Morgunblaðið - 24.04.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.04.2015, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2015 Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Heimili og hönnun föstudaginn 9. maí Í blaðinu verða kynntir geysimargir möguleikar og sniðugar lausnir fyrir heimilin. Skoðuð verða húsgögn og hönnun fyrir stofu, hjónaherbergi, barnaherbergi og innréttingar bæði í eldhús og bað. SÉRBLAÐ HEIMILI & HÖNNUN –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Anna María Benediktsdóttir Sími: 569 1390 maja@mbl.is PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 5.maí. Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is „Bókin er tileinkuð bókaorminum, sem er dýrategund sem má alls ekki deyja út, og þess vegna þykir mér rosalega vænt um þessa við- urkenningu þar sem það voru bóka- ormarnir, lesendurnir, sem völdu bókina,“ segir Ævar Þór Bene- diktsson rithöfundur sem hlaut í gær Bókaverðlaun barnanna fyrir bókina Þín eigin þjóðsaga. Börn og unglingar af öllu landinu völdu sínar uppáhaldsbækur og fór valið fram á heimasíðu Borg- arbókasafns og í grunnskólum og bókasöfnum um landið allt. Í öðru sæti í valinu hafnaði fjórða bók Gunnars Helgasonar í knatt- spyrnubókaseríunni, Gula spjaldið í Gautaborg, en Gunnar fékk Bóka- verðlaun barnanna í fyrra fyrir bókina Rangstæður í Reykjavík. Spennusagan Hjálp, úr smiðju Þor- gríms Þráinssonar, var í 3. sæti. Dagbók Kidda klaufa – Kaldur vetur eftir bandaríska rithöfundinn Jeff Kinney, í þýðingu Helga Jóns- sonar, var valin best í flokki þýddra bóka. Næst á eftir var Rottuborgari eftir breska gamanleikarann David Walliams, sem m.a. hefur gert það gott í þáttaseríunni Litla Bretland, en Guðni Kolbeinsson þýddi bókina. Í þriðja sæti í flokki þýddra bóka hafnaði Paddington eftir Stellu Gurney í þýðingu Hildar Hermóðs- dóttur. Þín eigin þjóðsaga er um margt sérstæð þar sem í bókinni velur les- andinn sjálfur hvaða leið hann vill fara, en í bókinni eru 50 mismun- andi endar. Ævar segir viðtökur við bókinni hafa verið góðar og settu m.a. kennarar sig í samband við hann þar sem dæmi eru um að heilu vinahóparnir hafi nýtt frímín- útur í skólanum til þess að lesa bók- ina saman og velja í sameiningu hvaða leið skyldi farin og tóku hóp- arnir afleiðingum í sameiningu. „Enda eru ákvarðanirnar upp á líf og dauða. Ef þú velur vitlaust þá er sagan bara búin,“ segir Ævar og tekur sem dæmi strák sem var ekki par sáttur við pabba sinn eftir að þeir feðgar lásu bókina saman. „Þeir deildu um hvaða leið skyldi farin þegar þeir voru umkringdir álfum og endaði það með því að pabbinn valdi vitlaust og bókin var búin,“ segir Ævar. Næsta bók hans, Bernskubrek Ævars vísindamanns: Risaeðlur í Reykjavík er væntanleg í maí. Morgunblaðið/Kristinn Fjölhæfur Ævar Þór Benediktsson í hlutverki Ævars vísindamanns. Bókaormurinn má ekki deyja út  Þín eigin þjóðsaga besta barnabókin Brottrekinn sovéskur herlögreglumaður rann- sakar raðmorð á börnum. IMDB 5,8/10 Sambíóin Álfabakka 17.00, 20.00, 23.00 Sambíóin Egilshöll 17.10, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.00, 22.20 Sambíóin Akureyri 19.00 Child 44 16 Eftir að hafa svo oft mistekist með beinum árásum ákveður Júlíus Sesar að reisa glænýja borg til að umkringja Gaulverjabæ. IMDB 7,0/10 Laugarásbíó 16.00 Sambíóin Keflavík 18.00 Smárabíó 15.30 Háskólabíó 17.30 Ástríkur á Goðabakka Það er undir Hefnendunum komið að stöðva hræðilegar áætlanir hins illa Ultrons. IMDB 9,3/10 Laugarásbíó 17.00, 19.00, 20.00, 22.00, 23.00 Sambíóin Álfabakka 16.00, 17.00, 17.00, 19.00, 20.00, 20.00, 22.00, 23.00, 23.00 Sambíóin Egilshöll 16.00, 17.00, 20.00, 22.00, 23.00 Sambíóin Kringlunni 17.00, 18.00, 20.00, 21.00, 23.00 Sambíóin Akureyri 17.00, 20.00, 22.00, 23.00 Smárabíó 15.30, 17.00, 17.00, 18.30, 20.00, 20.00, 21.30, 23.00, 23.00 Avengers: Age of Ultron 12 Paul Blart: Mall Cop 2 Eftir að hafa eytt sex árum í að vernda kringlur borgar- innar heldur Paul Blart til Las Vegas með dóttur sinni til að eyða með henni tíma áður en hún fer í háskóla. IMDB 4,0/10 Laugarásbíó 15.50, 17.50, 20.00 Sambíóin Keflavík 20.00 Smárabíó 17.45, 20.00, 22.10 Run All Night 16 Gamall leigumorðingi þarf að takast á við grimman yfir- mann sinn til þess að vernda son sinn og fjölskyldu hans. Metacritic 59/100 IMDB 7,1/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.50 Töfraríkið Stórkostleg ferð um Móður Jörð, allt frá tindum hæstu fjalla til hafsbotna. IMDB 7,5/10 Sambíóin Álfabakka 16.00, 18.00 Sambíóin Akureyri 17.00 Blóðberg Hér segir frá hefðbundinni fjölskyldu sem á yfirborðinu er nánast fullkomin en einn daginn birtast leyndarmál og þá breytist allt. Morgunblaðið bbbmn Sambíóin Kringlunni 20.00 A Second Chance 14 Lögreglumennirnir Andreas og Simon sinna útkalli heim til pars sem er djúpt sokkið í neyslu og finna nokkurra mánaða gamlan son þeirra hjóna grátandi inni í skáp. IMDB 7,1/10 Háskólabíó 17.30, 20.00, 22.20 Austur 16 Ungur maður er tekinn í gísl- ingu af ofbeldisfullum glæpa- manni sem er í mikilli neyslu. Háskólabíó 20.00, 22.20 The Second Best Ex- otic Marigold Hotel Hjónin Muriel og Sonny hyggjast opna hótelútibú á Indlandi og er tjáð af fjárfesti að fulltrúi hans muni skoða fyrirætlaðan stað. Metacritic 51/100 IMDB 6,8/10 Háskólabíó 17.30 Fast & Furious 7 12 Metacritic 66/100 IMDB 9,1/10 Laugarásbíó 22.10 Sambíóin Álfabakka 22.20 Sambíóin Keflavík 22.10 Smárabíó 20.00, 22.50 Get Hard 12 Metacritic 33/100 IMDB 6,0/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.40 Loksins heim Geimveran seinheppna Ó kemur til jarðar og hittir hina ráðagóðu Tátilju. Metacritic 48/100 IMDB 6,7/10 Smárabíó 15.30, 17.45 Fúsi 10 Fúsi er liðlega fertugur og býr einn með móður sinni. Líf hans er í afar föstum skorðum og fátt kemur á óvart. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 64/100 IMDB 7,7/10 Háskólabíó 17.30, 20.00, 22.40 The Divergent Series: Insurgent 12 Eftir að hafa misst foreldra sína en bjargað mörgum af félögum sínum flýr Tris ásamt Caleb, Fjarka og fleir- um yfir á svæði hinna frið- sömu þar sem þau þurfa að ákveða næsta leik. Metacritic 43/100 Sambíóin Álfabakka 17.30 Samba IMDB 6,7/10 Háskólabíó 20.00, 22.10 Blind Bíó Paradís 18.00 Black Coal, Thin Ice Morgunblaðið bbbmn IMDB 6,7/10 Bíó Paradís 20.20, 22.20 The Grump Morgunblaðið bbmnn Metacritic 72/100 IMDB 7,5/10 Bíó Paradís 20.00 Stations of the Cross Bíó Paradís 22.00 The Citizen Bíó Paradís 19.00 Whiplash Morgunblaðið bbbbn Bíó Paradís 22.00 Hefndarsögur Bíó Paradís 18.00 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is Kvikmyndir bíóhúsanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.