Húnavaka - 01.05.1981, Side 21
HÚNAVAKA
19
Aætlun gerð um framlengingu bryggjunnar.
Þar sem bryggjugerð þessi var talin hafa tekist mjög vel, vaknaði
áhugi fyrir því að fá hana lengda til að bátar gætu legið við hana um
fjöru og betra skjól yrði við hana, en nokkur sandur hafði borist að
henni. Voru samvinnufélögin að komast á legg og gerðu einkum kröfu
um lengingu. Tók sýslufélagið að sér forustu í málinu.
Samkvæmt fyrirmælum stjórnarráðs íslands gerði þáverandi
landsverkfræðingur Th. Krabbe allítarlega greinargerð um bryggju-
málið og skal hér tilfært það helsta, enda er það fyrsta skjallega
heimildin í fórum Vita- og hafnarmálastjórnarinnar viðvíkjandi
bryggjugerð á Blönduósi.
Bréf Th. Krabbe er dagsett í desember 1906 og stendur þar m.a.:
„Eftir skipun hins háa stjórnarráðs hefi ég í lok septembermánaðar
þetta ár gert athugun og mælingar viðvíkjandi lengingu hafnar-
bryggjunnar á Blönduósi.
A Blönduósi er lending mjög slæm. Við verzlunarstaðinn, er liggur
fyrir sunnan ósinn, er oft ómögulegt að lenda bátum, ströndin er flöt
og sendin, en jafnvel í logni getur verið þar svo mikið brim, að bátar
geta ekki tekið lendingu. I norðan og vestanátt er einnig ómögulegt að
vinna þar að uppskipun. I sunnanátt er aftur á móti landvar.
Til þess að ráða bót á þessu var fyrir 13 árum gerð bryggja fyrir
norðan ósinn og er hún í svo miklu skjóli fyrir norðan- og norðvestan-
áttum, að það ætti að vera hægt að skipa upp við hana, þegar veðurs
vegna er ekki hægt að skipa upp við verslunarstaðinn. Við bryggju
þessa, sem ekki hefur bilað í öll þessi ár, er samt orðið svo grunnt, að
ekki er hægt að lenda við hana. Um fjöru er hún næstum alveg á þurru
og kemur því ekki að nokkrum notum.“
Síðan fylgir áætlun um lengingu bryggjunnar um 36 m með svip-
aðri gerð og áður var notuð og skyldi hún þá ná út á 1,5 m dýpi um
fjöru. Gert var ráð fyrir, að sú lenging myndi kosta kr. 18.500. Gerð var
einnig lausleg áætlun að garði 50 m löngum, sem skyldi ganga frá
enda bryggjunnar inn með landi og kosta kr. 17.200. Var sá garður að
sjálfsögðu aldrei gerður. Ennfremur var lagt til, að vegurinn að
bryggjunni yrði bættur.
Ennfremur stendur orðrétt:
„Þar sem bryggjan er í hér um bil 3 km fjarlægð frá verzlunar-
staðnum og aðeins notuð til uppskipunar, þegar ekki er hægt að skipa
upp annarsstaðar, er eigi ástæða til að verja nema sem allra minnstu fé