Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 44

Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 44
því að í flestum tilfellum býður hans aðeins nokkurra vikna hælis- eða sjúkrahúss- vist, með tilheyrandi lyfja- gjöf, og heilsan talin endur- Iieimt að nýju. En fyrir nokkrum áratug- um var þetta ekki svona ein- falt. Sá, sem þá veiktist af berklum, spurði ekki hvort vikur eða mánuðir yrðu hans baráttutími, lieldur hversu mörg ár sú barátta kynni að standa, ef sigurs væri á ann- að borð að vænta. Þetta er það fólk, sem kallar sig SÍBS- félaga — þó að fleiri leljist þar til núorðið. Guðjón Einarsson var einn af þeim, sem varð berklaveik- inni að bráð á miðri þessari öld. Árið 1951 innritaðist hann á Vífilsstaði, þar sent hann dvaldi í nokkur ár, en síðan á Reykjalundi, unz hann útskrifaðist Jjaðan ár- ið 1959. Réðst hann þá til starfa á Múlalundi, öryrkja- vinnustofu SÍBS, og vann þar síðan allt til síns enda- dægurs. Má segja, að Guðjón hafi fylgzt með þeirri þróun, sem orðið hefir á þessum ár- um, til heilla fyrir alla þá mörgu, sem þar hafa fengið að hreyfa vinnufúsar hendur, sjálfum sér til gleði og stofn- uninni til hagsældar, verið þátttakandi í því megin hlutverki og félagslega starfi SÍBS að „styðja sjúka til sjálfsbjargar“. Fyrir þessi störf flytjum við félagar Guðjóns honum beztu þakkir og munum lengi muna þennan Ijúfa og hug- þekka mann, sem vann störf sín af trúmennsku, hógværð og lítillæti, sem eru aðals- merki hins háttprúða manns. Ættingjum Guðjóns flytj- um við SÍBS-menn innilegar samúðarkveðjur. J.B. LÁRA JÓNSDÓTTIR Fœdd 1. mars 1915. Dáin 13. júni 1981. Lára Jónsdóttir lést á sjúkra- húsi Vestmannaeyja hinn 13. júní 1981, eftir örskamma legu. Hún var dóttir hjón- anna Ingibjargar Theódórs- dóttur og Jóns Hinrikssonar, kaupfélagsstjóra. Ung veikt- ist hún af berklum, eins og svo margir á þeim árum, og dvaldi hún því á hæli, bæði að Reykjum og á Vífilsstöð- um og var hún virkur félagi í Berklavörn í Vestmanna- eyjurn frá árinu 1944. Árið 1937 giftist Lára Steindóri Steindórssyni, en þau slitu síðar samvistum. Einn son áttu þau Lára og Steindór, Jón Inga, en hann rekur hér í Eyjurn myndar- lega matvöruverslun, ásamt konu sinni, Elinborgu Bernó- dusdóttur. Lára starfaði rnörg ár við skrifstofustörf, m.a. um 13 ára skeið við Sjúkrasamlag Vestmannaeyja. Árið 1962 fór Lára til Svíþjóðar og nam þar andlits- og fótsnyrtingu, en hún varð mjög eftirsótt í því starfi hér lieima, og eftir eldgosið 1973, en Jsá fór hús hennar undir hraun, starfaði hún við iðn sína hjá dvalar- heimili aldraðra, Hrafnistu, í átta ár. En nú var Lára aftur flutt heim til Vestmannaeyja og hélt heimili með móðursyst- ur sinni, 92 ára að aldri, Jsar til hún veiktist svo skyndi- lega. Fyrrverandi félagar Láru í Berklavörn kveðja hana með hlýhug og virð- ingu og biðja afkomendum hennar og öðrum, sem henn- ar sakna, blessunar guðs og gæfusamra lífdaga. Þ. M. 42 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.