Morgunblaðið - 24.04.2015, Síða 15

Morgunblaðið - 24.04.2015, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2015 Félagið MÍR, Menningartengsl Ís- lands og Rússlands, minnist nú í vorbyrjun þess að 70 ár eru liðin frá stríðslokum í Evrópu. Dagskrá verður af þessu tilefni í MÍR- salnum, Hverfisgötu 105, dagana 25. apríl til 10. maí. Sýning á ljósmyndum og sov- éskum veggspjöldum, plakötum, frá stríðsárunum verður opnuð í MÍR-salnum laugardaginn 25. apríl kl. 15. Sendiherra Rússneska sambandsríkisins, Anton V. Vasi- liev, flytur ávarp og opnar sýn- inguna formlega, Jón Júlíusson leikari les ljóð, sýnd verður stutt sovésk heimildarkvikmynd, sem gerð var þegar 40 ár voru liðin frá einni mestu orrustu heimsstyrjald- arinnar, orrustunni um Kúrsk- bugðuna sumarið 1943, segir í frétt frá MÍR. Myndasýningin verður op- in á virkum dögum kl. 13.30-15 og 2 tímum lengur 1. maí. Kvikmyndasýningar verða í MÍR- salnum 26. apríl, 28. apríl 5. maí og 10. maí. MÍR minnist stríðs- loka í Evrópu Bæjarráð Akranesbæjar hefur ákveðið að óska eftir leiðbeiningum frá heilbrigðisnefnd Vesturlands vegna endurálagningar sorp- gjalda fyrir síðasta ár. Ekki hefur verið ákveðið hvort bærinn uni úrskurði áfrýj- unarnefndar sem ógilti álagningu sorpgjalda fasteignaeigenda vegna þess að láðst hafði að leita umsagnar heilbrigðisnefndar. Bærinn hefur ekki endurgreitt umræddum fasteignaeiganda eða öðrum enda standa bæjaryfirvöld í þeim sporum að þurfa að ákveða hvort farið verði í mál í þeim tilgangi að fá úrskurðinn ógiltan eða fella niður álagninguna og leggja gjöldin á að nýju. Reg- ína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri segir nauðsyn- legt að leita leiðbeiningar heilbrigðisnefndar og ráðuneytis. „Við viljum stíga næsta skref varlega, þannig að ekki leiki neinn vafi á um réttmæti álagningarinnar,“ segir Regína. Ósammála niðurstöðunni Lögfræðingar Sambands íslenskra sveitar- félaga virðast ekki sammála niðurstöðu úr- skurðarnefndarinnar. Í minnisblaði þeirra sem lagt var fyrir fund bæjarráðs Akraness kemur fram það álit að verulegir annmarkar þurfi til að koma til þess að stjórnvalds- ákvörðun verði ógilt. Færð eru rök fyrir því að þótt láðst hafi að afla umsagnar heilbrigð- isnefndar við setningu gjaldskrár sem ein- göngu snýr að endurskoðun fjárhæða með til- liti til verðlagsbreytinga geti það vart talist verulegur annmarki á málsmeðferð. Ef Akranesbær ákveður að una úrskurð- inum og leggja sorpgjöldin á að nýju benda lögfræðingarnir á þann möguleika að leggja til grundvallar gjaldskrá frá nóvember 2012 og fara með hana í lögformlegt ferli. Hún fæli í sér 870 kr. lækkun á gjöldum hvers fast- eignaeiganda og að tekjur bæjarins myndu lækka um 2,7 milljónir. helgi@mbl.is Óskað eftir leiðbeiningum heilbrigðisnefndar Morgunblaðið/Árni Sæberg Akranes Óvissa ríkir um sorpgjöldin.  Akranesbær metur hvort úrskurði um sorpgjöld verði vísað til dómstóla eða gjöldin lögð á að nýju Fyrir tíu árum var fyrsta Flug- messan haldin í Grafarvogs- kirkju. Nú hefur flugfólk á Íslandi ákveðið að halda aðra flugmessu kl. 11:00 sunnu- daginn 26. apríl. Hátíðarhöldin hefjast með því að þyrla Landhelg- isgæslunnar lendir við Grafarvogs- kirkju kl. 10:30 með presta og fleiri sem taka þátt í messunnni. Arn- grímur Jóhannsson flugstjóri flytur hugvekju og Flugfreyjukórinn syng- ur undir stjórn Magnúsar Kjart- anssonar. Organisti er Ólafur W. Finnsson flugstjóri. Séra Vigfús Þór Árnason sóknarprestur mun þjóna fyrir alt- ari. Eftir messu er boðið upp á kaffi og meðlæti. Allir eru velkomnir en „flugfólkið“ er beðið um að mæta í einkennisklæðnaði sínum. Þyrla lendir með prestana í flugmessu Grafarvogskirkja Þjóðgarðsvörður hefur tekið þá ákvörðun að loka tímabundið flest- um gönguleiðum á Skaftafellsheiði. Mjög mikil bleyta er á svæðinu eftir snjóþungan vetur og því ekki for- svaranlegt, hvorki fyrir gróður né ferðamenn, að hafa þessar leiðir opnar, að því er segir á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Ekki er ljóst að svo stöddu hvenær unnt verður að opna þær aftur. Opið er frá Skaftafellsstofu að Svartafossi, Sjónarskeri og Seli, merkt S2 á korti. Aðrar leiðir á heiðinni eru lokaðar, en leiðir í Morsárdal eru opnar, sem og gönguleiðin að Skaftafellsjökli. Gönguleiðum í Skaftafelli lokað vegna bleytu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.