Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 13

Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 13
70% þessa fólks býr í þróunarlöndunum, að- eins 30% í svokölluðum þróuðum löndum sem þó þýðir að þar búa um 150 milljónir fatlaðir menn og öryrkjar. FÖTLUÐ BÖRN Árið 1975 var tala barna 15 ára og yngri 1,4 milljarður. Tala fatlaðra barna nær þá 140 milljónum og af þeim búa yfir 80% í þróunarlöndunum. Álitið er að um 11 milljón fötluð börn séu í Evrópu og um 6 milljón í N-Ameríku. Miðað við venjulegar aðferðir til að spá um mannfjölgun er reiknað með að um næstu aldamót verði fötluð börn í þróun- arlöndunum 119 milljónir talsins. 1 þeim lönd- um fæðast árlega 80 milljón börn en þar eru forvarnir svo skannnt á veg komnar að aðeins I barn af hverjum 10 er bólusett. Vitað er að árlega deyja 5 milljón börn úr sjúkdómum sem hægt er að koma í veg fyrir með bólusetningu, eins og barnaveiki, mislingum, mænusótt, kíg- hósta, stífkrampa og berklum. Það er einnig vitað að á móti hverju barni sem deyr úr jtessum sjúkdómum kentur a.m.k. 1 annað barn sem lifir sjúkdóminn af með ævilöng ummerki hans, lömun, heyrnarleysi, blindu, vaxtartruflun, vangefni o. s. frv. AÐALÁSTÆÐUR FÖTLUNAR OG ÖRORKU SKIPTAST 1 GRÓFUM DRÁTTUM ÞANNIG: Smitsjúkdómar ........................ 10% Líkamlegir ekki smitandi sjúkdómar . . 20% Vannæring ............................ 20% Meðfæddar ástæður (jt. á nt. meðgöngu- sjúkdómar og fæðingaráverkar) .... 20% Slys ................................. 15% Geðsjúkdómar, eiturlyfja- og áfengisnotkun ..................... 15% Eftirtektarvert um einstaka orsakaþœtti: Vannœring: Líkamlegur og andlegur jtroski 100 milljón barna 5 ára og yngri er skertur vegna eggja- hvítuskorts í fæðunni. 250 þúsund börn blind- ast ár hvert vegna skorts á einu saman A- vítamíni. 17% barna sem í heiminum fæðast, 21 milljón börn alls, fæðast vanburða, eru svo langt undir eðlilegum fæðingarjjunga að hætta stafar af. 90% Jtessara barna fæðast í þróunar- löndunum og aðalástæðan er óviðundandi næringarástand móður á meðgöngutíma. Vinnuslys: Áætlað er að um 50 milljón vinnuslys verði ár hvert í heiminum sem leiða til dauða eða örorku. Auk þess eru ómældar milljónir manna í heiminum sem beðið hafa varanlegt heilsutjón vegna skaðlegra atvika á vinnustað. U mferðarslys: Talið er að 10 milljón manns slasist á veg- um úti ár hvert. Af jjeim deyja 250 þúsund. Á móti hverju dauðsfalli koma u.Jt.b. 10-15 manns sem slasast alvarlega. Ekki eru tölur REV KJALUNDUR 11

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.