Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 32

Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 32
KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR Skellur sem kom - og fór I>At> hvarflar tæpast að okkur, ungum, hraust- um og fullum af lífskrafti, að við gætum feng- ið sjúkdóm sem kæmi til með að há okkur af og til ævilangt. Það er okkur svo fjarri að hugsa þannig. Á unglingsárunum lifa flestir áhyggjulausu lífi og fyrir líðandi stund. Fram lil 19 ára aldurs var ég rnjög hraust. Ég hafði gaman af alls kyns íþróttum, svo sem handbolta, sundi, skautaiðkun og útiveru. Jafnframt venjtdegu skólanámi stundaði ég píanónám í nokkur ár. Sem sagt: þessi ár var ég mikið á ferðinni og lifði tilbreytingasömu og skemmtilegu lífi. Ég var nýbyrjuð í framhaldsnámi þegar skellurinn kont. Fyrst í stað fann ég til mik- ils sársauka í flestum liðamótum, verst á morgriana, bólgin, stirð að fara á fætur. Ég varð að bíta á jaxlinn til að koma mér af stað í strætó í skólann. Úthaldið var lítið og að loknum skóladegi erfitt að koma sér heim. I.oks þegar ég hafði dröslast heim henti ég mér beint í rúmið og hvíldi mig lengi eftir erfiði dagsins. Svona gekk í nokkrar vikur þar til skólasystur mínar og kennarar bentu mér á að ég þyrfti að láta athuga J>etta. Þá fyrst fór ég að átta mig á [>ví að ekki væri allt með felldu. Nú, loks hafði ég rænu á að fara til læknis og sá ekki eftir því. Kannski má segja að ég hefði átt að gera ]>að fyrr. Það er nú vist oftast Jaannig að fólk leitar læknis of seint, og J>ví seinna sem leitað er læknis [>eim mun erfiðara er tíðast að meðhöndla sjúkdóminn. Við fyrstu skoðun kont í ljós að ég var með liðagigt. Ekkert múður, inn á spítala strax. Þar með var skólagöngu minni lokið að sinni. Eftir alls kyns rannsóknir, lyfjameðferð og sjúkraþjálfun fór ég á Reykjalund í áframhald- andi endurhæfingu. Endurhæfingin fólst í J>ví að ég stundaði sund, en J>að tel ég vera stór- kostlega heilsubót fyrir fatlaða jafnt sem heil- brigða, en einnig fékk ég meðferð hjá sjúkra- þjálfurum og iðjuþjálfurum. Meðferðin og endurhæfingin varð til J>ess að heilsan fór að batna. Ég tel að þessi fyrsta endurhæfing sé grundvöllurinn að góðri heilsu og J>reki sem ég hef í dag. Eftir veruna á Reykjalundi fór ég að vinna á skrifstofu og vann þar 65% vinnu án þess 30 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.