Húnavaka - 01.05.1981, Page 37
HÚNAVAKA
35
dæla oliunni í land úr skipunum. Reið Essó á vaðið, en síðan kom
Shell-félagið, sem byggði sinn geymi nokkru utar á sérstakri fyllingu
utan við bátaskýlið.
Hœkkun skjólveggs.
I krikanum, þar sem bátaskýlið gekk út frá bryggjunni, gekk sjór
mjög yfir bryggjuna, svo oft varð ófært fram á haus og olli þetta oft
miklum óþægindum. Til að ráða bót á þessu var árið 1956 skjólvegg-
urinn á norðurkanti bryggjunnar hækkaður um 2 m á efstu 10 m næst
bátaskýli, en um 1-1,5 m á næstu 8 m þar fyrir framan. Sömuleiðis var
framveggur bátaskýlis hækkaður um 1,5 m á 10 m næst bryggjunni og
um 1 m á næstu 4 m.
Gerði ég teikningu að þessari framkvæmd, og var farið eftir uppá-
stungum þeirra Einars Þorlákssonar sveitarstjóra og Einars Evensen,
byggingameistara á Blönduósi, sem sáu um allar framkvæmdir. Voru
garðar þessir vel járnbentir og vandaðir enda hafa þeir staðið vel og
gert tilskilið gagn og hefur ekki verið talin ástæða til að framlengja
hækkun þessa. Samkvæmt áætlun skyldi þetta kosta kr. 80 þús. en ekki
er mér kunnugt um endanlegan kostnað.
Um 10 ára áœtlun fyrir Blönduós..
Gerð var á vegum Alþingis 10 ára áætlun um hafnarframkvæmdir á
Blönduósi miðað við árin 1961 -’70 eins og aðrar hafnir á landinu.
Er þar meðal annars tilgreindur íbúafjöldi á Blönduósi um nokkurt
árabil. fbúatala samkvæmt því er
Árið 1930 287 íbúar 1950 460 íbúar
Árið 1940 430 íbúar 1960 585 íbúar.
(Síðan hefur íbúum fjölgað allverulega svo nú munu þar nær 800
íbúar). Talið er, að nær 1500 manns sæki verslun að Blönduósi.
Árið 1957 var skipað upp 4600 tonnum af vörum á Blönduóshöfn,
en út aðeins 150 tonnum. (Landbúnaðarafurðir eru yfirleitt fluttar á
bílum suður). Síðan segir orðrétt:
„Telja má, að atvinnulíf á Blönduósi byggist á störfum við verzlun,
vinnslu landbúnaðarvara, viðgerðum vinnuvéla og flutningatækja svo
og landbúnaði í þorpinu. Þar hefur og verið rekið allstórt gistihús.
Stórt sláturhús og kjötfrystihús er og á staðnum og mjólkurvinnslu-
stöð, ennfremur allstórt bifreiða- og landbúnaðarvélaverkstæði. Út-
gerð er þar engin.“