Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 23

Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 23
H. H. í stað óskahlutverks Trúlega hafa margir glímt í æsku sinni við söniu hugsanir og liugsanaleiki og ég. Ég reyndi að ímynda mér ýmsar misjafn- lega raunverulegar aðstæður sem ég gæti lent í og hver yrðu viðbrögð mín við þeim. Varla þarf að taka fram að yfirleitt var ég hin hetjulegasta, og tók dauða, striti og fá- tækt upprétt og með ró eða baráttuhug. Við lestur striðsbóka með frásögnum af djarfri mótspyrnu alþýðufólks í hernumdum löndum, eða lífsvilja og baráttu manna fyrir að halda reisn sinni og mannlegri virðingu í fangabúðum, efldist ég enn og svall móður. Já, ef ég hefði verið með þarna, þá vissi ég vel hvern ilokkinn ég vildi og hlaut að fylla. Smám saman fór svo fyrir mér, sem öðrum „ungum hetjum", að skólaganga og félagslíf fyllti tímann og upptók hugann. Ég var svo kornin í framhaldsnám erlendis Jiegar ég fór að kenna furðulegra veikinda. Fyrsti öruggi boðberi Jiess, að eitthvað und- arlegt væri að gerast í líkama mínum, kom í jólaleyfi eitt árið. Fæturnir virtust dofna upp og verða kraft- minni en fyrr og var sama hvernig ég hamað- ist við að nudda þá eða nota til göngu og átaka, ég fékk Jiar engu um breytt. Ég dvaldi hjá vinafólki, en vildi ómögulega vera að segja frá þessu þar, gerði mig bara latari en hugurinn stóð til, og „nennti“ ekki í skíða- ferðir og annað sem til boða stóð, því ég fann að fæturnir myndu bregðast mér í langferð- um. Þegar í skólann kom að nýju fór ég Jió til skólalæknis, því mér fannst þessi dofi og kraft- leysi með eindæmum þrálátt og óútskýranlegt. Læknirinn klappaði mér nánast á kollinn, og spurði hvort próf væru framundan og benti mér á að ég væri líklegast stressuð yfir nám- inn. Mikið óhemjulega gramdist mér Jiessi svör og ályktanir. Sá maðurinn ekki að ég var hin hressasta og í góðu jafnvægi, spaugaði jafnvel með ein- kenni mín, og spaugið var nteira að segja sér- staklega framið honum til heiðurs, svo liann mætti skilja að hér færi íslensk valkyrja sem ekki brygði þótt af væru fæturnir (í óeigin- legri merkingu)? Nei, taugaveikluð ung stúlka var allt sem hann sá, sá góði maður. Máttur og tilfinning kornu aftur í fæturna eftir nokkrar vikur. En nú tóku nýjar hrell- ingar við. Mér fór eins og oft segir af kvart- sárum, að „skömmin" hljóp um allan skrokk- inn. A næstu árum fór ég J30 ekki til læknis, minnug hinnar fyrstu reynslu, en bar vand- ræði mín að mestu í hljóði. Þó varð ég að leita hjálpar nærstaddra, Jiegar jafnvægisskyn- ið varð allt mjög óstöðugt í nokkurn tíma. Ég var nú faiin að halda að ég væri haldin hinum ótrúlegustu sjúkdómum, en vissi þó engin nöfn að gefa J^eim. Mér létti því næstum að hausti, nær tveim árum seinna, Jiegar fyrstu einkennin komu að nýju, Ji.e.a.s. tilfinningaleysi í fætur. Smám saman fékk ég þó svo mikla verki samfara dofanum að ég hraktist til læknis að nýju. Hann sendi mig til taugasérfræðings, en lokasvörin voru á sömu leið og fyrr, ég væri líklega svona stressuð! Nokkrum mánuðum seinna fór ég Jió enn til sama læknis, og nú vegna Jæss, að ég sá varla glóru á vinstra auga. Að þessu sinni var ég farin að hallast að skoðunum lækn- REYKJALUNDUR 21

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.