Húnavaka - 01.05.1981, Page 49
HÚNAVAKA
47
allan seinni part dagsins og var aldrei búið fyrr en undir myrkur.
Okkar fé var þá rekið út fyrir Kúlukvísl og helst lengra, ef hægt var, en
Árnesingar geymdu sitt fé í réttinni um nóttina og ruku svo strax af
stað i myrkri um morguninn á leið suður. Svo var haldið áfram og
leitað norður heiðina og þennan dag var farið út á Kolkuhól. Safnið
fór svipaða leið og vegurinn liggur nú.
Seinasta daginn var smalað frá Kolkuhól út að girðingu og rekið
niður í rétt. Það var mjög stífur dagur og gekk oft seint að reka féð
niður Sléttárdalinn — fleiri haustin lenti það i myrkri. Það þótti mjög
gott ef komið var niður í rökkrinu. Á þennan hátt var smalað þangað
til varnargirðingin vegna mæðiveikinnar kom.
Hvað voruð þið margir í tjaldi?
Við vorum svona fjórir til átta saman eftir þvi hvað tjöldin voru
stór. Þeir, sem voru tjaldfélagar mínir í fyrstu göngunum, voru þessir:
Fyrir tjaldinu, var Jóhannes Hallgrímsson sem bjó þá í Tungunesi og
seinna í Þverárdal. Svo var annar maður sem var töluvert umtalaður á
sinni tíð, þótti fjörugur og skemmtilegur. Hann hét Þorvarður Árna-
son, lausamaður hér um slóðir, en alinn upp í Hlíðarhrepp. Varði var
alþekktur hér á fyrri tið en flutti síðar til Reykjavíkur. Svo var Óskar
Magnússon frá Tungunesi. Ég var sá fjórði.
Var vakaðyfir hestunum?
Já, og það þótti mér hvað verst að vera rifinn upp um miðja nótt til
að hanga tvo tíma yfir hestunum. Það var alltaf vakað yfir hestunum
bæði í fyrri og seinni göngunum. Svo fóru seinnigangnamenn að
hætta því og það draslaði nú alveg. Fyrir kom að hestar sluppu en ekki
þó svo að yrði vandræði úr því.
Menn höfðu yfirleitt tvo hesta, annan undir reiðing en riðu hinum
einhesta allan daginn. Svo skiptu menn um hesta næsta dag og riðu
þeim þannig til skiptis. Reiðingshestarnir voru settir í lest og voru þrír
til fjórir menn með lestina. Lestin átti að vera á eftir gangnaröð og á
eftir safninu. Þá var alltaf verið að hirða kindur, sem gátu ekki gengið
og voru skornar. Það var ekki vinsælt verk að vera lestarmaður, sér-
staklega ef mikið var skorið því þá þurfti einlægt að vera að róta til
trússsunum á hestunum og hagræða hlutunum.
Eitthvað hafa menn gert se'r til gleðskapar?
Það var dálítið sungið og kveðið þótt vínið væri ekki. Fyrstu árin
mín í göngunum voru bannárin en þó voru einstaka karlar frá
brennivínsöldinni sem höfðu með sér dropa. Menn laumuðust með