Húnavaka - 01.05.1981, Page 50
48
HÚNAVAKA
þetta, kölluðu kunningjana með sér á eintal til að gefa þeim. Það kom
fyrir, ef við komum snemma að, að farið var í leiki. Jónas B. Jónsson
frá Torfalæk var lengi hrókur alls fagnaðar í því. Hann var fjörugur og
almennilegur maður og bráðduglegur gangnamaður.
Hverjir voru helstir kvœðamenn?
I fyrstu göngunum, sem ég var í, bar einna mest á tveim kvæða-
mönnum. Það voru Hjörtur Gíslason, þá ungur maður á Stóru-Giljá,
og Björn Teitsson sonur Elinborgar á Kringlu. Þeir voru miklir
kvæðamenn. Albert á Snæringsstöðum var heldur góður söngmaður
og svo voru hinir og aðrir. Sum lögin eru aldrei sungin nú. Tveim
vísum man ég eftir, sem mikið voru kveðnar, en heyrast aldrei nú.
Önnur var kennd við Ólaf Bjarnason, sem sumir kölluðu Ólaf seiga,
það var skrítinn karl, dálítið hagmæltur en orti sjaldan nema hálfgert
rugl. Þó var sagt að hann hefði getað ort góðar vísur. En hann var
mikill kvæðamaður og var alltaf kveðandi og þessi vísa var kennd við
hann en þó líklega ekki með réttu:
Grær á melum rósin rótt,
rauna dvelur stundin,
eftir hélu eina nótt
er hún heli bundin.
Svo var önnur sem ég veit ekkert eftir hvern er:
Eg er frá og ekkert veit
óðarskrá að hnuðla,
þó þeir fái frammi í sveit
fjögur há í stuðla.
Það bar minna á því þá en nú í seinni tíð að vísur flygju milli manna
snartilbúnar.
Svo var ein vísa, sem Páll á Guðlaugsstöðum var oft að kveða,
annars var hann ekki mikill söngmaður eða kvæðamaður — það var
yfirleitt ekki í gamla Guðlaugsstaðafólkinu — en hann hafði nú gam-
an af að raula svona. Og þessa vísu fór hann oft með sérstaklega ef
farið var að frjósa: