Morgunblaðið - 24.04.2015, Page 12

Morgunblaðið - 24.04.2015, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2015 miðlum. Mismunandi er eftir lönd- um hversu gamlir þátttakendurnir í rannsókninni voru. T.d. voru allir Íslendingarnir eldri en 69 ára, en í sumum öðrum löndum voru þeir frá 45 ára. Rannsóknirnar voru framkvæmdar með prófunum á ýmsum þáttum heilastarfseminnar og með því að segulóma heila þátt- takenda. Rannsóknirnar hér á landi eru hluti öldrunarrannsóknar Hjartaverndar sem hófust 2002 en í hinum löndunum voru rannsókn- irnar gerðar undanfarin 10-15 ár Gætu niðurstöðurnar orðið til þess að hægt væri að hægja á áhrifum öldrunar á hraða hugsunar? „Þetta er það sem margir gæla við; að reyna að skilja hvað það er sem ákvarðar heilasjúkdóma og hvernig hrörnun verð- ur. Það sem maður sér, þegar mað- ur finnur svona gen, er hvaða ge- netísku þættir eiga í hlut og þá getur maður einblínt betur á þá hluti í frekari rannsóknum með það fyrir augum að hafa áhrif á hraða hrörnunar. Með aldrinum hægist á fólki á margan hátt, við erum að skoða hvað gerist við það og það er ljóst að þeir sem hafa þennan erfðabreytileika í geninu CADM2 eru aðeins hægari í eðli sínu en aðrir vegna erfða.“ Eruð þið búin að finna gáfnagen- ið? „Nei, það myndi ég ekki segja, þó að það væri vissulega verðugt verkefni. En við viljum átta okkur á því hvernig hægt er að seinka hrörnunarferli og koma í veg fyrir afleiðingar hrörnunar.“ Áhersla á öldrunarrannsóknir Vilmundur segir að undanfarin ár hafi vísindaheimurinn lagt sífellt meiri áherslu á rannsóknir á þeim breytingum sem fylgi öldrun, bæði andlegum og líkamlegum. „Við er- um að leita lausna á vandamálum komandi kynslóða. Hlutfall aldr- aðra af þjóðinni hækkar jafnt og þétt, bæði hjá okkur og öðrum þjóðum. Líklega verða um 20% þjóðarinnar eldri en 65-70 ára árið 2050. Ef við gerum ekkert til að sporna við þeim sjúkdómum eða hrörnun sem þetta fólk mun óhjá- kvæmilega standa frammi fyrir, þá verður ekkert heilbrigðiskerfi hér fyrir þá sem yngri eru.“ Að sögn Vilmundar geta niður- stöður rannsóknarinnar nýst við rannsóknir á Alzheimer-sjúkdómn- um. „Þó frávik við CADM2 hafi í sjálfu sér ekkert með Alzheimer að gera, þá er þetta eitt af því sem hjálpar okkur að auka skilning á því hvað gerist við öldrun. Allt sem hjálpar okkur við að skilja eðlilega hluti styður okkur við að skilja hvað fer úrskeiðis.“ Hröð hugsun meðfædd, ekki lærð  Íslenskir vísindamenn í alþjóðlegum hópi sem rannsakar hvað veldur hægari hugsun  Genið CADM2 er lykillinn  Ekki að leita að gáfnageninu  Leita lausna á vandamálum komandi kynslóða Morgunblaðið/Ómar Vísindamaður Vilmundur Guðnason er einn vísindamanna frá 12 löndum víða um heim sem hafa unnið að rannsókn á geninu CADM2 sem hefur áhrif á hraða hugsunar og hæfni fólks til að draga ályktanir og vinna úr upplýsingum. Rannsóknarstöð Hjartaverndar var stofnuð 1967 og eru rannsóknirnar m.a. styrktar af bandarísku heilbrigðisstofnuninni. „Við höfum fengið mikið af styrkjum þaðan til að rannsaka öldrun; hjarta- og æðakerfið, stoðkerfið og heilann,“ segir Vilmundur. Þá er Hjartavernd einn af stofnaðilum í stórum alþjóðlegum vinnuhópi sem kallast Cohorts for Heart and Aging Research in Genomic Epidem- iology eða CHARGE. Rannsóknarhópurinn hefur í gegnum tíðina m.a. uppgötvað talsvert af genum sem orsaka Alzheimer og hefur mikið af vísindagreinum birst um þær niðurstöður. „Með þessu samstarfi höfum við getað svarað spurningum sem hvert og eitt land gæti ekki svarað, því yfirleitt eru allar þessar rannsóknir það litlar að við getum ekki svarað nema takmörkuðum spurningum. Með því að leggja saman í púkk náum við upp fjölda einstaklinga í rannsóknunum,“ segir Vil- mundur. Fá styrki frá Bandaríkjunum HJARTAVERND ER Í VÍÐTÆKU ALÞJÓÐASAMSTARFI SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Erfðir og mismunandi genaupp- bygging gætu skýrt hvers vegna sumt fólk sem komið er um og yfir miðjan aldur er fljótara að hugsa en jafnaldrar þess. Þetta sýnir ný rannsókn en þar uppgötvaði alþjóð- legur hópur vísindamanna frá 12 löndum, m.a. frá Íslandi, erfða- breytileika sem tengist hæfni fólks til að vinna úr nýjum upplýsingum og greindu virkni gensins sem þarna á hlut að máli; genið CADM2. Einn þeirra vísindamanna sem unnu að rannsókninni er dr. Vil- mundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar og prófessor við Há- skóla Íslands. „Við uppgötvuðum genið CADM2 sem virðist hafa áhrif á hraða hugsunar og hæfni fólks til að vinna úr nýjum upplýs- ingum. Við lögðum ýmis vitræn próf, eins og minnispróf, fyrir þátt- takendur og mældum þannig hraða hugsunar,“ segir Vilmundur. Hann segir að þeir sem voru lengi að leysa prófið hafi reynst hafa frávik við CADM2. „Mark- miðið var að kanna það sem við köllum eðlilega heilastarfsemi og sjá hvort við gætum fundið framlag gena til hennar, þ.á m. hugs- unarhraða, minnis og fleiri þátta. Menn eru auðvitað mjög spenntir yfir þessu og telja að það væri hægt að fara áfram með þetta á ýmsan hátt,“ segir Vilmundur. „Bæði við og aðrir teljum að það sé tiltekið erfðaframlag til hinna ýmsu þátta í heilastarfseminni, þar á meðal hraða hugsunar.“ Vilja skilja hrörnunarferlið Greint hefur verið frá rannsókn- inni og niðurstöðum hennar víða, m.a í vísindatímaritum og frétta- Verslunareigendur! Réttarhálsi 2, 110 Reykavík | www.gm.is | Sími 535 8500 | info@gm.is Ítalskir pappírspokar í úrvali Flottar lausnir til innpökkunar allskyns vöru Eingöngu sala til fyrirtækja Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Þetta er mikill heiður og mjög gaman. Hrossarækt og hesta- mennska er mitt helsta áhugamál,“ segir Jón Óskar Ólafsson sem fékk í gær afhent Skeifuverðlaun Morg- unblaðsins fyrir besta árangur nemenda í Landbúnaðarháskól- anum á Hvanneyri í hrossaræktar- áfanga. Verðlaunin voru afhent á Skeifudegi Grana, sem er hesta- mannafélag nemenda við skólann. Þar sýndu nemendur afrakstur vetrarstarfsins í reiðmennsku og frumtamningum. Búinn að stefna að þessu Jón Óskar segir að áhuginn á hestamennsku hafi kviknað í kring- um 15 ára aldur. „Ég reið í fyrsta skipti út í tíunda bekk,“ segir Jón Óskar sem er frá Brekku í Bisk- upstungum. Hann segir að verð- launin séu honum hvatning. „Maður var búinn að stefna að þessu en það eru margir góðir og ekkert gefið í þessu,“ segir Jón Óskar. Hann segir að þó að keppn- isandi sé á milli nemenda sé fyrst og fremst góð samstaða í hópnum. Við taka próf og býst hann við því að útskrifast frá skólanum í vor. Hann segir að draumurinn sé að komast að í tamninga- og reiðkenn- aranámi á Hólum í Hjaltadal en bendir á að ásóknin sé mikil og að ekkert sé gefið í þeim efnum. Verðlaun Jón Óskar Jóhannesson fékk Morgunblaðsskeifuna og ásetuverð- laun Félags tamningamanna. Hann dreymir um nám á Hólum í Hjaltadal. Skeifuverðlaunahafinn reið í fyrsta skipti út í tíunda bekk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.