Húnavaka - 01.05.1981, Page 48
46
HÚNAVAKA
Gránunes og strákapjakkar voru nú ekki sendir þangað. Það var eftir-
sótt að komast í undanreið og fengu eiginlega ekki nema útvaldir að
fara það.
Aðalhópurinn var um 35 menn og fyrsta daginn riðum við lausir
fram og gistum í Seyðisárdrögum. Þar var legið í stærsta kvíslarkrik-
anum skammt fyrir neðan Dragásinn, dálítið úti í flóanum en hest-
arnir voru passaðir suður í flánni. I Drögin komu alltaf til okkar fjórir
Vatnsdælingar og leituðu Búrfjöllin með okkur annan daginn. Þeir
lágu svo aðra nótt í Drögunum en fóru svo þaðan vestur á Sand og
hittu hina Vatnsdælingana þar.
Var nokkur kindavon vestan við Búrfjöllin?
Það geta verið þar kindur á rennsli. Áður fyrr var þónokkuð um það,
ef tíðin var góð, að gamla féð okkar, sem var alið þarna upp, rann
vestureftir framan við fjöllin og var þá á leiðinni út á Oldur.
Hvernig var svo leitað?
Um morguninn var skipt göngum og var þá smalað í tvennu lagi.
Sumir voru sendir norður á Öldur og norður fyrir Búrfjöll og smöluðu
þetta svæði fram en aðrir riðu á undan fram að Hvannavallakvísl. Þar
voru reiðingshestarnir skildir eftir og einn maður settur til að passa þá.
Svo riðu hinir fram með Fjöllunum alveg fram á Þröskuld. Þar var
skipt og fóru sumir upp í Fjöll en aðrir austur í Kjalhraun og smöluðu
öllu út. Allt féð kom saman við Hvannavallakvísl bæði að norðan og
sunnan. Þá var aftur skipt göngum. Hópur tók allt féð og rak það
niður að Seyðisárrétt — þar var alltaf dregið sundur með Árnesingum.
Hinir fóru aftur að leita bæði Hraunið og Fjöllin og gistu í Þjófadölum.
En þetta kvöld, sem gangnamenn héðan komu með féð í Seyðisárrétt,
komu undanreiðarmenn úr Gránunesi og leituðu austurkantinn á
Hrauninu, alveg austur að Blöndu, tungurnar og melana þar um kring.
Þeir lágu þarna með okkur þessa nótt. Tjaldstæðið við Seyðisá var
hálfleiðinlegt, það var á bökkunum rétt fyrir sunnan réttina. Ég held
áin sé búin að mölva mikið af þessum bökkum niður.
Svo morguninn eftir var farið að leita betur þarna, riðið út um
Sandkúlufell, upp í Drög og skyggnst suður undir Hvannavallakvísl.
Mennirnir, sem náttuðu sig í Þjófadölum, leituðu Hraunið einu sinni
enn og litu eitthvað í Fjöllin. Þessa daga var alltaf talið sjálfsagt að
fara þrjár ferðir í Hraunið og alltaf fannst eitthvað þar — það hefur
líklega aldrei verið smalað sauðlaust.
Þegar mennirnir komu úr Þjófadölum var dregið sundur. Það tók