Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 25

Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 25
unum flúið, reyndi ég að afla mér sem mestr- ar vitneskju um sjúkdóminn, orsakir lians, lækningamöguleika og liorfur almennt. I fyrstu var jsað hreint ekki bara léttir sem ég fann til, jjegar ég skildi að fæstir deyja af mænusiggi, heldur lifa með jjað, en deyja af öðrum orsökum. fæja, ég varð jjá væntan- lega að horfast í augu við lífið með jrennan sjúkdóm! í fyrstu fannst mér nær óbærilegt að geta ekki vitað hvernig jaað líf yrði, ég vildi fá svör eða geta reiknað út hver fötlun mín yrði. Myndi ég e.t.v. geta gengið í gegnum lífið án stórvægilegra sýnilegra hamlana? Fyrstu hugmyndir mínar um mænusigg tengdust órjúfanlega tilveru í hjólastól eða alveg rúmliggjandi. Þcssi dökka mynd fékk smátt og smátt fleiri tilbrigði, svo ég fór að skilja og vita að jjeir væru í reynd færri sem Jjau örlög hlytu, flestir sleppa með mildari einkenni. Þó tel ég Jiað hafa verið nauðsyn- lega reynslu að liorfast í augu við verstu mögu- legar afleiðingar sjúkdómsins, j)ó svo að ég vissi fljótlega að ég fengi a.m.k. gálgafrest og jjróun sjúkdómsins yrði líklega fremur hæg iijá mér. Mér fór i fyrstu eins og líklega flestum jjcim sem standa frammi fyrir þeim möguleika að hljóta örkuml, að ég spurði í örvæntingu — af hverju ég? Oft reyndi ég Jjá að snúa spurningunni á höfuðið og spyrja hvon einhver annar hefði verið betur í stakk búinn til að takast á við veikindi. Ég lauk þeirri menntun sem ég ósk- aði mér. Heppni mín var slík að hún býður upp á störf sem ég get sinnt jafnvel jjótt ég verði býsna óstyrk eða lömuð í fótum og líkama. Ég lief því ekki jDurft að skipta um námsbraut eða störf vegna veikinda. Mér gefst tími og ráðrúm til Jjess að reyna að koma mér fyrir í hentugu húsnæði í tíma. Þegar ég reyni að vera heiðarleg gagnvart sjálfri mér, þá held ég að dýpsta og veiga- mesta ástæðan fyrir |jví að mér reyndist erf- itt að sætta mig við veikindi hafi verið sú að veikindi og hugsanleg fötlun ógnuðu sjálf- stæði mínu. Eins og flest ungt fólk gerði ég ráð fyrir Jjví að vinna fyrir mér; ég treysti á krafta mína og hreysti unt ókomin ár. En nú verð ég að horfast í augu við jjá staðreynd að á hvort tveggja er valt að treysta. Ég verð að venja mig við, að líkami minn dugar ekki til þeirra hluta sem jafnaldrar mínir telja sjálfsagt að sér séu færir, svo sem eins og hlaup, dans og fjallgöngur. Ég má búast við veikindatímabilum nokkr- um sinnum á ári og meira kraftleysi og Jjreytu en fyrr, en annars rennur líf mitt nú að mestu í sama farvegi og jjað gerði fyrr. „Hetjan unga“ fékk ekki óskahlutverkið sitt, sem af átti að stafa Ijómi og glans, Jjað átti hreint ekki að vera langvarandi veikindi, sem smám saman gætu dregið krafta úr líkaman- um. í stað jjess að verða sá sem hjálpar öðrum, má vel vera að hún verði að læra að jjiggja hjálp annarra. Líklega er Jjað ein af erfið- ustu listum lífsins, að læra að biðja um og Jjiggja hjálp frá öðrum. „Hetjan unga“ fékk ekki óskahlutverkið sitt, og henni gengur ekkert allt of vel að ráða við það sem hún fékk úthlutað. Það má kannski líta á líkamlega fötlun sem einskonar fangabúðir, Jjar sem einstaklingn- um eru settar ýmsar hömlur á ferðafrelsi og möguleikar hans til að njóta lífsins, eins og flesta dreymir um, skertir. En þá koma líka í ljós möguleikarnir á Jjví að vinna sigra á öðrum sviðum. íslendinginn hefur löngum dreymt um að mæta örlögum sínurn með æðruleysi og reisn að hætti fornra kappa. Sá sigur vinnst aðeins með Jjví að líta frem- ur á styrk sinn en veikleika og reyna að yfir- stíga hverja hindrun sem á vegi verður, eftir getu. REYKJALUNDUR 23

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.