Morgunblaðið - 24.04.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.04.2015, Blaðsíða 27
um. Hún hefur unnið dagskrárefni, byggt á verkum rithöfunda og það var flutt í tengslum við afmæli þeirra á svokallaðri Héraðsvöku. Arndís segist vera fremur lítið fyr- ir setu í ráðum og nefndum, en sat þó í nefndum á vegum sveitarfélagsins og var í nokkur ár í ferðanefnd Ferðafélags Fljótsdalshéraðs. Hún stóð þá fyrir fimm fjallaferðum. Hún er félagi í Soroptimistaklúbbi Aust- urlands. Arndís hlaut viðurkenningu frá Rotarýklúbbi Héraðsbúa fyrir störf að menningarmálum. „Áhugamálin segja sig nú nokkuð sjálf þegar litið er um öxl og lífs- hlaupið skoðað. Ég hef áhuga á nátt- úru, sögu og sérkennum míns byggð- arlags, ligg í bókum um alla heima og geima þegar tími vinnst til, hef unun af ferðalögum og útivist og íslenskri náttúru almennt, en auk þess hef ég áhuga á garðrækt og sauðfé.“ Fjölskylda Eiginmaður Arndísar er Sæbjörn Eggertsson, f. 11.6. 1945, fyrrv. flug- vallaeftirlitsmaður. Foreldrar hans voru Pálína Magn- úsdóttir frá Víkingsstöðum á Völlum, f. 18.7. 1925, d. 11.5. 1987, og Eggert Guðnason, f. 22.7. 1914, d. 29.11. 1993, framreiðslumaður í Reykjavík. Börn Arndísar og Sæbjörns eru Gunnhildur Ósk Sæbjörnsdóttir, f. 8.7. 1968, hjúkrunarfræðingur, bú- sett á Eskifirði en maður hennar er Pétur Karl Kristinsson, smiður og verktaki á Eskifirði og eru barna- börnin Karl Steinar, f. 1992, og Arn- dís Bára, f. 1996; Ingi Páll Sæbjörns- son, f.. 21.9. 1973, sölumaður hjá Ölgerðinni, búsettur í Hafnarfirði en kona hans er Elísabet Rós Birg- isdóttir, lífefnafræðingur og starfs- maður hjá Heilsugæslunni í Hafn- arfirði, og eru barnabörnin Birgir Snær, f. 1997, Pálína Rós, f. 2004, og Arnar Dagur, f. 2009; Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir, f. 28.9. 1974, leik- skólastjóri á Húsavík en maður hennar er Jan Aksel Klitgaard, for- stöðumaður Hvalasafnsins á Húsavík og eru barnabörnin Sæbjörn Árni Snorrason, f. 2001, og Inga Lilja Snorradóttir, f. 2004; Helga Kristín Sæbjörnsdóttir, f. 24.11. 1984, íþróttafræðingur og kennari við Menntaskólann á Laug- arvatni en sambýlismaður hennar er Bjarni Daníelsson, staðarhaldari í Miðdal og eru barnabörnin Theódóra Þuríður Bjarnadóttir, f. 2011, og Arnaldur Ingi Bjarnason, f. 2012. Systur Arndísar: Vilhelmína Torf- hildur Þorvaldsdóttir, f. 11.7. 1942, d. 4.12. 1993, húsfreyja í Reykjavík, og Valborg Þorvaldsdóttir, f. 6.5. 1947, húsfreyja á Akureyri. Foreldrar Arndísar voru Sigríður Ingólfsdóttir, f. 23.6. 1912, d. 2.7. 1991, húsfreyja að Lundi í þver- árhlíð, síðar verkakona á Akranesi, og Þorvaldur Þorkelsson, f. 11.1. 1910, d. 3.6. 1996, bóndi á Lundi í Þverárhlíð og síðar verkamaður á Akranesi. Úr frændgarði Arndísar Þorvaldsdóttur Arndís Þorvaldsdóttir Ingveldur Marísdóttir húsfr. á Ferjubakka Guðmundur Magnússon b. á Ferjubakka Ingveldur Guðmundsdóttir húsfr. í Ytri- Hraundal, síðar í Borgarnesi Þorkell Þorvaldsson bóndi í Ytri-Hraundal Hraunhreppi, síðar í Borgarnesi Þorvaldur Þorkelsson b. á Lundi, síðar á Akranesi Jórunn Erlendsdóttir húsfr. í Litlabæ Þorvaldur Þorkelsson b. í Litlabæ í Mýrasýslu Sigríður Jónsdóttir húsfr. í Tröllanesi Vilhelm Eyjólfsson tómthúsam. í Tröllanesi í Norðfirði Vilhelmína Vilhelmsdóttir vinnukona fráTröllanesi í Norðfirði Ingólfur Árnason lausamaður frá Grænanesi í Norðfirði Sigríður Ingólfsdóttir húsfr. á Lundi í Þverárhlíð, síðar á Akranesi Guðríður Torfadóttir húsfr. í Grænanesi í Norðfirði Árni Davíðsson b. í Grænanesi í Norðfirði Sveinn Árnason b. á Barðsnesi Valgerðar Árnadóttur húsfr. í Laufási Kristín Árnadóttir húsfr. í Hátúni á Nesi í Norðfirði Maren Þorkelsdóttir húsfr. á Höfn í Hornafirði Ágústína Þorvaldsdóttur húsfr. í Rvík Gunnar Ásgeirsson stjórnarformaður Skinney Þinganes Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjalavörður Vilhjálmur Bjarnason alþm. Alda Sveinsdóttir myndlistarkona Stefán Jóhann Guðmundsson húsasmíðameistari í Hveragerði Unnar Stefánsson ritstj. Sveitarstjórnarmála Kristján Már Unnarsson fréttamaður Freyja Pétursdóttir húsfr. í Rvík Jökull Péturssson málarameistari í Rvík Garðar Jökulsson myndlistarmaður Ágústa Þorkelsdóttir á Refstað í Vopnafirði Þorsteinn Bergsson sem keppir með Fljótsdals- héraði í Útsvarinu ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2015 Marteinn hét upphaflega fullunafni Fritz Martin Hun-ger. Hann fæddist í Mei- sen í Þýskalandi 24.4. 1939. For- eldrar hans voru Frieda Dorothea Hunger fóstra, fædd í Obergrä- fenhaim í Þýskalandi, og Alfred Fritz Hunger, félagsráðgjafi frá Chemnitz í Þýskalandi. Fyrri kona Marteins var Hrefna Oddgeirsdóttir, en síðari eiginkona hans Þórunn Björnsdóttir, tón- menntakennari og kórstjóri, og eignuðust þau fjögur börn, Kolbein, Þóru, Maríu og Martein. Marteinn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Meisen, lauk B- prófi í kirkjutónlist frá Kirkjumús- íkskólanum í Dresden 1961, A-prófi í kirkjutónlist frá Tónlistarháskól- anum í Leipzig 1964, lokaprófi í hljómsveitastjórn og tónsmíðum og kennaraprófi í píanóleik og tón- fræðigreinum. Marteinn kom til Íslands strax að loknu námi, árið 1964, og starfaði hér upp frá því. Fyrstu árin var Marteinn skóla- stjóri Tónlistarskólans í Vestmanna- eyjum og organisti í Landakirkju. Hann var organisti við Háteigs- kirkju í Reykjavík 1970-78 en eftir það dómorganisti við Dómkirkjuna allt til dánardægurs. Síðast sat hann við hljóðfærið í kirkjunni í útvarps- messu á aðfangadagskvöld, skömmu áður en hann lést. Marteinn starfaði nær fjóra ára- tugi sem kennari við Tónlistarskól- ann í Reykjavík. Hann var stjórn- andi Dómkórsins í Reykjavík og stjórnaði um árabil söngsveitinni Fílharmóníu, kór Menntaskólans í Reykjavík og sönghópnum Hljóm- eyki, annaðist útsetningar á tónlist, m.a. á barnalögum og dönsum fyrir Námsgagnastofnum og á sönglögum fyrir Ár söngsins 1991. Þá annaðist hann útsetningar á lögum í fjölda bóka um árabil. Marteinn sinnti trúnaðarstörfum fyrir tónlistarfólk, m.a. í Félagi ís- lenskra organleikara. Eftir Martein liggja mörg tónverk og útsetningar, einkum fyrir Dóm- kórinn og Skólakór Kársness. Marteinn lést 10.1. 2010. Merkir Íslendingar Marteinn H. Friðriksson 100 ára Eyjólfur B. Ólafsson 90 ára Sigríður H. Bjarnadóttir 85 ára Anna Hrólfsdóttir Lára Hjartardóttir Steinunn Guðmundsdóttir Valgeir Bjarni Gestsson 80 ára Guðrún E. Ingimund- ardóttir Herdís Jóhannesdóttir Karl Eyjólfsson Sigfús Karl Ísleifsson 75 ára Eiríkur Franzson Ingunn Jónsdóttir Salgerður Ólafsdóttir Þóra C. Óskarsdóttir 70 ára Sævar Þór Sigurgeirsson Viggó K. Þorsteinsson 60 ára Gréta Björg Hafsteinsdóttir Hallgrímur Árni Ottósson Haraldur Sigurðsson Haukur Már Stefánsson Ingibjörg Anna Sigurðardóttir Lárus Örn Steingrímsson Páll Sveinbjörnsson Pétur Júlíus Brandt Sigurðsson Sigurbjörg Þórmunds- dóttir Sigurður Óskar Lárusson Soffía Bragadóttir 50 ára Anna Kristín Ásmundsdóttir Gunnar Bragi Ólason Jón Bjarki Sigurðsson Reynir Baldursson Sigurður Jónsson Vala Agnes Oddsdóttir 40 ára Elísa María Geirsdóttir Newman Eydís Sigríður Úlfarsdóttir Guðrún Ásta Árnadóttir Haraldur Gunnar Jónsson Harpa Hrund Hafsteinsdóttir Hilmar Sigurðsson Jakob Hallgeirsson Lísbet Alexandersdóttir Rafn Heiðar Ingólfsson Sesselja Guðrún Sigurðardóttir Ugnius Hervar Didziokas 30 ára Aðalsteinn Mar Gunnarsson Atli Már Bragason Bergur Haukdal Ólafsson Bjartmar Jónsson Dagbjartur G. Einarsson Erla Axelsdóttir Gunnhildur Jónsdóttir Halla Björk Ómarsdóttir Helgi Viðar Eiríksson Hildur K. Sveinbjarn- ardóttir Jóhanna Jóhannesdóttir Jón Óskar Þorsteinsson Karen Ósk Pétursdóttir Sonja Rose Jorgensen Thelma Þorbjörg Sigurðardóttir Tomás Prchal Til hamingju með daginn 30 ára Sveinn ólst upp á Haugum í Skriðdal og hef- ur verið bóndi þar í þrjú ár. Maki: Kolbrún Eva Rík- harðsdóttir, f. 1985, bóndi og lögfræðingur. Synir: Anton Þorri, f. 2007, og Ríkharður Daní- el, f. 2009. Foreldrar: Stefán Jóns- son, f. 1956, bóndi á Haugum, og Hugrún Sveinsdóttir, f. 1962, bóndi á Haugum. Sveinn Vilberg Stefánsson 30 ára Salvör ólst upp í Hafnarfirði, hefur verið búsett í Reykjavík í ára- tug, lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum og stundar nú nám í norsku og kynjafræði við HÍ og starfar í skóverslun. Maki: Gísli Bjarki Guð- mundsson, f. 1984, land- fræðingur. Foreldrar: Rósa Krist- mundsdóttir, f. 1956, og Valgeir Már Ásmundsson, f. 1948. Salvör Valgeirsdóttir 30 ára Svanur ólst upp á Patreksfirði, býr í Mý- vatnssveit, stundaði nám í bifvélavirkjun og starfar við viðgerðir og akstur. Systkini: Páll Svavar, f. 1983; Þóra Sonja, f. 1987, og Kristín Helga, f. 1989. Foreldrar: Helgi Páll Pálmason, f. 1960, ráðs- maður Heilbrigðisstofn- unar Patreksfjarðar, og Sólveig Ásta Ísafolds- dóttir, f. 1963, sauma- kona. Svanur Þór Helgason Keilulegur Flans- og búkkalegur Hjólalegusett Nála- og línulegur LEGUR Í BÍLA OG TÆKI Það borgar sig að nota það besta! TRAUSTAR VÖRUR ...sem þola álagið Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is Kúlu- og rúllulegur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.