Húnavaka - 01.05.1981, Page 45
HÚNAVAKA
43
Haraldur í Tungunesi. Forystumenn við reiðingslestirnar voru
Erlendur i Tungunesi og Sigvaldi í Stafni, hann var þá vinnumaður í
Stóradal og kom með hesta þaðan. Ég man eftir að sumt var erfitt í
flutningi, m.a. þurfti að koma tveimur stórum kistum og var eitthvert
umtal á hvaða hesta ætti að setja þær. Þá kemur Valdi með jarpan
klár frá Stóradal, stólpagrip, og segir: „Við skulum setja kisturnar á
hann þennan, hann ber þær“. Og ekki bar á öðru. Sums staðar var að
verða dálítið autt með Blöndu en viða var umbrotafæri, krapelgur og
óþverri. Áður en við fluttum í Ása bjó þar Jónas Björnsson Skagfirð-
ingur að ætt. Hann flutti að Álfgeirsvöllum um vorið.
Hvað um skólagöngu?
Hún þætti nú víst ekki mikil núna. Ég var sex mánuði í allt í
barnaskóla, þá var farskóli og þótti hæfilegt að hvert barn væri í skóla
tvo mánuði á vetri. Stundum var maður tekinn á heimilin til að kenna
og það var gert hjá okkur. Var það Björn Jónsson seinna bóndi á
Hamri og Sólheimum en flutti síðar til Reykjavíkur.
Ég fór i Bændaskólann á Hólum árið 1932 og slarkaði sæmilega
gegnum prófin þrátt fyrir litinn undirbúning. Mér þótti það mikill
uppsláttur um vorið, þegar ég kvaddi Jósep sem lengst var kennari á
Hólum og kenndi mér mest, að hann sagði að það væru engin vand-
ræði, ég gæti lært. Hann hefði verið hissa hvað ég stóð mig þvi ég hefði
verið alveg óundirbúinn.
Skólinn átti að vera tveggja vetra en um haustið komu svo fáir
námsmenn að kennararnir settust á rökstóla og fundu út að ómögulegt
væri að hafa þetta í tvennu lagi. Seinna fannst mér nú að þeir hefðu
ekki haft annað að gera. Við fórum ýmist riðandi eða gangandi norður
og norðan. Það var bara til ltressingar að ganga þetta.
Skólagjöld yfir veturinn og kostnaður varð 400 krónur. Það var
mikið fé þá og ekki auðvelt að ná i það, því þetta var nærri 50
lambsverð ef miðað er við að átta krónur fengjust fyrir lambið. Tíminn
var frá um 20. októberog til aprilloka en svo fórégá vornámskeið. Það
átti að vera jarðræktarnámskeið en var dálitið happdrætti hvað við
fengum að vinna. Ég tók þetta alvarlega i byrjun, hélt maður ætti að
plægja og herfa, sá i flög og ganga frá þeim og það hefði verið góður
undirbúningur fyrir stráka þvi jarðrækt var þá litið komin af stað i
sveitum. Én það var eitthvað sem átti að vera hagfræði fyrir rikið, að
eitt vorið var plægt ansi mikið og herfað að einhverju leyti en n;rsta
vor var ekið skít i flögin og gengið frá þeim. Það gat farið svo lijá