Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 30

Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 30
vinnu. I'að er þá fyrst og fremst húsnæðið, sem ég á að sofa í. Síðan er það spursmál um dýra- liald, teppi á gólfum o.fl., o.fl. í sumar fékk ég mér vinnu skammt fyrir ut- an borgina, en luisnæðið var ekki nógu hag- stætt fyrir mig, svo að ég þurfti að aka á milli í vinnuna. Það má þó segja, að núna sé ég nokkuð góð af astmanum. Ég get haldið honum niðri með ventolin-úðara. En ég verð líka að forðast ofnæmisvaldana. Ég get ekki farið í ferðalag, ef sofa á í tjaldi, og ef ég kem út í sveit, þar sem dýrin eru, fæ ég oftast einhver ofnæmiseinkenni. Ef það er ekki astmi, sem ég fæ, þá nefrennsli eða kláða í augun og jafnvel hvort tveggja. Sl. ár hef ég aðeins fengið örfá það slæm astmaköst, að þurft hafi að leggja mig inn og gefa mér lyf í æð. Og það er nú ekki mikið. En jtar með er ekki öll sagan sögð. Allt þetta er að endurtaka sig í barninu mínu. Ég á fjögurra ára gamla stúlku. Húu er rnikill astmasjúklingur og hefur einnig útbrot. Ekki er vitað um neina öndunarfærasjúkdóma hjá fiiðurfólkinu hennar. Hún fer oft á sjúkrahús vegna slæmra astma- kasta og dvelur Jsar þá oft viku eða hálfan mánuð í senn. Oftast Jrarf hún mjög sterk lyf beint í æð og ganga köstin fljótt yfir. En sann- arlega er Jjað áhyggjuefni að Jmrfa að gefa barni slík lyf og velti ég Jtvi fyrir mér, Iivaða áhrif slík lyf (sem er nýrnahettuhormón) geti haft á barn í vexti. Við höfum að sjálfsögðu reynt að gera henni lífið bærilegt í sambandi við húsnæði, og reynt að lorða Iienni frá hugsanlegum ofnæmisvöld- um. Framfarir liafa að vísu orðið miklar, svo að astmasjúklingar geta lifað Jjokkalegra lífi en áður var. En betur má, ef duga skal. Enn leit- um við að lækningunni. Ég vil ekki enda Jaetta spjall mitt án Jiess að minnast á Samtök gegn astma of ofnæmi, en innan þeirra samtaka hef ég starfað nokkuð undanfarið og með því viljað leggja mitt af mörkum til málefna astmasjúklinga. Og gott er til [jess að vita, að maður stendur ekki einn uppi með Jtessi vandamál. Samtökin hafa beitt sér fyrir ýmsum nauð- synjamálum þessara sjúklinga og unnið að því að efla Jjekkingu fólks á astma og ofnæmi. 28 REYKJALUNDUK

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.