Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 20

Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 20
liggja og láta sér batna. Menn urðu að bjarga sér eins og best jieir gátu að fá tímann til þess að líða. Það er nú svo með lungnaberkla að þeim fylgir ekki sársauki eða vanlíðan fyr en veikin er komin á hátt stig og jtá í formi andþyngsla og slappleika fyrst og fremst. Því var ]>að æði oft, að ungt fólk vildi gleyma sér og fór kannske ekki alltaf eftir j)eim fyrirmæl- um sem sett voru. Fólk var með ýmisskonar handavinnu, en aðstaða var ekki góð í Jtá veru og þrengsli mikil. Á jtessu varð gjörbreyting um Jtetta leyti, jtegar byggt var við hælið dag- stofur og vinnustofur. í dagstofu skapaðist góð aðstaða til samkomuhalds og bíósýninga. Bóka- safn fékk þarna mjög góða aðstöðu. Vinnu- stofur S.Í.B.S. fengu þarna inni og við opnun jieirra gjörbreyttist aðstaða og óralangur dag- urinn styttist að mun, jafnvel Jdó vinnutím- inn væri ekki langur dag hvern. Að lokum langar mig til að segja frá })ví í örfáum orðum, hvernig ntér reiddi af eftir höggninguna. Ég komst fram á Kristneshæli fvrir jól og þótti sleppa vel, niiðað við ýntsa aðra, enda mun ég hafa verið vel undir aðgerðina búinn frá náttúrunnar ltendi, stæltur og heilsuhraust- ur, fyrir utan berklana. Aðgerðin bar þann árangur, sem lienni var ætlað og tókst eins vel og hægt var að hugsa sér. Ég losnaði strax við smit og hef verið smitfrír síðan. Verulega var j)ó af mér diegið eftir að ég kom framefti • o > lá ég lengst af fyrir með hitaslæðing, þangað til ígerðin í skurðinum hætti um vorið. Ég hafði lést um 20 kíló, en var fljótur að bragg- ast eftir að ég komst á ról. Þegar ég var sem óðast að styrkjast og farinn að koma út undir bert loft, veiktist ég aftur og hef aldrei verið nær því að drepast en ])á. En lánið var á næstu grösum eins og fyrri daginn. Jón Þor- steinsson frá Reyðarfirði var þá læknir þarna, líklega nýútskrifaður, í afleysingum. Hann gekkst fyrir ])ví að fengin voru ný meðul. Ég var sprautaður mikið og oft svo að illa gekk að finna óstunginn blett á viðeigandi stað á mínum grindltoraða skrokki undir [)að síðasta. Jóni er ég æfinlega þakklátur síðan. Þessi veik- indi voru fólgin bæði í lungna- og brjóst- himnubólgu og einnig fylltist brjóstholið af vatni þeim megin sem ég var ekki höggvinn. Ég lá mest allt sumarið með bullandi tak og hita. Svefnlítill vegna andjjrengslanna og van- líðunar fyrstu þrjár vikurnar, en fór að hjarna við úr ])ví, eftir að meðalið fór að verka. Um haustið komst ég á ról og fór fljótlega að vinna á vinnustofu S.Í.B.S. og er mér ])að enn- þá í minni hvernig þessi eina klukkustund, sem ég í upphafi vann á dag, gjörbreytti deg- inum. Það var með ólíkindum. Ég var á hælinu fram á sumar árið eftir, fór þá austur á Vopnafjölð, heim. Ekki taldi ég mig hlutgengan þar í búskapnum, sem ég þó hafði ætlað mér. Því fór ég suður á Reykja- lund þar sem ég var vistmaður fyrst, síðan starfsmaður. Það segir í raun og veru allt sem segja þarf um hug minn til þeirrar stofnunar að ég skuli vera þar enn 30 árurn eftir að ég kom fyrst á staðinn. Telja verður að ég hafi verið ótrúlega heppinn í ])essum veikindum, fyrir utan það að ég skyldi komast á Reykja- lúnd, sem varð mitt stóra lán. Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði í maí 1981. 18 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.