Morgunblaðið - 24.04.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.04.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2015 Innréttingar & gólf Gólfþjónusta Íslands • SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA Sími 897 2225 • info@golfthjonustan.is • golfthjonustan.is Sérsmíðum innréttingar fyrir þig Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Magnús Bragason, hótelstjóri á Hót- el Vestmanneyjum, segir að afbók- aðar hafi verið 250 gistinætur á hót- elinu í mars. Hann segir að hann hafi að vísu gert sér grein fyrir því að það gæti gerst, en segir það öllu verra að allt stefni í að fjöldinn verði sá sami í aprílmánuði en ástæðu afbókananna má rekja til þess að Landeyjahöfn er enn lokuð. Tugmilljóna króna tekjumissir „Það er daglega verið að afbóka, erlendir ferðamenn koma ekki. Þeir vilja ekki koma úr Þorlákshöfn,“ seg- ir hann og bætir við að eigendur veit- ingastaða og fyrirtækja í ferðaþjón- ustu í Vestmannaeyjum hafi látið hann vita af því að verið sé að afbóka í gríð og erg hjá þeim. „En núna erum við komin á þann tíma að traffíkin er að byrja,“ segir hann og bætir við að því verði að fara að opna höfnina. Landeyjahöfn hefur nú verið lokuð í 152 daga en höfnin var opnuð í fyrra í byrjun marsmánaðar. 75 manna hópur frá Reykjavík hafði nýlega lok- ið við að afbóka gistingu á hótelinu hjá Magnúsi þegar Morgunblaðið hafði samband við hann. Hópurinn átti að dvelja á hótelinu núna um helgina. „Þetta hefur ekki bara afleiðingar fyrir okkur á hótelinu því þessi hópur hefði farið í búðir og á kaffihúsin og svona. Það tapa allir hérna á þessu,“ segir hann. Aðspurður segir hann hótelið hafa orðið af tugum milljóna vegna gesta sem hafa afbókað gistingu á undan- förnum mánuðum. Eins segir hann að fyrir vorið hafi ríkt mikil bjartsýni meðal ferðaþjónustufyrirtækja í Vestmannaeyjum og að bæjarbúar hafi talið að samgöngurnar ættu bara eftir að lagast, en ekki að þetta ætti eftir að versna. „Nú er þetta orðið hálft ár sem er dottið út,“ segir hann. Sigurður Gíslason, annar eigandi Gott veitingahúss í Vestmannaeyjum, hefur sömu sögu að segja og Magnús. Hann segir að ef gisting er afbókuð á gististöðum í Eyjum hafi það neikvæð áhrif á fyrirtæki og þjónustu sem starfa við ferðaþjónustu. Þónokkrir hópar hafa afbókað á veitingastaðn- um hjá honum í þessum mánuði og eitthvað inn í maímánuð. „Það hafa svona átta eða níu 30 til 40 manna hópar afbókað hérna því þeir hafa ekki komist frá Landeyja- höfn. Trúin á Landeyjarhöfn er orðin svo dauf því upplýsingarnar eru litlar, og svo misvísandi að fólk treystir sér ekki til að koma hingað með sitt fyr- irtæki,“ segir Sigurður en það eru að mestu Íslendingar sem sækja Eyjar heim á þessum tíma árs. Fáir erlendir ferðamenn „Mjög fáir erlendir ferðamenn koma til Eyja eins og staðan er núna. Yfir hásumarið er allt fullt hérna en þú sérð erlenda ferðamenn bara á stangli hérna yfir vetrartímann út af samgöngunum,“ segir hann og bætir við að hann sé í góðu sambandi við matreiðslumenn í borginni og á Suð- urlandi þar sem hann fær þau svör að nóg sé að gera. Sigurður er bjartsýnn á að það tak- ist að opna Landeyjahöfn á næstu dögum og segir hann að bókunar- staðan sé víðast góð fyrir sumarið. „Það er greinilega stemning fyrir Eyjum,“ segir hann. Ljósmynd/Ómar Garðarsson Ferð Þau Clara Salducci, Ethel Salducci , Rachel De la Rüe og Théhis de la Rüe frá Frakklandi tóku Herjólf frá Þor- lákshöfn. Á myndinni eru þau að skrá sig inn á Hótel Vestmannaeyjar hjá Öddu Sigurðardóttur. Mikið um afbókanir  Ferðaþjónustufyrirtæki í Vestmannaeyjum segja slæmar samgöngur milli lands og Eyja koma niður á rekstrinum „Humarveiðarnar fara vel af stað og það hefur verið fín veiði,“ sagði Þor- varður Helgason, skipstjóri á Skinn- ey SF. Þeir voru í gærkvöld í Horna- fjarðardýpi um 30 sjómílur suður af Höfn. Þorvarður sagði að hum- arbátar væru að veiðafrá Hornafjarð- ardýpi og vestur í Skeiðarárdýpi. „Menn verða alls staðar varir við humar og það í ágætu magni.“ Skinney SF byrjaði humarveiðar 12. apríl sl. að lokinni netavertíð. Þor- varður sagði að veðrið hefði verið leiðinlegt nær alveg síðan þá. Hann sagði að sjö bátar væru byrjaðir á humri, þrír frá Hornafirði, tveir úr Eyjum og tveir úr Þorlákshöfn. Landa tíu tonnum í dag „Humarinn er mjög fallegur,“ sagði Þorvarður. Hann sagði að hum- arinn hefði verið jafnari að stærð nú en oft áður, mjög góður millihumar. Humarinn er hirtur heill og snögg- kældur og ísaður í krapa sem er undir frostmarki. Aflinn er því mjög fersk- ur þegar honum er landað. Skinney er oft um þrjá sólarhringa að veiðum og er reynt að landa alltaf á fjórða degi. Landa átti á Höfn í morgun og reiknaði Þorvarður með að þeir myndu landa um tíu tonnum af heil- um humri. Eftir síðasta túr þar á undan lönduðu þeir þrettán tonnum. Skinney SF dregur tvö troll sam- tímis og er að veiða kvóta sem áður fyrr var á 10-15 bátum. Tíu menn eru í áhöfn Skinneyjar SF. Nú er hrygningarstopp í þorsk- veiðum og lokað fyrir veiðar út á tólf mílur. Þorvarður sagði að fiskurinn væri þar fyrir innan og því sáralítill meðafli með humrinum. Humarvinnslan er komin á fullt á Höfn og var unnið þar í humri í gær, sumardaginn fyrsta. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skinney Dregur tvö humartroll og humarinn er geymdur í krapa. Humar- veiðarnar byrja vel  Skinney SF landar tíu tonnum í dag Fyrstu kríur ársins sáust í Óslandi á Höfn á miðvikudag, tíu fuglar að því er segir á fuglar.is. Þar segir einnig að líklega sjáist lítið af kríum næstu daga, en þegar aftur snúi til sunnanáttar sé líklegt að þær sjáist fljótlega um allt land. Á þriðjudag sást fyrsti spói ársins við Dilksnesholt í Nesjum. Tíu kríur á flugi á Höfn í Hornarfirði Framsýn stéttarfélag hefur við- ræður á morgun við tólf fyrirtæki á félagssvæði sínu. Þau gætu orðið fleiri. Fyrirtækin höfðu óskað eftir viðræðum við Framsýn um nýjan kjarasamning og áttu viðræður að hefjast eftir helgina. „Vegna mikils þrýstings frá fyrirtækjunum hefur verið ákveðið að hefja viðræðurnar á laugardaginn. Fyrirtækin sem eiga í hlut leggja mikið upp úr því að klára viðræðurnar fyrir 30. apríl þegar verkfallsaðgerðir hefjast á vegum aðildarfélaga Starfsgreina- sambandsins, verði ekki búið að semja fyrir þann tíma,“ sagði í til- kynningu Framsýnar. Fyrirtækin sem um ræðir eru í ýmsum starfsgreinum, að sögn Að- alsteins Á. Baldurssonar, formanns Framsýnar. Þar á meðal eru fyr- irtæki sem annast vélaviðgerðir, eru í byggingariðnaði, matvælaiðnaði, þjónustu, landbúnaði og ferðaþjón- ustu. „Ef ég kemst um svæðið á laugardag vegna veðurs þá hefjum við viðræður. Við erum að skipu- leggja fundi allan laugardaginn,“ sagði Aðalsteinn. „Við erum með kröfugerð Starfsgreinasambandsins um 35 þúsund króna hækkun á lægstu laun á mánuði. Ég hef sagt fyrirtækjunum að það sé ekkert annað í boði. Við erum tilbúnir að skrifa upp á það.“ Framsýn hefur boðað til félags- fundar á sunnudag og verður þar óskað eftir umboði til að ganga frá kjarasamningum við þau fyrirtæki sem þess óska. gudni@mbl.is Framsýn í viðræður á morgun Páll Skúlason, pró- fessor og fyrrverandi rektor Háskóla Ís- lands, lést á Land- spítalanum við Hringbraut 22. apríl sl. á 70. aldursári. Páll fæddist á Ak- ureyri 4. júní 1945. Foreldrar hans voru Þorbjörg Pálsdóttir kennari og Skúli Magnússon kennari. Hann lauk stúd- entsprófi frá MA 1965, BA-prófi frá Université Catholi- que de Louvain í Belgíu 1967 og doktorspróf frá sama skóla 1973. Páll byggði upp kennslu í heimspeki við HÍ ásamt þeim Þorsteini Gylfasyni og Mikael Karlssyni. Hann var lektor í heimspeki við HÍ 1971-75, pró- fessor í heimspeki frá 1975 og rektor Háskóla Íslands 1997- 2005. Páll var þrívegis forseti heimspekideildar HÍ. Hann var formaður Félags há- skólakennara 1983-84. Páll var einn af stofn- endum Norrænu heimspekistofn- unarinnar, formað- ur stjórnar Menn- ingarsjóðs útvarpsstöðva 1986-90 og í vísindasiðanefnd Læknafélags Ís- lands 1986-95. Páll var formaður stjórnar Siðfræði- stofnunar frá stofnun hennar 1989 og fram til 1997. Á árunum 1997 til 2001 var Páll formaður stjórnar Reykjavík menning- arborg Evrópu árið 2000. Páll sat í háskólaráði Háskól- ans í Lúxemborg frá 2004 til 2009. Hann sinnti umfangs- miklum nefndarstörfum vegna út- tekta á háskólum á vegum Sam- taka evrópskra háskóla (EUA) frá 2005 og hefur verið formaður alþjóðlegrar nefndar um ytra mat á Háskólanum í Lúxemborg frá 2007. Á meðal helstu rita Páls eru Du cercle et du sujet, dokt- orsritgerð (1973); Hugsun og veruleiki (1975); Samræður um heimspeki, ásamt Brynjólfi Bjarnasyni og Halldóri Guðjóns- syni (1987); Pælingar (1987); Pælingar II (1989); Siðfræði (1990); Sjö siðfræðilestrar (1991); Menning og sjálfstæði (1994); Í skjóli heimspekinnar (1995); Umhverfing (1998) og Saga and Philosophy (1999). Síð- astliðin tvö ár birti hann sex bækur um háskóla, stjórnmál og náttúru: Ríkið og rökvísi stjórn- mála (2013); Náttúrupælingar (2014); Hugsunin stjórnar heim- inum (2014); Háskólapælingar (2014); Veganesti (2015) og A Critique of Universities (2015). Auk þess er um þessar mundir verið að ganga frá tveimur bók- um Páls til prentunar, Pælingar III og Merking og tilgangur. Páll var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1999. Páll kvæntist Auði Þ. Birgis- dóttur (f. 1945) hinn 14. ágúst 1965 og eignuðust þau þrjú börn. Andlát Páll Skúlason, fyrrverandi rektor HÍ Ríkissáttasemjari boðaði fulltrúa Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA) á fund sem stóð frá klukkan 10 til 12 í gær- morgun. Það var fyrsti fundurinn eftir að félagar í SGS samþykktu verkfallsboðun í atkvæðagreiðslu sem lauk á mánudag. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, sagði að menn hefðu rætt mál- in en ekkert stórkostlegt gerst. Ríkissáttasemjari varpaði fram hugmynd um að koma á fót tveimur starfshópum til að skoða ýmis mál, starfsmenntun og fleira. Allsherjar tólf klukkustunda löng vinnustöðvun SGS á að hefjast á hádegi 30. apríl nk. gudni@mbl.is Tveir starfshópar til að skoða ýmis mál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.