Húnavaka - 01.05.1981, Side 22
20
HÚNAVAKA
til hennar, en til þess að hún verði að sem allra mestum notum, er
nauðsynlegt að bæta veginn að henni, svo hægt sé að aka vörum frá
henni alla leið að verzlunarstaðnum.“
Bryggjan lengd 1909.
Það var þó ekki fyrr en sumarið 1909, sem bryggjan var lengd
samkvæmt ofangreindri áætlun, eða um 36 m. Kostaði lenging þessi
um kr. 9.850 í fyrstu og virðist því ekki hafa kostað nema rúman
helming af þeirri upphæð, sem áætluð var samkvæmt ofansögðu.
Greiddi ríkissjóður Vá af þeim kostnaði. Yfirsmiður við bryggjugerðina
var Friðfinnur Jónsson húsasmiður á Blönduósi. Var lenging gerð eftir
uppdráttum Vitamálaskrifstofunnar og mjög í stíl við eldri bryggju,
en þó var breytt til í tveim atriðum og var hvorugt til bóta. Annað var,
að bil var haft á milli plankanna, sem lágu utan á grind keranna, og
gat því sjórinn frekar sogast í gegn og valdið ókyrrð fyrir innan. Hitt
atriðið var, að kerin voru ekki í fyrstu fyllt með grjóti upp úr eins og
áður hafði verið gert. Var þetta einnig til að auka á sogið og valda
ókyrrð. Vakti þetta nokkra óánægju manna á staðnum með mann-
virkið. Skemmdist bryggjan og nokkuð á fyrsta ári, sem ágerðist næsta
ár. Raskaðist miðkerið nokkuð, en þau voru alls 5, hvert um 7 m á
lengd, — þannig að efri þverbitar og skástífur á grind kersins
sprengdust og gengu út.
Var gert við þetta um haustið 1910. Var þá plankaklæðningin að
norðan og vestan rifin og gerð þétt og bryggjan fyllt betur með grjóti.
Stóð hún síðan allvel í nokkur ár.
Til frekari skýringar skulu hér tilfærðir nokkrir kaflar úr bréfi Gísla
ísleifssonar sýslumanns á Blönduósi, til vitamálastjóra viðvikjandi
bryggjunni.
Bréf þetta er dagsett 9. desember 1910. Þar stendur m.a.:
„Skemmdir á bryggjunni voru ekki eins miklar og maður hugði í
fyrstu. Fremstu búkkarnir 2 höfðu ekkert skekkst eða skemmst og
heldur ekki 2 þeir efstu, en það var fremri hluti búkkans í miðjunni,
sem gekk til að ofan, hafði sprengt þverbitana og skástífurnar og beygt
hliðartrén efstu. Að neðan hafði hann ekkert haggast.
Eins og við gjörðum ráð fyrir, lét ég rífa klæðninguna norðan og
vestan og gjöra hana alveg þétta og negla traustlega og eins negla
gólfið í bryggjunni betur niður. Einnig hefi ég með skástífum og öðru
tryggt hinn skemmda búkka, svo duga mun og einnig látið fylla hann