Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 45

Reykjalundur - 01.10.1981, Blaðsíða 45
KATRÍN ÁRNADÓTTIR FRÁ ÁSGAR-ÐI, V'ESTMANNAEYJUM Fœdd 12. október 1905. Dáin 8. maí 1981. Foreldrar Katrínar voru Gísl- ína Jónsdóttir og Árni Fil- ippusson í Ásgarði. Kom Árni verulega við framfara- sögu Eyja eftir aldamót. Katrín var næstelst fjög- urra systkina. Um tvítugsald- ur fór hún á hússtjórnarskóla í Danmörku og var tvö ár við nám ytra. Árið 1926 gift- ist hún Árna Árnasyni frá Grund, símritara og fræði- manni um Eyjasögu. Árni andaðist 1962, nokkru betur en sextugur að aldri. Þau ltjón eignuðust eina dóttur, Hildi, sem er gift Herði Svanbergssyni prentara. Þau búa á Akureyri. Húsið Ásgarður fór undir hraun 1973. Þá fluttist Katr- ín til Reykjavíkur og hélt þar heimili með Guðrúnu systur sinni, ekkju Þorsteins Johnson bóksala. Katrín var kona listhneigð. Hún var hlédræg, en þó fé- lagslynd og starfaði af áhuga í ýmsum félögum. Má þar til nefna, að hún var 20 ár í stjórn Kvenfélagsins Líknar og gjaldkeri Slysavarnadeild- arinnar Eykyndils fjölda ára. Þá var Katrín um langt ára- bil starfandi í Berklavörn í Eyjum. Frú Katrín naut sín lík- lega best í fremur litlum kunningjahóp og var þá glöð- ust allra. — Ásgarðshjóna, Katrínar og Árna, er gott að minnast. H. G. KRISTÍN JÓNSDÓTTIR A Sjúkrahúsi Vestmannaeyja lést hinn 16. júní s.l. Kristín Jónsdóttir frá Hjálmholti. Hún var fædd að Einholti í Hornafirði hinn 24. maí 1891, dóttir hjónanna Stefan- íu Sigurðardóttur og Jóns Brynjólfssonar. Tuttugu og sex ára gömul fluttist hún til Vestmannaeyja og giftist jtar Þorsteini Þorsteinssyni, ætt- uðum úr Landeyjum, og bjuggu Jjau í Hjálmholti í Vestmannaeyjum. Þau eign- uðust þrjú börn, Þórarin, Þorstein og Guðbjörgu, sem öll eru á lífi. Búa þeir Þór- arinn og Þorsteinn í Vest- mannaeyjum, en Guðbjörg í Reykjavík. Kristín missti mann sinn frá börnunum ungum, en bjó áfram í Hjálmholti og ól þar upp börn sín. Guðbjörg er yngst barna Kristínar og bjó hún lengst hjá lienni, í yfir tuttugu ár. En árið 1976 flytur hún sig aftur í heimabyggðina, Vestmanna- eyjar, í hið nýja notalega dvalarheimili aldraðra, Hraunbúðir. Þar varð hún fyrir því óhappi að slasast svo að hún varð að fara á sjúkrahús, og þar var hún til hinstu stundar. Kristín var félagi í Berkla- vörn í Vestmannaeyjum frá árinu 1950. Hún var vel gerð kona, sem öllum Jiótti vænt um sent hana Jjekktu. Félagar hennar úr Berkla- vörn Jjakka henni samstarf og góð kynni og biðja niðj- um hennar og vinum velfarn- aðar og blessunar guðs. Þ. M. REYKJALUNDUR 43

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.