Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 9

Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 9
Vélritað með munninum. Þær kornu svo nálægt 15 ára afmæli veikinn- ar. Höndunum hnignaði líka sí og æ þó hægt færi. Fljótlega hafði farið að sjá á rithönd- inni. Ef ég var þreyttur eða kaldur, þá gat ég ekki skrifað. Eftir 14 ár voru það orðin mestu harmkvæli að skrifa. Ég var alltaf að missa pennann og liafði ekki krafta til að penninn tæki á, þ.e. að skriftin sæist, nema með höppum og glöppum. Það var á þessurn tímamótum, eftir 14 ára feril veikinnar, sem mér var boðið að koma að Reykjalundi til að þreifa fyrir mér með hjálpartæki. Hér er rétt að staldra við og hyggja að sam- spili umhverfis og aðstæðna. Um Jrað leyti sem ég hætti oddvitastörfum, en um það leyti lauk einnig erfiðisvinnu sem nokkuð munaði um, |aá bar hitt og þetta annað að höndum. Það hefur verið mér nánast ómetanlegt að fá viðfangsefni í stað hinna sem ég varð að sjá á bak. Mér var falin formennska í sjúkra- samlagi, ég hafði fengið að starfa við fast- eignamat og í fleiri nefndum. Mér var falin markavarsla í minni sýslu, þ.e. að gefa út markaskrá á 8 ára fresti. Síðast en ekki síst fékk ég söluumboð fyrir helstu útgáfufélögin og þar með samband og snertingu við mun fleira fólk en annars hefði orðið. Allt þetta og fleira til var í gangi einmitt þegar ég var að hætta að geta skrifað og var líka að hætta að geta tekið u,pp síma eða haldið á honum. Það var í rauninni bara spurning um missiri hvenær ég hefði orðið að gjöra svo vel og hætta, gjöra svo vel og gefa allar skriftir uppá bátinn fyrir fullt og allt. Til þess kom ekki. Þess vegna er það, að nú að tíu árum liðnum á ég enn færi á að koma orðum að hugsunum mínum og festa þá stafi á blað. Fljótlega eftir að ég kom að Reykja- lundi í mars 1971, þá var efnt þar til fundar til að ræða og kanna hugsanlega möguleika á að ég gæti notað mér hjálpartæki. REYKJALUNDUR 7

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.