Húnavaka - 01.05.1981, Síða 25
HÚNAVAKA
23
Var nú hægt að lyfta bátunum upp á vagnana og draga inn í skýlið.
Sömuleiðis var hægt að nota vagnana til vöruflutninga eftir bryggj-
unni. Eftirlitsmaður fyrir hönd sýslunnar við þessar framkvæmdir var
Jón Kr. Jónsson, bóndi á Másstöðum og er ýmislegt af því, sem að ofan
er greint, tekið úr bréfum hans til vitamálastjóra, sem hafði að sjálf-
sögðu yfirumsjón með öllum framkvæmdum ásamt útvegun efnis og
áhalda.
Viðgerð á bryggju.
Sumarið 1917 fór einnig fram viðgerð á bryggjunni, þannig að allir
trébúkkarnir voru fylltir með grjóti og öll plankaklæðningin utaná
þéttuð, en nokkrar skemmdir höfðu orðið á bryggjunni veturinn áður
sökum óvenjumikilla brima.
Nýjar skemmdir.
Veturinn 1918-19 fór fremsta kerið úr bryggjunni að mestu leyti.
Hafði það verið gert sem haus, þannig að suðurhlið þess hafði verið
gerð lóðrétt uppúr frá botni og stóð því nokkuð framfyrir hin kerin,
þegar upp dró, og myndaðist þannig nokkurt skýli fyrir bátana. Braut
brimið kerið að mestu leyti og sópaði grjótinu út og upp með bryggj-
unni að sunnan. Sömuleiðis laskaðist framendi næsta kers nokkuð og
mun nokkuð af grjóti hafa tekið út, en þó var ekki um verulegar
skemmdir að ræða á því keri. Sumarið 1919 fór fram bráðabirgðavið-
gerð á því keri, sem virðist hafa dugað í bili.
Veturinn 1920-21 sópaði brimið burtu 2 kistum úr fremsta hluta
gömlu bryggjunnar (frá 1893) eða um 15 m.
Aœtlun um úrbœtur.
Var nú gerð á vitamálaskrifstofunni áætlun og uppdrættir að 4
timburkistum með svipaðri gerð og áður. Skyldu 2 þeirra koma í
skarðið, sem komið var í bryggjuna, en hinar 2 framan við enda
bryggjunnar.
Var áætlun þessi dagsett 13. febrúar 1921. Var þar talið, að 2
fremstu ker bryggjunnar væru ónýt, sem ekki mun hafa verið rétt,
heldur aðeins fremsta kerið, því gert mun hafa verið við næstfremsta
ker sem fyrr segir. Lengd hverrar kistu mun hafa verið 6-7 m.
Sumarið 1921 voru svo 3 kistur smíðaðar, þar af 2 í skarðið á gömlu
bryggjunni, en sú þriðja í lengingu bryggjunnar. Fjórða kistan, sem