Húnavaka - 01.05.1981, Side 35
HÚNAVAKA
33
una og hljóðaði hún á kr. 76.000. Gekk sú áætlun út á að steypa
vegghlutann upp að nýju, grjótfylla og nota í það grjótið, sem farið
hafði út. Ennfremur að steypa ofaná kerið 1,5 m háan vegg og grjót-
fylla á milli og loks að steypa þekju yfir allt bilið, sem var 18 m sem fyrr
segir (breidd 11 m). Verk þetta var svo framkvæmt næsta ár og gekk
vel og varð þá ofannefnd lenging fullgerð. Næsta ár var svo að fullu
hreinsað burtu allt grjót frá bryggjunni. Talið var, að í allar þessar
framkvæmdir árin 1947-51 hafi farið kr. 470 þús. Verkstjórn við þessar
framkvæmdir hafði á hendi Ágúst Andrésson á Blönduósi en köfun þá
og síðar hafði á hendi Guðmundur Jóhannesson kafari á Skagaströnd.
Það sást strax, að nokkur bót var að þessari lengingu, því minni
flutningaskip byrjuðu þegar að leggjast að bryggjunni, þegar veður
var gott. Þess má hér geta, að kaupfélagsmenn snerust nú til fylgis við
málið, enda munu þeir alltaf hafa verið því fylgjandi í raun. Fljótlega
var því hafist handa með frekari lengingu.
Framkvœmdir 1953-’55 og 1959-’60.
Árið 1953 var næsta ker steypt á Skagaströnd og sett niður árið eftir.
Það ár var og nýtt ker steypt og sett niður næsta ár (1955). Voru ker
þessi með sömu gerð og fyrr (um 8x11 m). Voru þau sett niður án
millibils og varð því lengingin 16 m og framhlutinn orðinn um 44 m og
dýpi við enda 4-4,5 m. Verkstjórn og umsjón með smíði keranna höfðu
á hendi þeir Bogi Björnsson og Ingvar Jónsson á Skagaströnd, en
kafari var Guðmundur Jóhannesson sem fyrr segir. Kostnaður við
þessar framkvæmdir er talinn að hafa numið um 1 millj. kr.
Árin 1959 og 1960 var bryggjan lengd um 12 m hvort árið. Voru ker
10x11 m að stærð steypt á Skagaströnd og sett niður 2 m frá bryggju-
enda og steypt í bilin á venjulegan hátt. Hafði hún þá lengst um 24 m
eða í um 160 m og náði út á 6 m dýpi. Var að þessu mikil bót og gátu
nú mörg milliferðaskip afgreitt sig við hana í sæmilegu veðri. Varð því
miklu minna um, að afgreiða þyrfti skipin á Skagaströnd. Daglega
verkstjórn við þessar framkvæmdir höfðu Skagstrendingar á hendi,
einkum Ingvar Jónsson auk Guðmundar Jóhannessonar, sem sá um
alla köfun. Kostnaður 1959 og 1960 mun hafa numið 800 þús. kr.
hvort árið, að því sem bezt er vitað. Samkvæmt áætlun 1957, skyldi 12
m framlengingin kosta 780 þús. kr.
Á þessum árum reistu olíufélögin geyma ofan við bryggjuna og
lögðu olíuleiðslur fram bryggjuna, enda var nú komin aðstaða til að