kjölfarið. Þriðjungur bygginganna verður skrifstofur, þriðjungur íbúðir og þriðjungur verslanir en Reginn hefur þegar keypt upp allt verslunarrýmið. Íbúðafjöldinn verður á bilinu 75 til 80 og verða íbúðirnar frá 50 fermetr- um upp í 200 fermetra að stærð. Hönnunarferlið tók um það bil eitt ár og er áætlað að framkvæmdum á reitnum ljúki árið 2018. Morgunblaðið/Eva Björk Ægisdóttir Framkvæmdir Guðni Rafn Eiríksson hjá Landstólpum, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Gísli Steinar Gíslason hjá Landstólpum og Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, tóku fyrstu skóflustunguna að framkvæmdunum í gær. Rútufyrirtæki kveð- ur Kolaportsplanið  Fornleifagröftur á Hörpureitum 1 og 2 við það að hefjast Kolaportsplanið Á Hörpureitum 1 og 2 mun rísa fjölbýlis-, verslunar- og skrifstofuhúsnæði og er áætlað að framkvæmdum ljúki árið 2018. Blakdeild Þróttar, Neskaupstað, hefur fest kaup á þremur upp- blásnum íþróttahúsum. Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, formaður blakdeild- arinnar, segir að húsin hafi verið keypt þar sem ekki hafi verið nógu margir keppnisvellir í Neskaupstað til þess að hægt hefði verið að halda öldungamótið í blaki en um 970 keppendur taka þátt í mótinu í ár með 133 liðum og hefst mótið á fimmtudaginn kemur. Húsin þrjú kostuðu í heildina um 10 milljónir króna komin hingað til lands og segir Þorbjörg að ekki sé búið að ákveða hvað gert verði við húsin þrjú að móti loknu. Samvinnu- félag útgerðarmanna í Neskaupstað styrki blakdeildina um tvær og hálfa milljón króna til kaupanna og Fjarðabyggð um 750 þúsund krón- ur. „Á síðasta móti voru um 150 lið sem kepptu á mótinu sem þýðir að það var verið að keppa á 10 til 12 völlum í þrjá daga. Við búum við það í Neskaupstað að vera með eitt íþróttahús með þremur völlum og þurftum við því að finna aðrar lausn- ir,“ segir hún. Þorbjörg bætir við að vissulega séu fleiri íþróttahús í Fjarðabyggð sem hefði verið hægt að keppa í en skipuleggjendur töldu það ekki henta mótsskipulaginu að hafa vellina á víð og dreif um sveit- arfélagið. „Það er bæði leiðinlegra fyrir leik- menn að dreifa keppnisvöllunum um Fjarðabyggð og okkur langaði að hafa alla keppnisvellina í mekka blaksins, í Neskaupstað,“ segir hún en tvö húsanna eru 25 sinnum 28 metrar að stærð og stærsta húsið er 25 sinnum 40 metrar. Öll húsanna eru með 10 metra lofthæð og rúmast tveir keppnisvellir í hvoru minni húsanna og þrír keppnisvellir í stærra húsinu en húsin þrjú munu standa á gervigrasvellinum í Nes- kaupstað á meðan á mótinu stendur. Kosið verður á milli þriggja móts- staða næsta öldungamóts á öldunga- þingi sem verður haldið samhliða mótinu: Vestmannaeyja, Garða- bæjar og Mosfellsbæjar. Keppt í blaki í þremur uppblásnum húsum Ljósmynd/Haraldur Egilsson Hús Blakdeildin hefur ekki ákveðið hvað gert verður við húsin að móti loknu en þau kostuðu um 10 milljónir króna.  Blakdeild Þróttar í Neskaupstað heldur 40. öldungamótið eftir viku

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.