Morgunblaðið - 24.04.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.04.2015, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2015 Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Nýjar hagstæðar lausnir í innréttingum. Nútímaleg hönnun, glæsilegt útlit og örugg gæði frá fagmönnum. Verktakar – húsbyggjendur ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert fær með tölur og færð snilldar- hugmynd til að bæta núllum aftan við launin þín. Misstu ekki móðinn þótt það reynist erfiðara en sýnist í fljótu bragði. 20. apríl - 20. maí  Naut Óvænt ástarævintýri og skapandi tæki- færi geta gert þetta að góðum degi. Líkur eru á því að athyglin beinist að þér og því gott að vera undir það búinn. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér er ekki hlátur í hug í dag og glens og gaman á ekki upp á pallborðið. Láttu góðvild þína ekki verða á þinn eigin kostnað. Ekki taka ákvörðun fyrr en þú hefur náð átt- um. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Reynið að létta á spennunni sem ríkir í kringum ykkur. Bíddu ekki eftir öðrum held- ur taktu strax til þinna ráða. Forðastu öll óþarfa útgjöld, það eru þau sem skemma fyrir þér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft að leita fleiri leiða til þess að tjá hug þinn. Að hugsa um sjálfan sig felst í fleiru en að mæta grunnþörfunum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Láttu ekki tilfinningarnar byrgja þér sýn í ágreiningi þínum við aðra. Alls konar sambönd verða skyndilega til fyrir vikið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ástin hefur á sér mörg snið. En í dag ertu þeim mun áhugaverðari, þeim mun minna sem þú gerir. Ef þú þarft á meðmælum að halda, vitnisburði eða traustsyfirlýsingu hefur þú heppnina með þér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú færð að líkindum tækifæri til þess að klára mál sem tengjast sköttum, skuldum, tryggingum, sameiginlegum eigum og dánarbúum. Njóttu kvöldsins í faðmi fjöl- skyldu og vina. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ættir að ná takmarki þínu, þar sem þú leggur svo hart að þér. Gættu þess bara að ofmetnast ekki, því dramb er falli næst. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú smitar alla í kringum þig með léttlyndi og glaðværð. Mundu að aðstoð get- ur borist úr ólíklegustu áttum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það getur tekið á að þurfa stöðugt að sýna einbeitni gagnvart öðrum. Reyndu að virðast hress og jákvæður. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er einhver maðkur í mysunni en þér finnst þú ekki geta fest hendur á hvað raunverulega er að. Margar hendur vinna létt verk. Pældu í hæfileikum sem þú er gæddur! Jón Karl Einarsson skrifaði íLeirinn: Einhver finnst mér eigi að kanna, hvort eitthvað hefur skolast úr Vaðlaheiðarvegamanna- verkfærageymsluskúr. Hér prjónar Jón Karl framan við gamlan botn. Jakob Ó. Pétursson sagði frá því í Íslendingi árið 1958 og hafði eftir Karli Friðrikssyni yf- irverkstjóra að vísan væri eftir Sig- urð K. Pálsson, verkstjóra í Vaðla- heiðarvegi, og hefði hann kennt sér hana svo: Fyrr á hausti svanir sungu sælt í moll og dúr. Vaðlaheiðarvegamanna- verkfærageymsluskúr. Jakob segir frá því að á þessu sama sumri voru menn að keppa um, hver gæti búið til lengst orð, og mun vísan af þeim toga spunnin og höfundur vísunnar því sennilega höfundur hins langa orðs. Fía á Sandi segist hafa heyrt vís- una öðruvísi, eignaða Hringi Jó- hannessyni listmálara. Gjarna vildi eg konu kanna og klæða hana úr í Vaðlaheiðarvegavinnumanna- verkfærageymsluskúr. Hallmundur gamli sér landslagið þannig: Sýnist mér af sama meiði, svipuð þeirra gjörðin, Vaðlarnir í Vaðlaheiði og Vaðlarnir við fjörðinn. Þessi vísa gaf Fíu á Sandi tilefni til athugasemdar: „Nú skilur maður loks nafnið á heiðinni. Hefði mátt skoða áður en farið var í göngin.“ Og Skírnir Garðarsson bætti því við að hann væri ættaður frá Hallandi, bæ sem kúrir þarna á stalli, og skyldur Hallands-Möngu, en lang- amma sín hefði farist í vatnsflaumi þarna og svæðið varasamt. – „Ekkert er nýtt undir sólinni!“ Davíð Hjálmar Haraldsson hefur samúð með móður náttúru: Vaðlaheiði, mjúk og móðurleg, í miðjuna fær göng og breiðan veg en eins og mey sem hefur fengið fang fær hún æluskot og niðurgang. Jón Arnljótsson sér þessa lausn fyrir sér: Þó fossi vatn um fjöllin blá, fljótt má lækka sönginn, því að nú skal ferju fá, að fara þar um göngin. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vaðlaheiðargöng og vegavinnuskúrar Í klípu HANN VAR LAUS FYRR EN VARÐI, MEÐ NÝJA SÝN Á LÍFIÐ OG HREINT BORÐ. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG HELD AÐ ÞETTA TÁKNI HINA EILÍFU BARÁTTU MANNSINS FYRIR FRELSI.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... ást eins og okkar. ELLEN, FYRIR ÞIG MYNDI ÉG SYNDA Í DÝPSTA HAFI HEIMS... HVAÐ SAGÐIRÐU? ÞÚ ÞIGGUR ÞAÐ AÐ ÉG SYNDI? LÖNG LEIÐ FYRIR HUNDASUND MEÐ KÚTA! ÉG ER FARINN TIL SKOTLANDS Í LEIT AÐ FRÆGÐ OG FRAMA! ...OG NOKKRUM LOTUM AF GOLFI OG VISKÍ! Datt Dagur á höfuðið ofan í holu?spurði vinnufélagi Víkverja í gær, þegar borgarstjórinn tók við gjöf fyrir hönd barna og ungmenna í höfuðborginni. x x x Eins og alþjóð veit og einnig hefurvakið athygli utan landstein- anna hefur meirihlutinn í borg- arstjórn Reykjavíkur barist með kjafti og klóm á móti gjöfum til grunnskólabarna og þannig hafa áratugahefðir verið brotnar á bak aftur. x x x Svo lengi sem elstu menn munahafa Gídeonfélögin gefið grunn- skólabörnum Nýja testamentið en tekið var fyrir það af borgarstjórn. x x x Um árabil gaf Kiwanishreyfinginbörnum í fyrsta bekk reið- hjólahjálma merkta Eimskip, þar til Dagur tók í taumana í ársbyrjun. Í könnun Capacent Gallup kom fram að rúmlega 5% svarenda fylgdu meirihluta borgarstjórnar að mál- um. x x x Tannlæknafélag Íslands, tann-læknadeild Háskóla Íslands og Embætti landlæknis stóðu fyrir ár- legri tannverndarviku í febrúar og gáfu börnum í 10. bekk tannbursta, tannkrem og tannþráð frá mismun- andi framleiðendum. Öllum nema börnum í Reykjavík vegna þess að Dagur og félagar tóku fyrir það. x x x Í ársbyrjun sagði Sveinbjörg BirnaSveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, meirihluta borgarstjórnar kominn í andstöðu við sjálfan sig í sambandi við gjafir til skólabarna og spurði hvort spjaldtölvuvæðing í skólum stuðlaði að Apple-væðingu þjóðfélagsins. Þá varð fátt um svör, en svo bar við í vikunni að skátar gáfu börnum í 2. bekk grunnskóla landsins íslenska fánaveifu fyrir sumardaginn fyrsta eins og þeir hafa gert árlega frá 1994. Börn í Reykjavík fengu líka fána að gjöf. Því kemur Víkverja ekki á óvart að spurt sé hvort borg- arstjóri hafi dottið á höfuðið ofan í eigin holu. víkverji@mbl.is Víkverji Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir. (Hebreabréfið 13:8)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.