Húnavaka - 01.05.1981, Page 29
HÚNAVAKA
27
skrifaði ítarlega um málið í bréfi, sem dagsett var 30. janúar 1927 og
sent var stjórnarvöldunum. Færði hann þar mörg og ítarleg rök fyrir
nauðsyn á að fullgera mannvirkið. Varð það til þess, að gerð var á
Vitamálaskrifstofunni áætlun um að fullgera
bryggjuna. Samkvæmt henni skvldi bryggjan
lengd um 20 m, gerður landgangur fram að
henni og vegur upp sandinn. Hljóðaði þessi
áætlun upp á kr. 60 þús. Ekki mun hafa þótt
fært kostnaðar vegna að ráðast í þessa fram-
kvæmd og hefur bryggjan staðið ónotuð og að
mestu óbreytt síðan, nema að talsvert er farið að
eyðast úr veggjum sem von er. Mun hún því
hafa verið traustlega byggð.
Er hér með lokið að segja frá þessari
bryggjugerð.
Um skemmdir og úrbœtur 1930.
Veturinn 1929-30 fór á ný að bera á skemmdum á elsta hluta
bryggjunnar norðan óssins á 8 m kafla, sem næst var þeim hluta, sem
endurnýjaður var 1921. Um vorið var gerð áætlun um úrbætur. Var
ég þá fenginn af vitamálastjóra til að fara norður og athuga
skemmdirnar og gera áætlun um viðgerð. Skyldi hún framkvæmast
þannig, að steypt yrði milli steinanna í kössunum neðan frá botni og
upp úr, svo steypan umlykti allt grjótið og myndaði fasta klöpp þegar
steypan harðnaði. Slá skyldi upp mótum á þeim 8 metrum sem
brotnað höfðu úr bryggjunni. Taka skyldi fyrir 25 m af lengd bryggj-
unnar og skyldi aðgerð þessi kosta kr. 17.000.
Þegar til kom, var látið nægja að endurnýja bilunina eða skarðið og
mun það hafa kostað kr. 5.100.
Voru þetta mín fyrstu afskipti af Blönduósbryggju, en síðan hafði
ég á hendi undirbúning ogeftirlit með framkvæmdum þar til 1968, en
síðasta lenging bryggjunnar var gerð 1969 sem síðar verður sagt.
Hafin endurbygging bryggjunnar.
Árið 1935 var hafist handa með að gera bryggjuna alla upp að nýju.
Skyldu bryggjuveggir steyptir og bryggjan gerð miklum mun breiðari,
þannig að bílar gætu auðveldlega mætst hvar sem var. Skyldi horfið
frá timburgerð að mestu eða öllu leyti, sem ekki hafði reynst vel eins og
Jón Einarsson.