Húnavaka - 01.05.1981, Page 39
HÚNAVAKA
37
Umbœtur á bryggjunni 1962-’63.
I stað grjótfláa utaná bryggjuna var steypt utaná fláann þar sem
bilanir höfðu oröið. Var þá meðal annars steypt utaná timburker þau,
sem sett höfðu verið niður árið 1935 og fyrr er frá sagt, og voru á 30 m
bili ofantil á bryggjunni.
Var gengið tryggilega frá öllu með pokasteypu, sem negld var
saman með járnteinum. Sömuleiðis mun hafa verið gert við þekju
bryggjunnar þar sem þess var þörf.
Framkvæmdir þessi ár munu hafa kostað um kr. 340 þús.
Síðasta framlenging bryggjunnar.
Arið 1967 var byrjað að efna til nýrrar framlengingar á bryggjunni.
Skyldi sú framlenging gerð úr 2 kerum, hvort 12x12 m að stærð. Auk
þess skyldi steypa tveggja metra veggi á milli, þannig að lengingin yrði
28 m. I apríl gerði ég kostnaðaráætlun að kerum þessum. Var gert ráð
fyrir 35 sm þykkum útveggjum, þannig að ekki þyrfti að steypa innaní
kerin eftir að þau voru komin á sinn stað í bryggjunni; botnþykkt var
25 sm. Voru 2 skilrúm 15 sm á þykkt á hvorum vegg, sem skiptu þeim
í 9 hólf. Kerhæð var 7 m. Samkvæmt þessari áætlun myndi kostnaður
við að steypa eitt slíkt ker á braut verða kr. 1.550.000. Hinsvegar
bauðst Guðmundur Lárusson á Skagaströnd til að taka að sér smíði
slíks kers fyrir kr. 1.360.000 og gekk hann þar út frá ákveðnum ein-
ingarverðum samkvæmt reynslu við smíði fyrri kera, sem hann hafði
haft með höndum. Var hér um svo augljósan mismun að ræða á
kostnaði, að sjálfsagt þótti að fela honum verkið.
Byrjaði hann á framkvæmdum vorið 1967 og steypti hann fyrra
kerið á annarri brautinni á Skagaströnd í 4 m hæð þá um sumarið.
Kostaði það samkvæmt bráðabirgðauppgjöri kr. 960.000 auk kr. 150
þús. aðstöðugjalds. Næsta sumar var svo seinna kerið steypt upp í
sömu hæð. Þess má geta, að ekki var hægt að hleypa kerunum út af
brautinni, ef þau voru hærri en 4 m. Þurfti því að hækka kerin við
bryggju á Skagaströnd um 3 m, þannig að þau næðu tilskilinni hæð,
sem var 7 m sem fyrr segir. Var það gert um vorið 1969. Voru þá bæði
kerin sett út og hækkuð í 7 m.
Samkvæmt lokauppgjöri varð kostnaður við bæði kerin með að-
stöðugjaldi tilbúin til flutnings kr. 3.165.713. Var það mjög lik upp-
hæð og fyrsta áætlun hafði gert ráð fyrir, en verðlag hafði að sjálfsögðu