Húnavaka - 01.05.1981, Page 17
HÚNAVAKA
15
bryggjusmíöina. og er þá búið að byggja 48 af 90 álnum. Samþykkt var
að taka 3.000 króna lán úr Viðlagasjóði, til þess að fullgera verkið.
Samþykkti landshöfðingi þessa lántöku og útvegaði lánið.
Enn var bryggjan til umræðu á næsta sýslufundi 1896. Var þá
samþykkt að lengja bryggjuna ekki meira að svo búnu, en byggja í þess
stað uppsátur við hana á komandi vori og var Möller kaupmanni og
Arna á Geitaskarði falið að sjá um það. Uppsátur þetta, sem síðan fékk
nafnið bátaskýli var byggt sama sumar og eftirstöðvar peninganna
voru notaðir til vegagjörðar frá bryggjunni sumarið eftir. Á sýslufundi
1899 heimilar sýslunefndin:
a) að sett sé keðja á bryggjuna.
b) að vegurinn sé lagfærður.
c) að keypt verði lyftivél á bryggjuna.
Eigi var lyftivélin keypt það sinn, því 1902 ritar Jón Ólafur
Stefánsson verslunarmaður, bróðir Magnúsar kaupmanns, sýslunefnd
og leggur m.a. til að lyftivél verði sett á bryggjuna. Árið 1905 segir
sýslunefndin í bréfi til stjórnarráðsins að eitt af helstu þarfamálum
sýslunnar sé „lenging Blönduós-bryggju og vagnvegur frá henni að
Blöndubrú og þaðan til kauptúnsins Blönduóss.“
MAGNÚS KONRÁÐSSON:
Hafnarskilyrði og lýsing bryggjunnar.
Eins og allir vita, sem til þekkja, eru hafnarskilyrði mjög erfið á
Blönduósi sem fyrr segir, enda voru þau oft talin með þeim erfiðustu á
landinu. Er útgrynni allmikið og liggur staðurinn opinn fyrir norðan-
og vestanáttum, sem oft blása inn Húnaflóa. Er þar ekkert afdrep og
ströndin við ósinn flöt og sendin. Eru brim þar mikil og tíð og hafís-
hætta mikil. Oft brimar þar snögglega, svo ófært var til upp- eða
framskipunar á lítilli stund.
f fyrstu var eingöngu skipað upp og fram við sandinn, vestan óssins
eða róið upp ósinn, ef fært var og voru notaðar litlar trébryggjur, sem
bátarnir lögðust að. Var þeim ýtt fram, þegar þær skyldu notaðar, en
Magnús Konráðsson verkfræðingur hjá Vitamálastofnun sá um endurbætur á Blönduóssbryggju frá 1935
þar til hann hætti störfum 1968.