Húnavaka - 01.05.1981, Page 24
22
HÚNAVAKA
stöðum fyrir krana og vindur. Auk þess var gert ráð fyrir 37,5 m
löngum varnargarði úr steinsteypu, þar af 28 m meðfram brekkunni
og um 10 m upp að norðan, sem mynda skyldu umgjörð fyrir báta-
skýlið. Var gert ráð fyrir, að í það færu 58 m3 af steinsteypu á kr. 22
eða samtals kr. 1.270.
Bátaskýli.
Sumarið 1915 var svo fyrirstöðugarður þessi steyptur og möl sett
innan við. Þvi miður stóðst garður þessi ekki brimið. Um haustið
hrundi ofan af framgarðinum á um 10 m bili næst bryggjunni. Hafði
brimið mulið vegginn inn til miðs með grjótburði og fellt síðan. Var of
veikri steypu kennt um. Var nú reynt að gera við það, sem eftir var,
þannig að veggurinn var klæddur utan með borðum og steypt í það,
sem étið hafði út af briminu. Þykkt veggjar var 70 sm neðst og 40 efst
og hæðin um 2,8 m og skyldi steypast á fasta undirstöðu, en upp-
dráttur var gerður af G. Zoéga sem fyrr segir. — Síðar um veturinn
urðu meiri skemmdir þannig að aðeins þriðjungur stóð eftir
óskemmdur. Hafði sjórinn komist á bak við og grafið mölina, sem
studdi garðinn og fellt síðan. Orsökin til þess, að garðurinn stóð svo
illa, var einkum talin að of veik steypa hafði verið notuð sem fyrr segir
eða 1 sement á móti 11 af sandi og möl. í öðru lagi hefði uppslátturinn
þurft að vera áfram utan á garðinum a.m.k. fyrst í stað. Auk þess mun
hann hafa verið full veigalítill.
Sumarið 1917 var garðurinn gerður upp að nýju og var nú vandað
betur til hans. Var steypan höfð miklu sterkari, 3 styrktarstöplar
steyptir innanvið og uppsláttur ekki tekinn frá að utanverðu. Hefur
hann staðið vel síðan. Árið 1929 fór fram nokkur viðgerð, þar sem
brimið var farið að éta úr honum. Þá voru og 2 þvergarðar steyptir
utanvið 2 m á lengd með 3 m bili næst bryggju i kverk.
Árið 1915 lagði ríkissjóður fram 1000 kr. til bátauppsátursins, en
kostnaður hafði að sjálfsögðu farið allmikið fram úr áætlun.
Kranar settir á bryggjuna og spor.
Eins og fyrrgreind áætlun gerði ráð fyrir voru um sama leyti 2
kranar settir á bryggjuna, framarlega með hæfilegu millibili og spor-
braut um 100 m á lengd lögð eftir henni og inn í bátaskýlið og 2 vagnar
settir á.