Morgunblaðið - 24.04.2015, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 24.04.2015, Qupperneq 17
Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2015 SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 15.04.15 - 21.04.15 1 2 5 6 7 8 109 43 Britt-Marie var hér Fredrik Backman Vertu Úlfur Héðinn Unnsteinsson Gleymdu stúlkurnar Sara Blædel Viðrini veit ég mig vera Óttar Guðmundsson Í fangabúðum nazista Leifur H. Muller Bylting - og hvað svo? Björn Jón Bragason Ekki snúa aftur Lee Child Syndlaus Viveca Sten Fyrir sunnan Tryggvi Emilsson Ástin, drekinn og dauðinn Vilborg Davíðsdóttir Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Þetta er tilkomumikil gosbyrjun, sprengigos í eldkeilu sem byrjar snögglega og með háum gosstrók,“ segir Páll Einarsson, jarðeðlisfræð- ingur og prófessor við Háskóla Ís- lands, um eldgosið sem hófst í eld- fjallinu Calbuco í suðurhluta Síle í fyrradag. Búið er að lýsa yfir neyðar- ástandi á svæðinu en ekki er vitað um fólk í beinni hættu enn sem komið er. Þetta er í annað skiptið síðan í mars að stórt eldfjall tekur að gjósa í suðurhluta Síle en hinn 3. mars gaus Villarrica. Það gos stóð ekki lengi en var afar öflugt. Að sögn fjölmiðla í Síle er uppi áætlun um að rýma tutt- ugu kílómetra radíus frá eldfjallinu en það þýðir brottflutning um fjögur þúsund manns. Lítið hraunflæði Smábærinn Puerto Montt er við fjallsræturnar og er hann þú þegar þakinn ösku. Sérfræðingar hafa einn- ig varað við því að ár á svæðinu gætu flætt yfir bakka sína sökum ísbráðn- unar. Páll segir eldfjallið aðallega spúa ösku. „Þetta er fyrst og fremst sprengigos. Það virðist því ekki vera mikið hraungos eftir því sem ég hef séð. Þessi fjöll eru nú sjaldan með mikið hraunflæði. Þetta virðist hafa borið skjótt að, en það verður keðju- verkun og úr verður skyndilegt sprengigos. Það er ekki víst að fjöllin séu búin að hlaða sig þannig að eftir þeim sé tekið,“ segir hann jafnframt um það hví gosið hafi komið mönnum jafn mikið á óvart og raun ber vitni. „Síle er náttúrlega mjög eld- virkt land. Þarna er röð af mjög virk- um eldfjöllum eftir landinu endi- löngu. Þetta tengist samreki, það er þarna fleki sem er að troðast undir Suður-Ameríku,“ bætir hann við en virk eldfjöll í Síle eru alls um fimm hundruð sem er það næstmesta í heiminum á eftir Indónesíu. Segir gosinu svipa til gosa í Heklu „Flugumferð á suðurhveli er nú ekki mikil svo að það skiptir kannski ekki meginmáli. Hættan fer fyrst og fremst eftir því hvernig á stendur í næsta nágrenni. Það hefur nú svo sem ekki verið neitt alvarlegt hingað til þó svo það hafi orðið sprengigos í Síle,“ segir hann en bætir við að það sé ómögulegt að segja til um hvað gosið komi til með að standa lengi, lengd gosa sé yfirleitt það sem verst sé að segja til um. Páll segir jafnframt gosinu í Síle svipa nokkuð til gosa í Heklu og Ís- lendingar, sem og aðrir, geti lært á því. „Íslensk gos eru oftast þannig að þau byrja með látum og dala svo til- tölulega fljótt. Þetta virðist hafa bor- ið að með mjög stuttum fyrirvara, ef nokkrum, og það minnir svo sem á Heklu. Hekla á það til að byrja mjög snögglega. Það er einmitt það sem gerir Heklu svona hættulega. Það er sjálfsagt að minna á vegna þess hve gosbyrjunin er snögg, að það er ein- mitt það sem veldur hættunni í kringum Heklu. Þar eru mál sem á enn þá eftir að afgreiða og þarf að taka fastari tökum í sambandi við ferðamenn og flugumferð,“ segir hann að lokum. Calbuco hrekur þús- undir manns á flótta AFP Eldgos Eldfjallið Calbuco í suðurhluta Síle hóf að gjósa í fyrradag. Fjöldi manns hefur þurft að yfirgefa heimili sín.  Jarðeðlisfræðingur segir Íslendinga geta lært af gosinu Calbuco » Eldfjallið Calbuco er í um tvö þúsund metra hæð í suður- hluta Síle. » Eldfjallið hefur gosið um tíu sinnum síðan 1837 en það gaus síðast árið 1972. » Áætlað er að það þurfi að rýma tuttugu kílómetra radíus í kringum fjallið sem þýðir brottflutning um fjögur þús- und manns. Martröðinni er hvergi nærri lokið hjá þeim flóttamönnum sem komust lífs af er bátur með um 900 manns um borð fórst undan ströndum Líbíu um síðustu helgi. Líklega þurfa þeir að bíða innan vírgirðingar á Sikiley í að minnsta kosti ár. Mögulega verð- ur niðurstaðan svo sú að þeir þurfi að fara aftur til heimalanda sinna. Yfirmaður líbísku strandgæslunn- ar segir að stjórnvöld í Líbíu hafi beðið ríki Evrópu um aðstoða vegna flóttamanna sem flykkjast til lands- ins og fara þaðan á óöruggum bátum yfir til Evrópu. Yfirmaðurinn segir að engin viðbrögð hafi enn borist við beiðni líbískra stjórnvalda. Evrópu- sambandið hefur engu að síður lýst yfir miklum áhyggjum af málinu en framundan eru þeir mánuðir ársins sem flestir freista þess að flýja. Sjóslysið er það mannskæðasta í sögunni á Miðjarðarhafinu sam- kvæmt Sameinuðu þjóðunum en tal- ið er að um 800 manns hafi farist. Saksóknarar á Ítalíu segja að skip- stjórinn hafi óvart siglt á flutninga- skip sem ætlaði að koma fiskibátnum til hjálpar. Um 1.700 innflytjendur hafa látið lífið það sem af er ári 2015. Alþjóðleg stofnun um innflytjenda- mál (IOM) segir að dauðsföll árið 2015 séu 30 sinnum fleiri í ár en á sama tíma í fyrra. davidmar@mbl.is 30 sinnum fleiri dauðsföll í ár  Slysið undan ströndum Líbíu er það mannskæðasta á Miðjarðarhafinu Bandarísk stjórn- völd hafa gefið það út að tveir gíslar hafi verið drepnir þegar bandaríski herinn gerði áhlaup á meðlimi al-Qaeda á landa- mærum Afganist- ans og Pakistans í janúar. Hinn bandaríski Warren Wein- stein hafði verið í haldi hryðjuverka- samtakanna frá því árið 2011 og Ítal- inn Giovanni Lo Porto frá því árið 2012. Barack Obama, forseti Banda- ríkjanna, hefur lýst yfir sorg sinni og eftirsjá vegna atburðanna og kveðst, sem æðsti yfirmaður, taka ábyrgð á verkunum. Tveir aðrir bandarískir ríkisborgarar, sem tald- ir voru meðlimir al-Qaeda, voru einnig drepnir, annar í sama áhlaupi og hinn í öðru áhlaupi stuttu síðar. Tveir gíslar drepnir Barack Obama

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.