Morgunblaðið - 24.04.2015, Side 33

Morgunblaðið - 24.04.2015, Side 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2015 » Jazzhátíð Garða- bæjar hófst í gær með tónleikum Tríós Sigurðar Flosasonar saxófónleikara í Kirkju- hvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju. Tríóið lék lög af nýrri plötu sinni, Lady Day, sem hefur að geyma valin lög sem Billie Holiday hljóðritaði á ferli sínum. Auk Sigurðar skipa tríó- ið Eyþór Gunnarsson á píanó og Lennart Gin- man á kontrabassa. Lög Billie Holiday flutt við upphaf Jazzhátíðar Garðabæjar Píanó Eyþór Gunnarsson spilaði af fingrum fram. Íhugun Gestir fengu tónlistina beint í æð og nutu stundarinnar í botn. Saxófónn Sigurður Flosason fór fyrir tríóinu. Morgunblaðið/Styrmir Kári Kontrabassi Lennart Ginman lék við hvern sinn fingur. Eintökum leikara af handriti kvik- myndarinnar Avengers: Age of Ul- tron var eytt smám saman meðan á tökum myndarinnar stóð til að koma í veg fyrir að upplýsingar um myndina lækju í fjölmiðla, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Leikkonan Elizabeth Olsen segir að ströngum öryggisreglum hafi verið fylgt til að koma í veg fyrir leka og að sá hluti handritsins sem búið var að taka eftir á degi hverjum hafi verið tekinn af leik- urunum og tættur. Leikarinn Paul Bettany segist aldrei hafa fengið handritið sent í tölvupósti. Örygg- isvörður hafi fært honum það út- prentað. Leynd Elizabeth Olsen á frumsýningu Avengers: Age of Ultron í Lundúnum. Eyddu handrits- síðum daglega AFP Kvikmyndin En chance til eftir danska leikstjórann Susanne Bier, verður frumsýnd í dag. Handritið skrifaði Anders Thomas Jensen en hann skrifaði einnig handrit kvik- myndanna Hævnen, Brødre og Ef- ter brylluppet sem Bier leikstýrði. Í En chance til segir af lögreglu- manninum Andreas sem er ráð- settur eiginmaður og faðir. Líf hans tekur stakkaskiptum þegar hann sinnir útkalli heim til pars sem er djúpt sokkið í eitur- lyfjaneyslu og finnur, sér til mik- illar skelfingar, nokkurra mánaða son þeirra grátandi inni í skáp. Hefst þá afdrifarík og óvænt at- burðarás. Í aðalhlutverkum eru Nikolaj Cos- ter-Waldau, Ulrich Thomsen og Nikolaj Lie Kaas. Metacritic: 35/100 Drama Nikolaj Coster-Waldau í kvikmyndinni En chance til. Bíófrumsýning Annað tækifæri ÍSLENSKT TAL POWERSÝNING KL. 10 Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI - bara lúxus

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.