Húnavaka - 01.05.1981, Page 27
HÚNAVAKA
25
myndaði haus, þannig að suðurhliðin gekk lóðrétt upp, var svo sett
sumarið eftir.
Var nú bryggjan orðin um 90 m á lengd mælt frá vegi og náði út á
nær 2 m dýpi um stórstraumsfjöru. Var bryggjubreidd sem áður segir
3,7 m, en breidd bryggjuhauss 6,5 m.
Mun verk þetta yfirleitt hafa tekist vel enda urðu engar skemmdir á
mannvirkjunum næstu ár. Kostnaður reyndist samkvæmt uppgjöri
nálægt 46 þús kr. og greiddi ríkissjóður 1/3 hluta þar af. Er þar
meðtalinn kostnaður öll árin 1919-’22, en öll árin mun eitthvað hafa
verið unnið við bryggjuna, m.a. þurfti að ná því grjóti upp, sem skolast
hafði út.
Samkvæmt uppgjöri sýsluskrifstofunnar á Blönduósi dagsettu 30.
jan. 1923, skiptast framlög þannig niður:
Ríkissjóður lagði fram..................... kr. 14.872.52
Sýslusjóður lagði fram..................... kr. 10.500.00
Sláturfélag lagði fram..................... kr. 3.718.13
Kaupfélag lagði fram ...................... kr. 11.154.39
Lán........................................ kr. 4.372.51
Þar við bættist síðar ..................... kr. 1.319.80
Samtals kr. 45.937.35
Byrjun á bátabryggju sunnan Blöndu.
Þegar komin var sæmileg aðstaða til upp- og framskipunar norðan
óssins, sem einkum var notuð af samvinnufélögunum, vaknaði all-
mikill áhugi hjá kaupmönnum sunnan óssins á að fá uppskipunar-
bryggju einnig hjá sér. Þess má ef til vill geta, að fyrsta kaupfélags-
húsið á Blönduósi mun hafa verið reist á árunum 1908-1909. Var
kaupfélagið að sjálfsögðu aðaldriffjöðrin í bryggjuframkvæmdunum,
enda bryggjan mest notuð af því.
Kaupmenn skipuðu jafnan upp við sandinn fyrir sunnan ósinn eins
og fyrr, þegar veður leyfði, en annars að sjálfsögðu við bryggjuna og
þurfti því að flytja vörurnar alllanga leið, í fyrstu á hestvögnum, áður
en bílar komu til sögunnar.
Þorsteinn Bjarnason, sem um skeið var oddviti Blönduóshrepps,
mun hafa verið aðalhvatamaður að bryggjugerðinni sunnan óssins.
Var Geir Zoéga,5 sem þá var orðinn vegamálastjóri, fenginn til að
gera uppdrátt og kostnaðaráætlun að bryggjunni. En hann mun hafa