Morgunblaðið - 24.04.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.04.2015, Blaðsíða 23
erfiðasta þroskaferli, á mennta- skólaárum. Þá er þörf að tala og tjá viðkvæm mál. Þá festir vin- átta milli bekkjarbræðra rætur sem styrkjast til frambúðar. Er þessum árum lýkur verður ferill vina þó stundum ólíkur þannig að leiðir skilja og haf skilur oft vini endanlega að. Leiðir okkar sem hófum nám í Gagnfræðaskóla Reykvíkinga árið 1942 skildu eft- ir nám. En neisti lifði, hvöt til að koma saman aftur og eins og segir í Hávamálum: Vin sínum skal maður vinur vera, þeim og þess vin. Því varð úr að nokkrum ára- tugum eftir að hópurinn dreifðist hugsuðum við frekar til mótun- arára okkar og ákváðum að hitt- ast reglulega til kaffidrykkju og ræða um heimsmálin nær og fjær. Þessar samkomur okkar hafa nú staðið um fjölda ára og reynslubanki manna á gamals aldri orðinn myndarlegur. En rás lífsins er bundin kerfi og okkur hefur fækkað til kaffidrykkjunn- ar og svo varð enn að vera.Við hittumst síðast 14. þ.m. og barst okkur þá sú frétt að Valgarð Runólfsson hefði látist þennan dag. Þannig er helftin horfin. Valgarð hóf að loknu stúdents- prófi nám í guðfræði við Háskóla Íslands en hugurinn stefndi til kennslu og lauk hann kennara- prófi. Hann varð skólastjóri við Gagnfræðaskóla Hveragerðis og gegndi því starfi með sóma þar til að hann stofnaði Ferðaskrif- stofu Suðurlands 1988. Hann þekkti flesta áhugaverða staði og kynnti sér sögu þeirra, og þá jafnframt í Íslendingasögum og þjóðsögum, sem voru honum kærar. Valgarð var að ýmsu leyti ein- stakur maður, víðsýnn, nokkuð dulur, hæfileikaríkur, alltaf tryggur. Hann þótti efnilegur til afreka í íþróttum á yngri árum. Hann var maður markmiða sinna. Valgarð var ljóð- og tón- elskur. Hann orti ljóð oft með djúpri íhugun og á lokadögum lífs síns vann hann að samningu laga við þau. 1946 sameinaðist lítill 13 manna bekkur úr GR. 5. bekk MR. Undum við hag okkar vel með góðu fólki í þessu fræga húsi skólans og urðum stúdentar frá MR 1948. Þessi stúdentahópur hefur síðari ár haldið hópinn og m.a. farið árlega að sumri ferð um landið okkar til ómetanlegrar ánægju og kynningar á landinu. Þessar ferðir hafa Valgarð og sambýliskona hans, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, skipulagt að öllu leyti. Ferðirnar voru ávallt og mjög markvissar hvað snertir ánægju og fróðleik sem Valgarð flutti okkur þá á ferðum. Hefur mikil vinna legið í undirbúningi þessara ferða og síðan í góðri far- arstjórn. Mörg okkar hafa í ferð- um þessum komið á áður ókunna staði. Hver þekkti áður til Þak- gils? Þessi árlegu tengsl okkar við landið okkar hafa verið okkur borgarbörnum ómetanlegur gluggi. Að kvöldi lífs síns gekk Valgarð frá öllum þáttum okkar næstu ferðar sem verður farin án hans. MR 48 hópurinn sendir ástvini Valgarðs, Ragnhildi, og fjölskyldu hans okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guðmundur W. Vilhjálmsson. Vegna umsóknar um kennara- stöðu við Gagnfræðaskólann í Hveragerði fór undirritaður þangað sumarið 1974. Tilgangur- inn var að hafa tal af skólastjór- anum, Valgarð Runólfssyni. Þetta var um helgi og því komið við hjá afgreiðslulúgu verslunar þar til þess að fá leiðsögn til bú- staðar skólastjórans. Þar stóð hávaxinn og gjörvulegur maður með laglega derhúfu á höfði. Það var Valgarð skólastjóri og bauð hann mér til heimilis síns að Reykjamörk 12. Þetta varð upphaf sjö ára kennsluferils míns undir hans stjórn og síðan fjölbreyttra sam- skipta næstu áratugi. Valgarð var ekki maður hinnar beinu brautar og öruggu borgar. Ávallt var hann reiðubúinn til þess að kanna nýjar götur þó óvissar væru og kölluðu á ómælda vinnu. Þar má nefna öldungadeild við Gagnfræðaskólann í Hveragerði sem opnaði mörgum, einkum konum, leið til framhaldsnáms. Listrænir hæfileikar blunduðu einnig með Valgarð og leyndu sér ekki þegar hann settist við hljóðfæri eða fór með hlutverk Búa Árlands í Atómstöðinni. Ár- ið 1988, þá 61 árs gamall, sagði Valgarð sig frá skólastjórastöðu í Hveragerði eftir 30 ár í fram- varðarsveit skólamála þar. Hann var íslenskumaður góður, sótti nám í þeim fræðum til Háskóla Íslands og kenndi við Fjöl- brautaskóla Suðurlands. Leið- sögn ferðamanna var lengi á hlið- arbraut hjá honum og ferðaskrifstofu rak hann áratug í Hveragerði eftir að skólastjórn var lögð á hilluna. Þrátt fyrir mótlæti í einkalífi svo sem veik- indi eiginkonu og hans sjálfs síð- ustu árin stóð hann ávallt tein- réttur. Þar mun aðstoð Ragnhildar, samferðarkonu hans á lokagöngunni, hafa skipt miklu. Henni, börnum Valgarðs, öðrum afkomendum og aðstandendum öllum votta ég samúð mína. Minningin um Valgarð er ein þeirra perlna sem gefa lífi mínu lit og gleði. Björn Pálsson. Það var á haustmánuðum 1969 að nokkrir einstaklingar fóru að velta því fyrir sér að stofna Lionsklúbb í Hveragerði. Þar valdist til forystu Valgarð Run- ólfsson. Fékk hann stuðning um- dæmisstjórnar Lions og félaga úr Lionsklúbbi Selfoss sem er móðurklúbbur Lionsklúbbs Hveragerðis. Hópurinn stækkaði óðum und- ir forystu Valgarðs Runólfssonar og endaði með því að 22. janúar 1970 komu 30 stofnfélagar á stofnfund Lionsklúbbsins sem haldinn var að Bláskógum 3 í kaffistofu Hallfríðar Pálsdóttur. Valgarð var þar einróma kjörinn fyrsti formaður klúbbsins. Undir forystu Valgarðs var ákveðið að safna fyrir flygli í safnaðarheimili Hveragerðis- kirkju sem þá var nýbyggð. Val- garð var mikill unnandi tónlistar og beitti sér því mjög fyrir þessu fyrsta verkefni Lionsklúbbsins. Í þá daga var það ekki sjálfgefið að kaupa hljóðfæri af bestu gerð. Valgarð starfaði ötullega inn- an klúbbsins næstu árin og fylgdi klúbbsmálum vel eftir. Þar kom þó að vegna vinnu utan Hvera- gerðis skráði hann sig úr klúbbn- um um nokkurra ára skeið. Þeg- ar Valgarð svo settist aftur að í Hveragerði kom hann til liðs við sína gömlu félaga og tók ótrauð- ur til við að vera góður og dyggur félagi í Lionsklúbbi Hveragerðis. Það var svo á 30 ára afmæli klúbbsins árið 2000 að allir fé- lagar í klúbbnum voru á einu máli um það að sæma Valgarð Runólfsson æðstu orðu hreyfing- arinnar með því að gera hann að Melvin Jones félaga. Valgarð starfaði síðan í klúbbnum til ársins 2005 en baðst þá undan áframhaldandi veru í klúbbnum þegar hann enn á ný flutti sig um set og dvaldi langtímum fyrir sunnan heiði á vetrum. Við félagarnir eigum Valgarði mikið að þakka og hans verður ætíð minnst innan klúbbsins okk- ar fyrir skemmtilegheit á góðum stundum, snjallar ræður í bundnu og óbundnu máli og að veita forystu ýmsum verkefnum innan Lionsklúbbsins. Við vottum aðstandendum og fjölskyldu hans okkar einlægustu samúð og þökkum fyrir góðu minningarnar sem hann skilur eftir í hugum okkar. F.h. félaga í Lionsklúbbi Hveragerðis, Kristinn G. Kristjánsson. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2015 ✝ Freyja Fann-dal Sigurð- ardóttir fæddist á Gili í Fljótum í Skagafirði 10. nóv- ember 1936. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans 16. apríl 2015. Freyja var dóttir hjónanna Sigurðar Ingimars Arnjóts- sonar, f. 29. maí 1904, d. 2. jan- úar 1973, og Jóhönnu Lilju Jó- hannesdóttur, f. 17. júní 1903, d. 21. desember 1941. Freyja giftist 13. nóvember 1954 Einari Sigurðssyni f. 3. maí 1928. Foreldrar Einars voru hjónin Sigurður Bene- diktsson, f. 19. apríl 1878, d. 25. apríl 1961, og Guðný Einarsdóttir, f. 9. des- ember 1888, d. 3. ágúst 1971. Börn Freyju og Einars eru 1) Sigurður Einarsson, f. 21. maí 1955, d. 23. mars 2008. Börn var Unnar Jón Kristjánsson. f. 12. mai 1966, d. 9. nóvember 2014, börn þeirra eru Kristján Óðinn og Unnur Sylvía. Freyja ólst upp á heimili for- eldra sinna þar til móðir hennar lést frá stórum barnahóp þegar Freyja var fimm ára og fór hún þá í fóstur til Kristjáns Karls- sonar, skólastjóra á Hólum í Hjaltadal, og Sigrúnar Ingólfs- dóttur, konu hans, fram yfir fermingaraldur. Hún starfaði um tíma á Þórustöðum í Ölfusi og kynntist þar eftirlifandi eig- inmanni sínum. Eftir nám í kvennaskólanum á Varmalandi hófu þau búskap á Gljúfri í Ölf- usi þar sem þau stofnuðu fjöl- skyldu. Þau bjuggu á Gljúfri uns þau fluttu til Reykjavíkur árið 1983. Í Reykjavík starfaði hún við matreiðslu á meðan heilsan leyfði. Síðustu árin bjuggu þau á Hraunvangi 1 í Hafnarfirði. Freyja var listfeng og vann að gerð glerlistaverka sem vöktu mikla athygli ásamt málverkum hennar. Freyja læt- ur eftir sig stóra fjölskyldu þ. á m. 15 barnabörn og 16 barna- barnabörn. Útförin fer fram frá Kot- strandarkirkju í dag, 24. apríl 2015, kl. 13. Sigurðar og Þór- unnar Lindar Elí- asdóttur eru Einar og Elías. 2) Jó- hanna Lilja Ein- arsdóttir, f. 10. apríl 1958, eig- inmaður hennar er Jakob Gunnarsson, f. 27. desember 1955, börn þeirra eru Guðrún Freyja, Benedikt Þór og Jódís Lilja. 3) Sigrún Ein- arsdóttir. f. 18. janúar 1962, eiginmaður hennar er Sigurjón Sigurðsson. f. 5. apríl 1962, börn þeirra eru Freyja Fanndal, Sigurður, Einar Örn og Krist- ján Valur. 4) Kristján Ein- arsson. f. 18. janúar 1962, eig- inkona hans er Ólöf Birna Waltersdóttir. f. 12. nóvember 1963, börn þeirra eru Róbert Elvar, Walter Fannar, Mikael Rúnar og Daniel Sigmar. 5) Guðný Einarsdóttir, f. 16. jan- úar 1968, eiginmaður hennar Minningarnar eru svo margar sem fara í gegnum huga okkar. Okkur langar að segja frá ferð sem við fórum með Freyju og Einari síðastliðið sumar. Það hafði lengi verið draumur hennar Freyju að sjá flugeldasýninguna á Jökulsárlóni. Við fórum frá Hveragerði að morgni dags í blíðskaparveðri. Þrátt fyrir blautt sumar var góða veðrið með okkur allan tíman. Keyrðum við austur eftir þjóðvegi eitt. Fyrsta stopp var við Seljalands- foss, þar fengum við okkur nesti úti í náttúrunni og gleðin skein úr allra augum og sérstaklega hafði Freyja gaman af. Hún sagði ótal sögur á leið- inni, meðal annars af tjaldferða- lögum þeirra hjóna þegar börnin voru yngri. Stoppað var svo á Kirkjubæjarklaustri þar sem þau lögðu sig smástund áður en farið var í kvöldmat. Síðan eftir glæsi- lega máltíð var lagt á stað á Jök- ulsárlón þar sem við horfðum á vel heppnaða flugeldasýningu um miðnætti, var sú upplifun al- veg einstök. Þegar við komum svo á hótelið á Klaustri seint um kvöldið voru hjónin eins og ung- lingar sem læðast inn seint um nótt, og vakin að morgni dags. Þegar halda átti heim tók Freyja ekki annað í mál en að stoppa og fá sér nesti í Þakgili sem henni var mjög minnisstæður staður og mörgu frá að segja. Þessu gleymum við aldrei því hún naut lífsins svo vel þrátt fyr- ir veikindin sín. Blessuð sé minning þín, elsku mamma, amma og tengda- mamma. Kristján, Ólöf, Mikael og Daníel Sigmar. Elsku amma mín, það er viss léttir að þú sért farin til engl- anna. Ég held að fallega orkan sem fylgir sálinni þinni muni nýt- ast betur en hún gerði þessar síð- ustu vikur. Á sama tíma renna niður tár en mér þykir vænt um að geta grátið því þau koma öll í kjölfar minninga, fallegra minn- inga sem ég á um þig. Satt að segja varstu ekkert venjuleg amma. Þú varst ofursvöl og ein alharðasta kona sem ég hef kynnst. Einna vænst þykir mér um ferðina sem við fórum saman í berjamó í lok sumars, á þeim tíma áttir þú erfitt með að ganga sökum veikinda þinna. Þú lést það þó ekkert á þig fá og fórst á göngugrindinni lengst upp í móa. Þegar göngugrindin dugði þér ekki dróst þú þig áfram á hönd- unum, allt til að geta farið í ber. Á þessari stundu lærði ég að njóta stundarinnar og sá hvað einfaldleikinn er dýrmætur. Elsku amma mín, þú kenndir mér líka að sætta mig við aðstæð- ur. Þú sagðir mér að maður ætti ekki að væla og sérstaklega ekki yfir einum krakka. Mér þótti þetta fyndið þegar þú sagðir þetta en þetta er svo mikill sann- leikur þegar stóra myndin er skoðuð. Þú ert mín stærsta fyr- irmynd og ég veit að þú heldur áfram að passa mig. Jódís Lilja Jakobsdóttir. Það eru fá orð sem koma upp í hugann þegar ég sit og rita þessi orð. Ég hugsa til þín, brosi og flissa en kem fáum orðum á blað- ið. Ef ég væri beðinn um að lýsa þér myndi ég varla vita á hverju ég ætti að byrja. Þú ert alveg of- boðslega mörgum góðum kostum gædd, þú varst falleg, ákveðin (sumir myndu segja stjórnsöm en þetta var klárlega mikill kost- ur), skemmtileg og mjög fær í því sem þú tókst þér fyrir hendur hvort sem það var glerlist eða golf. Þú fylgdist alltaf vel með öllu fólki í kringum þig og gleymdir aldrei einum einasta af- mælisdegi hjá börnum, barna- börnum eða barnabarnabörnum. Ég læt hér fylgja með fallegt ljóð: Þegar stjörnurnar blika á himnum finn ég bænirnar sem þú baðst fyrir mér. Þegar morgunbirtan kyssir daginn, finn ég kossana líka frá þér. Þegar æskan spyr mig ráða, man ég orðin sem þú sagðir mér. Vegna alls þessa þerra ég tárin því í hjarta mínu finn ég það, að Guð hann þig amma mín geymir á alheimsins besta stað. Ótti minn er því enginn er ég geng áfram lífsins leið. Því með nestið sem amma mín gaf mér, veit ég að gatan hún verður greið. Og þegar sú stundin hún líður að verki mínu er lokið hér. Þá veit ég að amma mín bíður og með Guði tekur við mér. (Sigga Dúa) Hvíldu í friði, elsku amma mín, ég sakna þín mikið. Þinn Walter. Elsku amma og langamma. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur. Fyrstu minningarnar eru úr eldhúskróknum í Ásenda þar sem þú stóðst iðulega við eldhús- vaskinn og blandaði fyrir okkur barnabörnin góðan ömmudjús. En þannig var hún amma, pass- aði alltaf upp á sína og ekki mátt- um við verða svöng. Hún var vön að bera fram hverja kræsinguna af annarri, þó svo maður segði við hana að hún þyrfti ekkert að hafa fyrir manni, fékk maður vanalega þau svör „iss, þetta eru nú bara smá afgangar“. Fyrir tveimur árum vorum við mætt á líknardeildina til þess að kveðja þig því þú varst orðin mjög veik. En þú varst jafn óút- reiknanleg og íslenska veðrið, mætt á árshátíð, í veislur, böll og í berjamó fljótlega eftir að þú komst út af líknardeildinni fyrst um sinn. Og átt þú sennilega heimsmet í útskriftum þaðan. Amma spilaði minigolf af miklu kappi og átti orðið veglegt verð- launasafn því til sönnunar en var lítið í því að slá sér á brjóst og hreykja sér. Það var alltaf jafn yndislegt að koma til þín og afa. Meiri ást og kærleika var vart hægt að finna eins og var á milli þín og afa, og voru tár á hverjum hvarmi þegar afi fór með heilræði í 60 ára brúð- kaupsafmælinu ykkar. Þið eruð einstaklingar sem vert er að taka til fyrirmyndar. Það var einstakt að fá að vera í kringum þig og eiga þig að sem ömmu, þú varst húmoristi og hreinskilin með afbrigðum og elskuðum við samræðurnar sem við áttum við þig. Þú sýndir því mikinn áhuga hvað við vorum að brasa við í vinnu og leik og spurð- ir ávallt út í barnabörnin, hvað þau væru nú að fást við þessa dagana. Amma elskaði lífið og lifði því til fullnustu og eru eflaust ekki margar ömmur sem hafa látið draga sig á bananabát með barnabörnunum langt norður í Atlantshafi líkt og við gerðum öll saman á ættarmótinu á Hofsósi um árið. Þú sagðir við okkur í síðasta sinn sem við sátum saman að þig langaði mikið að koma og kíkja á okkur í Kópavoginn, og miðað við sögu þína í útskriftum af líknar- deildinni þá afskrifuðum við það aldrei. En því miður sigraði krabbinn að lokum og viljum við meina að þú svífir hér um og í kring og haf- ir auga með þínu fólki við og við. Hvíl í friði, elsku amma, og blessuð sé minning þín. Róbert Elvar, Emilia Christina, Kristján Kári, Júlía Guðrún Linnéa og Óliver Karl. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu kynni af alhug þakka þér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Ljóðið hér að ofan kemur í hugann þegar hjartkær systir mín, Freyja Fanndal, er kvödd hinstu kveðju. Það var mikil gæfa að njóta samvista þeirra Einars á liðnum árum. Það var oft gest- kvæmt á heimili þeirra hjónanna og ætíð tekið á móti gestum með hlýhug og rausnarlegum veiting- um. Þau hjónin voru samtaka og virtu hvort annað, heimilisbragur bar vott um rósemd og öryggi sem virkaði á gesti sem komu áhyggjufullir og svartsýnir en kvöddu brosandi og vonglaðir. Síðustu árin hefur Freyja bar- ist við erfið veikindi sem ágerð- ust þar til yfir lauk. Kjarkur og viljafesta voru einkenni í skap- gerð hennar og uppgjöf í veik- indum voru ekki á hennar dag- skrá. Það segir nokkuð um kjark hennar að á liðnu sumri, þegar hún var orðin það sem nefnt er fársjúk fóru þau hjónin í nokk- urra daga ferð um Norðurland til að sjá fæðingarsveit hennar einu sinni enn. Freyja var listfeng og málverk og glerlistaverk hennar vöktu mikla athygli. Ferðalög um fjar- læg lönd og einnig heimalandið voru þeim hjónum hugstæð og fóru þau margar ferðir meðan heilsan leyfði. Maður hennar hefur reynst henni vel í veikindum hennar, öll þeirra samskipti frá fyrstu kynn- um hafa einkennst af ást og kær- leik. Börn þeirra eru vel gert fyr- irmyndarfólk og bera foreldrum sínum fagurt vitni um heillaríkt uppeldi, fjölskylduböndin eru traust og afkomendur eru marg- ir. Þórunn Sigurðardóttir orðar söknuð okkar í ljóði sínu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Við Halldóra færum fjölskyldu hennar, vinum og ættingjum innilegar samúðarkveðjur, sökn- uður þeirra er sár en minning um kærleiksríka eiginkonu, móður og vin mun lifa. Við viljum kveðja ástkæra systur og mágkonu með fögru ljóði Kristjáns Runólfssonar: Ljúfum ferli lokið er, lífsins bók er skráð, upp þú skerð af akri hér, eins og til var sáð. Til ljóssins heima lífið snýr, langt með dagsverk þitt, Drottinn sem þér bústað býr, barnið þekkir sitt. Í margra huga er minning skær, og mynd í hjarta geymd. Stöðugt okkur stendur nær, stund sem ekki er gleymd. Nú komið er að kveðjustund, klökkvi hjartað sker, genginn ertu Guðs á fund, sem góður líknar þér. (Kristján Runólfsson) Blessuð sé minning hennar. Ari Sigurðsson. Freyja Fanndal Sigurðardóttir HINSTA KVEÐJA Á kveðjustund hef ég margt að þakka þér, þakka allt hið góða er sýndir mér. Þökk fyrir samleið þína og hreina dyggð, þakka fasta vináttu og tryggð. (Höf. ók.) Innilegar samúðarkveðjur, Þórunn Lind Elíasdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.