Morgunblaðið - 24.04.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.04.2015, Blaðsíða 16
ÞÓR HF Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is Réttu tækin fyrir verktaka Wacker Neuson Beltavagnar upp í 3 tonn og hjólavagnar (dumperar) upp í 10 tonn. Allt sem viðkemur jarðvegsvinnu. Wacker Neuson Smágröfur og beltagröfur frá 800 kg upp í 15 tonn. Hjólagröfur upp í 10 tonn. Erummeð sýningarvélar í sýningarsal okkar að Krókhálsi 16 í Reykjavík. Kíkið við - sjón er sögu ríkari! 16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2015 Deutsche Bank hefur verið gert að borga sekt að upphæð rösklega tveir milljarðar evra. Að sögn Bloomberg er bankanum einnig gert að reka sjö starfsmenn, sex í London og einn í Frankfurt, sem tóku þátt í því að hafa óeðlileg áhrif á þróun Libor-við- miðunarvaxta. Breska eftirlitsstofnunin FCA, Financial Conduct Authority segir að samtals hafi 29 starfsmenn bank- ans komið að Libor-svindlinu, flestir þeirra á skrifstofum bankans í Lond- on en einnig starfsmenn í Frankfurt, Tókýó og New York. Rannsókn leiddi einnig í ljós að enginn af stjórnarmeðlimum bankans, hvorki fyrrverandi né núverandi, vissu af eða tóku þátt í svindlinu. Voru seinir til svara Rannsakendur saka bankann um að hafa brugðist hægt og illa við og á köflum reynt að villa um fyrir eft- irlitsaðilum og hafi það dregið rann- sóknina á langinn. Libor vextir (e. London Interbank Offered Rate) eru millibankavextir ákvarðaðir á meðal leiðandi banka í London. Eru millibankavextirnir notaðir til viðmiðunar í lánasamning- um víð um heim og ákvarða vexti lána upp á þúsundir milljarða banda- ríkjadala. Fleiri bankar tóku þátt í Libor- svindlinu og hefur málið verið rann- sakað af stofnunum bæði í Banda- ríkjunum og Bretlandi. Árið 2012 og 2013 greiddu Barcla- ys, UBS og Royal Bankof Scotland sektir að fjárhæð samtals 3,5 millj- arða dala vegna Libor-málsins. Er sekt Deutsche Bank stærsta Libor- sektin til þessa. Fyrra met átti UBS sem greiddi 1,5 milljarða dala árið 2012. Deutsche Bank hafði þegar ráð- stafað 3,2 milljörðum dala í varasjóð til að standa straum af mögulegum sektargreiðslum. Hefur bankinn varið 7,1 milljörðum evra í mála- rekstur á undanförnum árum og standa enn yfir rannsóknir á meint- um afbrotum bankans er snúa m.a. að gjaldeyrisviðskiptum, fasteigna- lánum, og brotum á viðskiptahöftum. ai@mbl.is Deutsche Bank fær risa- sekt vegna Libor-svindls  Sjö starfsmenn í London og Frankfurt verða reknir AFP Turnar Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt. Libor svindlið fór einkum fram á skrifstofum bankans í London en teygði sig víða. Aðalfundur Landsvirkjunar var haldinn á miðvikudag og var þar samþykkt tillaga fjármála- og efna- hagsráðherra um kjör aðalmanna og varamanna í stjórn fyrirtækis- ins. Voru allir stjórnarmeðlimir endurkjörnir. Aðalmenn eru Jónas Þór Guð- mundsson, formaður stjórnar og hæstaréttarlögmaður, Helgi Jón Jóhannesson hæstaréttarlögmaður, Jón Björn Hákonarson, varafor- maður stjórnar og forseti bæjar- stjórnar Fjarðabyggðar, Þórunn Sveinbjarnardóttir, framkvæmda- stýra Samfylkingarinnar, og Álf- heiður Ingadóttir líffræðingur. Varamenn eru Páley Borgþórs- dóttir, Teitur Björn Einarsson, Ásta Björg Pálmadóttir, Skúli Helgason og Steinþór Heiðarsson. Var jafnframt samþykkt á aðal- fundinum tillaga stjórnar um arð- greiðslu til eigenda fyrir árið 2014 að fjárhæð 1,5 milljarðar króna. ai@mbl.is Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Kraftur Ein af borholum Lands- virkjunar á Þeistareykjum. Landsvirkjun greiðir 1,5 milljarða í arð  Stjórn endurkjörin á aðalfundi Bandaríska kleinuhringjaveldið Dunkin’ Brands Group tilkynnti á fimmtudag að bæði tekjur og hagnaður á fyrsta fjórðungi ársins hefðu verið umfram væntingar. Hækkaði fyrirtækið hagnaðarspár ársins úr 5-7% upp í 6-8%. Áætlar Dunkin’ að hagnaður verði á bilinu 1,87 til 1,91 dalir á hlut. Fyrirtækið þakkar árangurinn aukinni áherslu á drykkjarsölu á sölustöðum sínum og samstarfi við Smucker Co. og Keurig um að selja K-Cups-skyndikaffi undir merkjum Dunkin Donuts í versl- unum víða um Bandaríkin. Undanfarin misseri hefur slag- urinn verið harður á morgunverð- armarkaði vestanhafs og Dunkin’ brugðist við m.a. með því að gera afgreiðslu hraðari með end- urhönnuðu vinnusvæði af- greiðslufólks. MarketWatch grein- ir frá að einnig hafa verið gerðar breytingar á matarframboðinu með aukinni áherslu á heilsu- samlegri rétti og morgunverð- arsamlokur. ai@mbl.is Batnandi horfur hjá Dunkin’ Donuts Þægindi Keurig skyndikaffið hefur reynst Dunkin’ Donuts vel. Innkaupastjóravísitölur voru birtar víða um heim á fimmtudag og þóttu niðurstöðurnar neikvæðar á öllum stöðum. Bloomberg segir að í Jap- an, Kína, Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum hafi vísitalan mælst lægri en markaðurinn hafði reiknað með. Í Japan, Kína og Frakklandi mældist vísitalan undir 50 stigum sem þýðir að samdráttur átti sér stað milli mælinga. Innkaupastjóravísitölurnar þykja til marks um hvort framleiðsla er að aukast eða dragast saman. Í tilviki Kína og Japans er sam- drátturinn nú í takt við þróun síð- ustu mælinga sem hafa verið á nið- urleið en í tilviki Þýskalands og Bandaríkjanna markar lækkunin umskipti því þar hafa vísitölurnar verið á uppleið það sem af er ári. ai@mbl.is AFP Samdráttur Innkaupastjórarnir halda að sér höndum. Verksmiðja í Kína. Innkaupastjóravísitölur valda vonbrigðum ● Samkomulag hefur náðst um að sænska félagið AdvInvest kaupi 32% eignarhlut Framtakssjóðs Íslands í Adv- ania. Í tilkynningu segir að af þessu leiði að AdvInvest sé nú skuldbundið til að bjóða til kaups þá hluta sem eftir standa af öðrum hluthöfum. Verður Advania væntanlega að öllu leyti í eigu AdvInvest eftir kaupin. Í tilkynningunni segir enn fremur að Advania verði áfram íslenskt fyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi enda lögð áhersla á að byggja upp starf- semi fyrirtækisins hér á landi auk þess að skrá félagið í kauphöll bæði í Reykja- vík og Stokkhólmi. ai@mbl.is Framtakssjóðurinn selur hlut sinn í Advania

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.