Húnavaka - 01.05.1981, Page 18
16
HÚNAVAKA
dregnar upp á land að lokinni notkun, svo hátt upp á sandinn, að
brimið náði ekki til. Ef brimaði snögglega, þurftu skip stundum að
bíða eða fara óafgreidd frá staðnum, einkum að hausti til, og var það
ekki til að bæta álit hafnarinnar
sem fyrr segir.
Útvegur hefur jafnan verið
mjög lítið stundaður frá Blöndu-
ósi heldur nær eingöngu frá
Skagaströnd og að nokkru frá
Kálfshamarsvík á tímabili. Olli
því bæði hin erfiðu hafnarskilyrði
og að lengra var að sækja á miðin
en frá hinum stöðunum. Hins
vegar fékk staðurinn fljótt mikla
þýðingu sem aðalverslunarstaður
fyrir hin blómlegu landbúnaðar-
héruð sýslunnar.
Bryggjunni var valinn staður
spölkorn norðan óssins undir
brattri brekku, Mógilsbrekku,
sem gekk fram í fjöruborð. En þar
spöl norðar skagaði klettasnös,
Bolanöf, sem dregur úr norðansjó-
um. Þurfti því að ryðja veg út brekkuna til að komast að bryggju
stæðinu. Var bryggjan um 50 m á lengd í fyrstu og náði út á um 1 m
dýpi um fjöru. Var hún gerð úr timburkistum, sem fylltar voru grjóti,
og grunduð á klöpp, sem var þar í botni með aðeins þunnu sandlagi
yfir. Bryggjubreidd var aðeins 3,7 m efst, en flái var á hliðum, þannig
að breiddin var helmingi meiri við botn, þar sem dýpst var. Lengd
hvers kassa var um 7 m og allsterk trégrind úr 8” trjám inní en þétt
plankasúð utan á báðum hliðum og samskonar þekja yfir. Voru kerin
grjótfyllt upp að þekju. Bryggja þessi var vönduð að allri gerð enda
stóð hún af sér öll brim í mörg ár. Þess má e.t.v. geta, að tímakaup við
bryggjugerðina um vorið var aðeins 11 aurar á klst. en eitthvað hærra
um sumarið.
Yfirsmiður við bryggjugerð þessa var Einar Guðmundsson á
Hraunum í Fljótum og mun hann hafa ráðið mestu um gerð bryggj-
Magnús Konráðsson.
unnar.