Húnavaka - 01.05.1981, Blaðsíða 14
12
HÚNAVAKA
Hann bendir einnig á, að það sé tilfinnanlegt tjón fyrir sýslubúa, að
strandferðaskipin skuli ekki koma við á Blönduósi, eins og sýslu-
nefndin hafi lagt til, þar sem uppskipun sé svo erfið í ósnum og hann
geti jafnvel verið ófær til uppskipunar um hásumartímann og af þvi
myndi skapast óþolandi töf fyrir strandferðaskipin, sem sigldu eftir
ákveðinni áætlun. Þá skýrir Erlendur frá því, að utanríkiskaupmaður1
einn hafi boðist til þess að senda gufuskip til Blönduóss á næstkom-
andi sumri með allslags nauðsynjavörur, sem Húnvetningar kynnu að
panta í vetur og lána þær til næsta hausts. Hafi verið talað við kaptein
Coghill um, að nauðsynlegt væri að koma upp bryggju á hagkvæm-
asta stað við Blönduós, og samið um það, að bryggjan væri smíðuð
erlendis og kæmi með hinum pöntuðu vörum. Sækir Erlendur síðan
um 200 króna styrk til þess að létta kostnaðinn við bryggjugerðina, þar
sem ósanngjarnt sé, að kostnaðurinn við hana jafnist á vörur sem komi
frá þessum eina aðila, enda geti svo farið, að framtak þetta yrði til þess
að strandferðaskipin tækju upp viðkomu á Blönduósi.
Barátta Erlendar í Tungunesi fyrir bryggjugerð á Blönduósi, var
einn þáttur í baráttu hans og fleiri húnvetnskra bænda fyrir bættum
verslunarháttum í héraðinu. Hún sýnir, að þrátt fyrir vonbrigðin og
tjónið, sem varð þegar Grafarósfélagið2 varð gjaldþrota 1878, hafa þeir
þegar tekið upp þráðinn að nýju, því að um 1880 eru þeir búnir að
bindast samtökum um vörupantanir hjá Coghill og 1884 var stofnað
Vörupöntunarfélag Húnvetninga og Skagfirðinga3.
Ekkert mun hafa orðið úr bryggjugerðinni og langur tími leið þar til
strandferðaskipin tóku upp áætlunarferðir til Blönduóss. Líður svo
áratugur án þess að séð verði að minnst hafi verið á bryggjumálið.
Framkvœmdir.
Á sýslufundi 14. mars 1892 var lagt fram bréf frá Jóhanni G. Möller,
kaupmanni á Blönduósi, þar sem hann bendir á það álit sitt, að
norðan Blöndu muni mega gjöra allgóða lendingu og óskar þess að
sýslunefndin taki mál þetta til athugunar. Var það samþykkt. Á
sýslufundi 20. febrúar 1893 er lagt fram álit frá Einari Guðmundssyni
á Hraunum í Fljótum um bryggjugjörðina. Var kostnaðaráætlun hans
kr. 3.000 og skyldi bryggjan vera 90 álnir að lengd og 6 álnir á breidd
að ofan. Var þá einnig skýrt frá samskotum, sem fram hefðu farið til
styrktar bryggjusmíðinni og hefði nokkru fé verið lofað. Hefur verið
leitað til búnaðarfélaganna í sýslunni um að beita sér fyrir samskotum